Erlent

Höfnuðu kröfu sak­sóknara um að svipta mót­mælendur for­ræði yfir börnum sínum

Sylvía Hall skrifar
Prokazov hjónin verða ekki svipt forræði yfir ársgömlum syni sínum.
Prokazov hjónin verða ekki svipt forræði yfir ársgömlum syni sínum. Vísir/AP
Í stað þess að svipta tvö hjón forræði ákváðu rússneskir dómstólar í dag að aðvörun væri nægileg. Saksóknarar höfðu farið fram á að hjónin yrðu svipt forræði eftir að þau voru viðstödd mótmæli stjórnarandstæðinga. BBC greinir frá. 

Bæði hjón voru með ung börn sín á mótmælunum. Rökstuðningur saksóknara fyrir forræðissviptingunni var sá að þau höfðu stofnað lífi barna sinna í hættu með því að koma með þau á mótmælin, en á annað þúsund manns var handtekið á mótmælunum í Moskvu þann 27. júlí.

Sjá einnig: Reyna að svipta stjórnarandstæðinga forræði yfir syni sínum

Annað hjónanna, þau Dmitrí og Olga Prokazov, sögðust ekki hafa verið þátttakendur í mótmælunum heldur hafi þau einungis átt leið þar hjá og haft samúð með mótmælendum og málstað þeirra, en viðstaddir kröfðust þess að frambjóðendur stjórnarandstöðunnar fengju að bjóða sig fram. Á annað þúsund var handtekið á mótmælunum.

Vinur þeirra hélt á barninu á meðan mótmælunum stóð og var það meðal þess sem saksóknarar notuðu sem frekari rökstuðning. Þá var þeim gefið að sök að hafa „hagnýtt“ sér son sinn og misnotað rétt sinn sem foreldrar.

Mótmælin hafa farið reglulega fram frá því í júlí en kosningarnar til borgarstjórnar í Moskvu fara fram þann 8. september. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×