Blikar misstu í kjölfarið leikinn algjörlega úr höndunum. Fengu á sig þrjú mörk og voru næstum búnir að fá fjórða markið á sig. Stöngin bjargaði þeim.
„Þarna er akkúrat breytingin í leiknum segi ég,“ segir Þorvaldur Örlygsson í Pepsi Max-mörkunum. „Það breytist liðið hjá Blikum og þeir í rauninni hætta.“
Blikinn Viktor Örn Margeirsson fékk svo umdeilt rautt spjald sem ekki voru allir sammála um hvort ætti að standa.
Sjá má umræðuna, rauða spjaldið og mörkin í innslaginu hér að neðan.