Erlendir söluaðilar horfa bjartsýnir til vetrar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. september 2019 14:12 Erlendir aðilar sem selja ferðir til Íslands segja bókunarstöðu ársins betri en á sama tíma fyrir ári auk þess sem þeir eru bjartsýnni á stöðuna fyrir komandi vetri. Vísir/Vilhelm Viðhorfskönnun sem Íslandsstofa lagði fyrir erlenda söluaðila í sumar sýnir að þeir séu bjartsýnir á veturinn, meðmælatryggð erlendra söluaðila gagnvart Íslandi hefur aukist frá síðustu könnun og gjaldþrot flugfélagsins WOW Air hefur takmörkuð áhrif á fyrirtækin. Erlendir aðilar sem selja ferðir til Íslands segja bókunarstöðu ársins betri en á sama tíma fyrir ári auk þess sem þeir eru bjartsýnni á stöðuna fyrir komandi vetri. Í könnuninni kemur fram að 74% þeirra vænta svipaðrar eða betri bókunarstöðu en það eru 17% fleiri en þegar sambærileg könnun var framkvæmd fyrir tveimur árum síðan. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður áfangastaðarins hjá Íslandsstofu segir að þetta sé gott veganesti inn í vetrartímabilið. Við teljum að þetta sé jákvætt innlegg en þetta er auðvitað bara ein kaka af stóru myndinni í ferðaþjónustunni.Skorum hátt vegna vinsælda og öryggis Meðmælatryggð erlendra söluaðila mælist góð gagnvart Íslandi sem áfangastað eða 54 stig. „Það sem er áhugavert er það að meðmælatryggðin okkar er ávallt mjög há og telst 54 stig eins og kallað er, en 50 stig eða hærra telst vera mjög gott og það skiptir líka miklu máli þegar við horfum á þá samkeppni sem við erum í og þá stöðu sem Ísland hefur skapað sér sem áfangastað,“ segir Inga Hlín. Fólki fannst þó verðlagið á Íslandi of hátt. Mesta neikvæðnin beindist að verðlaginu. Hlutfallslega voru þó færri sem nefndu verðlag sem neikvæðan þátt en í fyrri könnunum. Í þessari könnun var hlutfallið 77% á móti 89 prósentum fyrir tveimur árum. „Já, verðlagið kemur fram sem neikvæður þáttur gagnvart Íslandi og þróun ferðaþjónustunnar en síðan er öryggi og vinsældir áfangastaðarins þeir þættir sem fólk lítur afar jákvæðum augum,“ segir Inga Hlín. Kom á óvart að gjaldþrot WOW hefði takmörkuð áhrif á fyrirtækin Samkvæmt svörum erlendra söluaðila í könnuninni má sjá að gjaldþrot flugfélagsins WOW Air hafði takmörkuð áhrif á fyrirtæki þeirra. Þannig sögðu 47% að gjaldþrotið hefði alls engin áhrif og 29% sögðu að áhrifin væru lítil á fyrirtækin. Þess ber þó að geta að svörin voru mismunandi á milli markaðssvæða. Mest voru áhrifin í Bretlandi og Suður Evrópu og minnst á Norðurlöndunum og Norður Ameríku. Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46 Segir Mýrdælinga nokkuð sátta með sumarið í ferðaþjónustu Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. 27. ágúst 2019 20:57 Þjónustuafgangur jókst þrátt fyrir fækkun ferðamanna Þróunina má rekja til þess að Íslendingar ferðast minna. 26. ágúst 2019 15:06 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Viðhorfskönnun sem Íslandsstofa lagði fyrir erlenda söluaðila í sumar sýnir að þeir séu bjartsýnir á veturinn, meðmælatryggð erlendra söluaðila gagnvart Íslandi hefur aukist frá síðustu könnun og gjaldþrot flugfélagsins WOW Air hefur takmörkuð áhrif á fyrirtækin. Erlendir aðilar sem selja ferðir til Íslands segja bókunarstöðu ársins betri en á sama tíma fyrir ári auk þess sem þeir eru bjartsýnni á stöðuna fyrir komandi vetri. Í könnuninni kemur fram að 74% þeirra vænta svipaðrar eða betri bókunarstöðu en það eru 17% fleiri en þegar sambærileg könnun var framkvæmd fyrir tveimur árum síðan. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður áfangastaðarins hjá Íslandsstofu segir að þetta sé gott veganesti inn í vetrartímabilið. Við teljum að þetta sé jákvætt innlegg en þetta er auðvitað bara ein kaka af stóru myndinni í ferðaþjónustunni.Skorum hátt vegna vinsælda og öryggis Meðmælatryggð erlendra söluaðila mælist góð gagnvart Íslandi sem áfangastað eða 54 stig. „Það sem er áhugavert er það að meðmælatryggðin okkar er ávallt mjög há og telst 54 stig eins og kallað er, en 50 stig eða hærra telst vera mjög gott og það skiptir líka miklu máli þegar við horfum á þá samkeppni sem við erum í og þá stöðu sem Ísland hefur skapað sér sem áfangastað,“ segir Inga Hlín. Fólki fannst þó verðlagið á Íslandi of hátt. Mesta neikvæðnin beindist að verðlaginu. Hlutfallslega voru þó færri sem nefndu verðlag sem neikvæðan þátt en í fyrri könnunum. Í þessari könnun var hlutfallið 77% á móti 89 prósentum fyrir tveimur árum. „Já, verðlagið kemur fram sem neikvæður þáttur gagnvart Íslandi og þróun ferðaþjónustunnar en síðan er öryggi og vinsældir áfangastaðarins þeir þættir sem fólk lítur afar jákvæðum augum,“ segir Inga Hlín. Kom á óvart að gjaldþrot WOW hefði takmörkuð áhrif á fyrirtækin Samkvæmt svörum erlendra söluaðila í könnuninni má sjá að gjaldþrot flugfélagsins WOW Air hafði takmörkuð áhrif á fyrirtæki þeirra. Þannig sögðu 47% að gjaldþrotið hefði alls engin áhrif og 29% sögðu að áhrifin væru lítil á fyrirtækin. Þess ber þó að geta að svörin voru mismunandi á milli markaðssvæða. Mest voru áhrifin í Bretlandi og Suður Evrópu og minnst á Norðurlöndunum og Norður Ameríku.
Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46 Segir Mýrdælinga nokkuð sátta með sumarið í ferðaþjónustu Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. 27. ágúst 2019 20:57 Þjónustuafgangur jókst þrátt fyrir fækkun ferðamanna Þróunina má rekja til þess að Íslendingar ferðast minna. 26. ágúst 2019 15:06 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46
Segir Mýrdælinga nokkuð sátta með sumarið í ferðaþjónustu Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. 27. ágúst 2019 20:57
Þjónustuafgangur jókst þrátt fyrir fækkun ferðamanna Þróunina má rekja til þess að Íslendingar ferðast minna. 26. ágúst 2019 15:06