Daníel Leó Grétarsson, leikmaður Ålesund í norsku B-deildinni, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM 2020.
Grindvíkingurinn kemur inn í hópinn fyrir Sverri Inga Ingason, leikmann PAOK.
Daníel, sem er 23 ára, hefur ekki leikið A-landsleik en á 16 leiki að baki með yngri landsliðunum.
Hann hefur leikið með Ålesund síðan 2015 en hann kom til liðsins frá Grindavík.

