Jóhannes Karl svekktur hvernig KR kom inn í síðari hálfleikinn og fannst dómarinn flautuglaður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2019 19:32 Jóhannes Karl var líflegur í kvöld eins og svo oft áður. vísir/vilhelm „Það var engin launing að við ætluðum að vera ansi þéttir til baka í fyrri hálfleiknum og mér fannst það heppnast vel því KR-ingarnir spörkuðu boltanum út af ansi oft þó þeir væru í fínni stöðu. Það sem skilur að eftir fyrri hálfleik er hvað dómarinn [Einar Ingi Jóhannesson] var flautuglaður og mér fannst hann ekki höndla þetta nægilega vel“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfara Skagamanna, eftir 2-0 tap ÍA gegn KR í Vesturbænum. Jóhannes Karl var ekki hættur að ræða dómara leiksins. „Hann gaf KR-ingum aukaspyrnur á það sem mér fannst vera alvöru tæklingar sem eiga að eiga sér stað í fótboltaleikjum en dómarinn flautaði á allt fyrir KR-ingana í fyrri hálfleiknum. Það er það sem skilur að og svo undir lok leiks erum við að reyna jafna og Kiddi [Kristinn Jónsson] skorar undramark, vel gert hjá honum reyndar.“ Í kjölfarið var Jóhannes spurður út í línuna sem Einar Ingi lagði í dag en leikir KR og ÍA hafa oftar en ekki verið mjög líflegir í gegnum árin. „Ég veit ekki hvort dómarinn hafi aldrei horft á KR-ÍA hérna áður en ég skyldi ekki línuna sem hann var að leggja með aukaspyrnunum sem hann gaf KR-ingum í fyrri hálfleik. Þeir hentu sér niður á hættulegum stöðum og fengu aukaspyrnur sem mér fannst alltof soft.“ „Við vissum alltaf að það yrði erfitt að koma hingað í Vesturbæinn að spila á móti KR. Þeir gera mjög vel sem þeir eru að gera og ná marki í fyrri hálfleik með frábærum gæðum hjá Óskari Erni Haukssyni en eins og ég kom inn á áðan þá fá þeir gefins aukaspyrnuna,“ sagði Jóhannes um leik dagsins. Hann hélt áfram. „Eftir markið reyna þeir ekki að spila fótbolta og ég er pínu svekktur yfir því hvernig KR kom inn í seinni hálfleikinn. Verðandi Íslandsmeistarar, reynið að spila smá fótbolta fyrir fólkið ykkar í seinni hálfleik og mér fannst það vera skrýtið þar sem KR er með fullt af frábærum fótboltamönnum,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍA 2-0 | KR með níu fingur á titilinn KR-ingar steig stórt skref í átt að 27. Íslandsmeistaratitlinum með sigri á Skagamönnum. 1. september 2019 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
„Það var engin launing að við ætluðum að vera ansi þéttir til baka í fyrri hálfleiknum og mér fannst það heppnast vel því KR-ingarnir spörkuðu boltanum út af ansi oft þó þeir væru í fínni stöðu. Það sem skilur að eftir fyrri hálfleik er hvað dómarinn [Einar Ingi Jóhannesson] var flautuglaður og mér fannst hann ekki höndla þetta nægilega vel“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfara Skagamanna, eftir 2-0 tap ÍA gegn KR í Vesturbænum. Jóhannes Karl var ekki hættur að ræða dómara leiksins. „Hann gaf KR-ingum aukaspyrnur á það sem mér fannst vera alvöru tæklingar sem eiga að eiga sér stað í fótboltaleikjum en dómarinn flautaði á allt fyrir KR-ingana í fyrri hálfleiknum. Það er það sem skilur að og svo undir lok leiks erum við að reyna jafna og Kiddi [Kristinn Jónsson] skorar undramark, vel gert hjá honum reyndar.“ Í kjölfarið var Jóhannes spurður út í línuna sem Einar Ingi lagði í dag en leikir KR og ÍA hafa oftar en ekki verið mjög líflegir í gegnum árin. „Ég veit ekki hvort dómarinn hafi aldrei horft á KR-ÍA hérna áður en ég skyldi ekki línuna sem hann var að leggja með aukaspyrnunum sem hann gaf KR-ingum í fyrri hálfleik. Þeir hentu sér niður á hættulegum stöðum og fengu aukaspyrnur sem mér fannst alltof soft.“ „Við vissum alltaf að það yrði erfitt að koma hingað í Vesturbæinn að spila á móti KR. Þeir gera mjög vel sem þeir eru að gera og ná marki í fyrri hálfleik með frábærum gæðum hjá Óskari Erni Haukssyni en eins og ég kom inn á áðan þá fá þeir gefins aukaspyrnuna,“ sagði Jóhannes um leik dagsins. Hann hélt áfram. „Eftir markið reyna þeir ekki að spila fótbolta og ég er pínu svekktur yfir því hvernig KR kom inn í seinni hálfleikinn. Verðandi Íslandsmeistarar, reynið að spila smá fótbolta fyrir fólkið ykkar í seinni hálfleik og mér fannst það vera skrýtið þar sem KR er með fullt af frábærum fótboltamönnum,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍA 2-0 | KR með níu fingur á titilinn KR-ingar steig stórt skref í átt að 27. Íslandsmeistaratitlinum með sigri á Skagamönnum. 1. september 2019 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Leik lokið: KR - ÍA 2-0 | KR með níu fingur á titilinn KR-ingar steig stórt skref í átt að 27. Íslandsmeistaratitlinum með sigri á Skagamönnum. 1. september 2019 20:00