Stjórnarandstæðingur segir Trudeau vanhæfan vegna ljósmyndanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. september 2019 19:00 Bandaríska tímaritið Time birti mynd af Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, seint í gær þar sem sjá mátti Kanadamanninn málaðan mun dekkri en hann er í raun, og í grímubúning. Myndin hefur vakið töluverða reiði í Kanada og þykir afar ósmekkleg, hreinlega fordómafull. Trudeau baðst afsökunar í nótt og gekkst við því að hafa málað sig hörundsdökkan oftar. „Ég axla fulla ábyrgð á þessari ákvörðun minni. Ég hefði ekki átt að gera þetta, hefði átt að vita betur. Þetta var eitthvað sem ég taldi ekki rasískt þá en átta mig nú á því að þetta var fordómafullt. Mér þykir þetta afar leitt,“ sagði hann. Stjórnarandstaðan í landinu er allt annað en sátt við forsætisráðherrann vegna málsins. Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði þetta sýna fram á dómgreindarleysi Trudeaus og óheilindi. Hann væri því óhæfur forsætisráðherra. „Með því að farða sig hörundsdökkan gerir maður gys að öðrum á rasískan hátt. Þetta var alveg jafnfordómafullt árið 2001 og það er árið 2019.“Fylgi flokka í KanadaRétt rúmur mánuður er nú í kosningar í Kanada. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif hin umdeilda ljósmynd hefur á fylgi Frjálslynda flokks Trudeaus en fylgið hefur verið að mælast áþekkt því sem Íhaldsflokkurinn hefur. Samkvæmt könnun Nanos Research frá því í gær fengi Frjálslyndi flokkurinn 35 prósent atkvæða en fékk tæp 40% árið 2015. Kanada Tengdar fréttir Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03 Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Bandaríska tímaritið Time birti mynd af Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, seint í gær þar sem sjá mátti Kanadamanninn málaðan mun dekkri en hann er í raun, og í grímubúning. Myndin hefur vakið töluverða reiði í Kanada og þykir afar ósmekkleg, hreinlega fordómafull. Trudeau baðst afsökunar í nótt og gekkst við því að hafa málað sig hörundsdökkan oftar. „Ég axla fulla ábyrgð á þessari ákvörðun minni. Ég hefði ekki átt að gera þetta, hefði átt að vita betur. Þetta var eitthvað sem ég taldi ekki rasískt þá en átta mig nú á því að þetta var fordómafullt. Mér þykir þetta afar leitt,“ sagði hann. Stjórnarandstaðan í landinu er allt annað en sátt við forsætisráðherrann vegna málsins. Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði þetta sýna fram á dómgreindarleysi Trudeaus og óheilindi. Hann væri því óhæfur forsætisráðherra. „Með því að farða sig hörundsdökkan gerir maður gys að öðrum á rasískan hátt. Þetta var alveg jafnfordómafullt árið 2001 og það er árið 2019.“Fylgi flokka í KanadaRétt rúmur mánuður er nú í kosningar í Kanada. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif hin umdeilda ljósmynd hefur á fylgi Frjálslynda flokks Trudeaus en fylgið hefur verið að mælast áþekkt því sem Íhaldsflokkurinn hefur. Samkvæmt könnun Nanos Research frá því í gær fengi Frjálslyndi flokkurinn 35 prósent atkvæða en fékk tæp 40% árið 2015.
Kanada Tengdar fréttir Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03 Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03
Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49