„Orðið ótrúlega langþreytt, fordómafullt og mesta bull sem ég hef heyrt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. september 2019 14:30 Þura Stína segist ekki hafa neitt persónulegt á móti Önnu Svövu. „Ég hef ekki séð þetta uppistand en Lestin á Rás 1 fjallaði um uppistandið og þar kom þetta fram. Fyrstu viðbrögðin mín voru svona sterk aðallega þar sem hún segir að það sé enga góða kvenrappara að finna á Íslandi, sem er í fyrsta lagi ekki sönn staðhæfing en þetta er eins og að segja að allir kvenmenn séu lélegir í einhverju ákveðnu starfi sem er auðvitað ótrúlega litað af sexisma og fáfræði,“ segir Þura Stína sem er í rappsveitinni Reykjavíkurdætrum. Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson. Ekki eru allir parsáttir með umfjöllunarefni sýningarinnar og meðal þeirra er rappsveitin Reykjavíkurdætur. Svo virðist sem gert sé grín á þeirra kostnað í sýningunni og fer þar Anna Svava fremst í flokki. Bæði Þura Stína og Steiney Skúladóttir tjáðu sig um málið á Twitter eins og Lífið greindi frá fyrr í dag. „Að heyra í sífellu að maður geti ekki gert eitthvað vel einungis á þeim forsendum að vera af ákveðnu kyni er bæði orðið ótrúlega langþreytt, fordómafullt og mesta bull sem ég hef heyrt,“ segir Þura og bætir við að Reykjavíkurdætur séu ekki einu kvenrapparnir á landinu. „Þó að við höfum vissulega skapað ákveðið pláss fyrir konur í hip hopi að þá finnst mér ekki skrýtið af hverju það eru ekki að koma upp enn fleiri kvenrapparar á Íslandi ef þetta er ennþá ljóta viðmótið sem samfélagið okkar setur fram.“ Hún segist ekki hafa neitt á móti Önnu Svövu. „Þetta er engin persónleg árás á hennar brandara í einhverju uppistandi og fólk má auðvitað hafa sínar skoðanir á hverju sem er. Heldur snýst þetta meira um öll þau neikvæðu comment sem við erum stanslaust búnar að vera fá frá íslensku samfélagi út frá okkar sköpun og vinnu. Það eru ekki þessi sérstöku ummæli sem eru að koma okkur í opna skjöldu heldur að þetta sé ennþá viðhorfið sem á sér stað þegar ég til dæmis sit og svara fréttamanni á milli þess sem ég er að fara á fundi á erlendri tónlistarhátíð þar sem Reykjavíkurdætur eru að koma fram en ég er á miðju tónleikaferðalagi um Evrópu með hinni íslensku kvenrappsveitinni minni.“Hvað finnst ykkur um að það sé verið að bóka ykkur erlendis en minna hér á landi?„Auðvitað get ég ekki svarað fyrir bókanir á Íslandi beint en það virðist enn vera vandamál fyrir íslenska bókara að finna konur til að bóka en það stafar kannski t.d. af því að þeir/þær hafa ekki einu samband,“ segir Þura sem stödd er í Hamborg í Þýskalandi með Reykjavíkurdætrum en þær koma fram á Reeperbahn festival á föstudaginn. Í þættinum Lestin á Rás 1 segir: „Þeir sem síður eru tilbúnir að hlægja með honum borga sig væntanlega ekki inn á sýningarnar hans. Anna Svava náði fram öðru afhjúpandi augnabliki þegar hún sagði enga góða kvenrappara vera að finna á Íslandi. Salurinn hikaði en þá líkti hún Reykjavíkurdætrum við leirlistaverk sem barnið manns kemur með heim úr skólanum. Manni verður að finnast það stórkostlegt eða allavega þykjast. Við þetta sprakk salurinn og klappaði ákaft.“ Uppistand Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“ Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. 18. september 2019 12:00 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
„Ég hef ekki séð þetta uppistand en Lestin á Rás 1 fjallaði um uppistandið og þar kom þetta fram. Fyrstu viðbrögðin mín voru svona sterk aðallega þar sem hún segir að það sé enga góða kvenrappara að finna á Íslandi, sem er í fyrsta lagi ekki sönn staðhæfing en þetta er eins og að segja að allir kvenmenn séu lélegir í einhverju ákveðnu starfi sem er auðvitað ótrúlega litað af sexisma og fáfræði,“ segir Þura Stína sem er í rappsveitinni Reykjavíkurdætrum. Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson. Ekki eru allir parsáttir með umfjöllunarefni sýningarinnar og meðal þeirra er rappsveitin Reykjavíkurdætur. Svo virðist sem gert sé grín á þeirra kostnað í sýningunni og fer þar Anna Svava fremst í flokki. Bæði Þura Stína og Steiney Skúladóttir tjáðu sig um málið á Twitter eins og Lífið greindi frá fyrr í dag. „Að heyra í sífellu að maður geti ekki gert eitthvað vel einungis á þeim forsendum að vera af ákveðnu kyni er bæði orðið ótrúlega langþreytt, fordómafullt og mesta bull sem ég hef heyrt,“ segir Þura og bætir við að Reykjavíkurdætur séu ekki einu kvenrapparnir á landinu. „Þó að við höfum vissulega skapað ákveðið pláss fyrir konur í hip hopi að þá finnst mér ekki skrýtið af hverju það eru ekki að koma upp enn fleiri kvenrapparar á Íslandi ef þetta er ennþá ljóta viðmótið sem samfélagið okkar setur fram.“ Hún segist ekki hafa neitt á móti Önnu Svövu. „Þetta er engin persónleg árás á hennar brandara í einhverju uppistandi og fólk má auðvitað hafa sínar skoðanir á hverju sem er. Heldur snýst þetta meira um öll þau neikvæðu comment sem við erum stanslaust búnar að vera fá frá íslensku samfélagi út frá okkar sköpun og vinnu. Það eru ekki þessi sérstöku ummæli sem eru að koma okkur í opna skjöldu heldur að þetta sé ennþá viðhorfið sem á sér stað þegar ég til dæmis sit og svara fréttamanni á milli þess sem ég er að fara á fundi á erlendri tónlistarhátíð þar sem Reykjavíkurdætur eru að koma fram en ég er á miðju tónleikaferðalagi um Evrópu með hinni íslensku kvenrappsveitinni minni.“Hvað finnst ykkur um að það sé verið að bóka ykkur erlendis en minna hér á landi?„Auðvitað get ég ekki svarað fyrir bókanir á Íslandi beint en það virðist enn vera vandamál fyrir íslenska bókara að finna konur til að bóka en það stafar kannski t.d. af því að þeir/þær hafa ekki einu samband,“ segir Þura sem stödd er í Hamborg í Þýskalandi með Reykjavíkurdætrum en þær koma fram á Reeperbahn festival á föstudaginn. Í þættinum Lestin á Rás 1 segir: „Þeir sem síður eru tilbúnir að hlægja með honum borga sig væntanlega ekki inn á sýningarnar hans. Anna Svava náði fram öðru afhjúpandi augnabliki þegar hún sagði enga góða kvenrappara vera að finna á Íslandi. Salurinn hikaði en þá líkti hún Reykjavíkurdætrum við leirlistaverk sem barnið manns kemur með heim úr skólanum. Manni verður að finnast það stórkostlegt eða allavega þykjast. Við þetta sprakk salurinn og klappaði ákaft.“
Uppistand Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“ Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. 18. september 2019 12:00 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“ Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. 18. september 2019 12:00