Innlent

Börn með kanna­bis­vökva fyrir raf­rettur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mynd af vökvanum sem lögreglan birti í kvöld.
Mynd af vökvanum sem lögreglan birti í kvöld.
Lögreglunni á Suðurnesjum bárust í dag nokkrar flöskur af vökva sem talið er að sé kannabisvökvi fyrir rafrettur.

Var vökvinn í vörslu barna sem voru byrjuð að fikta við að reykja hann að því er fram kemur í Facebook-færslu lögreglunnar á Suðurnesjum nú í kvöld.

Þar segir að foreldrar barnanna hafi verið vakandi yfir því hvað þau voru að gera á kvöldin og voru með virkar forvarnir í gangi á heimilinu. Þau hafi því náð að grípa tímanlega inn í áður en aðstæður urðu illráðanlegar:

„Að sögn barnanna er mjög mikið af ungu fólki að reykja þennan kannabisblandaða rafrettuvökva í dag.

Við sem foreldrar verðum að fylgjast með og vita hvað börnin okka eru að gera. Aðgengi að fíkniefnum í dag er gríðarlega auðvelt en að sjálfsögðu gerum við lögreglumenn okkar besta við að stemma stigu við þessari vá.

En til að vel takist þá verðum við öll að standa saman.

Við þetta má bæta að ekki er að finna kannabislykt af vökvanum sem okkur barst, heldur er lyktin frekar sæt,“ segir í færslu lögreglunnar sem sjá má hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×