Skeljungur kaupir allt hlutafé í skuldsettum eiganda Kvikk og 10-11 á 30 milljónir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2019 16:25 Verslunum 10-11 hefur farið fækkandi en Samkaup keypti stóran hluta verslananna árið 2018 og breytti í Krambúðir. Fréttablaðið/Vilhelm Olíufélagið Skeljungur hefur keypt allt hlutafé í Basko ehf sem rekur verslanir 10-11 og Kvikk á bensínstöðvum Skeljungs. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljungs til Kauphallar. Kaupin eru gerð með nokkrum fyrirvörum meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupverðið nemur 30 milljónum króna en um leið tekur Skeljungur yfir 300 milljóna króna skuldir. Basko á fimm 10-11 verslanir og rekur fjórtán verslanir undir merkjum Kvikk sem eru reknar við bensínstöðvar Skeljungs. Þá á Basko veitingastaðinn Bad Boys Burgers & Grill, verslunina Kvosina, auk matvöruverslana í Reykjanesbæ og á Akureyri. Undanskilið frá kaupunum er 50% eignarhlutur Basko í Eldum Rétt ehf. Basko er í meirihlutaeigu Horns III slhf., framtakssjóðs. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, ætti að þekkja vel til reksturs 10-11 sem hann stýrði um árabil. Árni Pétur var forstjóri 10-11 um tíma og síðar Basko. Árni Pétur var ráðinn forstjóri Skeljungs í ágúst. Jón Ásgeir Jóhannesson settist á dögunum í stjórn Skeljungs sem fulltrúi 365 miðla, félags í eigu eiginkonu hans Ingibjargar Pálmadóttur. Félagið á 4,32 prósent í Skeljungi. Árni Pétur og Jón Ásgeir þekkjast vel frá fyrri tíð en Árni Pétur stýrði á sínum tíma matvælasviði Baugs Group þar sem Jón Ásgeir var forstjóri.Árni Pétur Jónsson, núverandi forstjóri Skeljungs, var áður forstjóri 10-11.Vísir/GVA300 milljóna skuld Skeljungur áformar að reka Basko sem dótturfélag. Kaupverðið sem Skeljungur greiðir fyrir allt hlutafé Basko nemur 30 milljónum króna en tekur um leið yfir skuldir upp á 300 milljónir króna. Forsendur kaupverðsins eru grundvallaðar á upplýsingum frá seljanda, meðal annars um áætlað uppgjör. „Ráðgert er að heildareignir Basko eftir fjárhagslega endurskipulagningu nemi 1.000-1.100 m.kr. Ráðgert er að vörusala yfirtekins rekstrar á yfirstandandi rekstarári nemi 5.000-5.200 m.kr. Áhrif kaupanna á EBITDA afkomu Skeljungs á þessu ári eru metin óveruleg og ekki til þess fallin að breyta áður útgefinni EBITDA spá. Eftir að rekstrarlegri endurskipulagningu á Basko lýkur er reiknað með að reksturinn muni hafa jákvæð áhrif á EBITDA afkomu Skeljungs sem nemur 100-200 m.kr. á ársgrundvelli,“ segir í tilkynningu frá Skeljungi. „Við sjáum ýmis sóknarfæri með þessum kaupum. Árið 2014 samdi Skeljungur við Basko um rekstur verslana á helstu bensínstöðvum félagsins. Með kaupunum í dag tekur Skeljungur þann rekstur aftur til sín auk þess að eignast nokkrar aðrar matvöruverslanir. Með þessum kaupum erum við að bæta þjónustu við viðskiptavini Orkunnar með því að samtvinna rekstur Kvikk og Orkunnar með meira afgerandi hætti en áður. Basko hefur í gegnum góðar staðsetningar á verslunum sínum mjög sterka stöðu, til að mynda í sölu til ferðamanna. Innan félagsins er mikil þekking á rekstri þægindaverslana sem mun nýtast okkur. Með kaupum þessum stígur Skeljungur ákveðnara skref í smásölurekstri en áður hefur verið gert og horfir til enn frekari uppbyggingar á því sviði,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs. Bensín og olía Markaðir Tengdar fréttir Ingibjörg kaupir í Skeljungi fyrir um 160 milljónir Félagið 365 Invest ehf., sem er alfarið í eigu 365 miðla hf., keypti í hádeginu 20 milljón hluti í Skeljungi. 3. september 2019 15:32 Árni Pétur ráðinn forstjóri Skeljungs Hann hefur unnið með fyrirtækjum sem eru í alþjóðaviðskiptum, s.s. Vodafone, Debenhams, Zara, Top Shop og Iceland. 13. ágúst 2019 11:10 Miklar sveiflur á 365 og Teymi Gengi 365 hækkar um rúm fjörutíu prósent í desember. Kaupréttarsamningar forstjóra 365 og Teymis hafa hækkað um tugi milljóna króna. 15. desember 2006 06:45 Selur í Högum og kaupir í Skeljungi Félagið 365 miðlar, sem er í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, er komið með 7,67 prósenta hlut í Skeljungi. Markaðsvirði hlutarins nemur um 1.300 milljónum króna. 12. apríl 2019 06:45 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Olíufélagið Skeljungur hefur keypt allt hlutafé í Basko ehf sem rekur verslanir 10-11 og Kvikk á bensínstöðvum Skeljungs. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljungs til Kauphallar. Kaupin eru gerð með nokkrum fyrirvörum meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupverðið nemur 30 milljónum króna en um leið tekur Skeljungur yfir 300 milljóna króna skuldir. Basko á fimm 10-11 verslanir og rekur fjórtán verslanir undir merkjum Kvikk sem eru reknar við bensínstöðvar Skeljungs. Þá á Basko veitingastaðinn Bad Boys Burgers & Grill, verslunina Kvosina, auk matvöruverslana í Reykjanesbæ og á Akureyri. Undanskilið frá kaupunum er 50% eignarhlutur Basko í Eldum Rétt ehf. Basko er í meirihlutaeigu Horns III slhf., framtakssjóðs. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, ætti að þekkja vel til reksturs 10-11 sem hann stýrði um árabil. Árni Pétur var forstjóri 10-11 um tíma og síðar Basko. Árni Pétur var ráðinn forstjóri Skeljungs í ágúst. Jón Ásgeir Jóhannesson settist á dögunum í stjórn Skeljungs sem fulltrúi 365 miðla, félags í eigu eiginkonu hans Ingibjargar Pálmadóttur. Félagið á 4,32 prósent í Skeljungi. Árni Pétur og Jón Ásgeir þekkjast vel frá fyrri tíð en Árni Pétur stýrði á sínum tíma matvælasviði Baugs Group þar sem Jón Ásgeir var forstjóri.Árni Pétur Jónsson, núverandi forstjóri Skeljungs, var áður forstjóri 10-11.Vísir/GVA300 milljóna skuld Skeljungur áformar að reka Basko sem dótturfélag. Kaupverðið sem Skeljungur greiðir fyrir allt hlutafé Basko nemur 30 milljónum króna en tekur um leið yfir skuldir upp á 300 milljónir króna. Forsendur kaupverðsins eru grundvallaðar á upplýsingum frá seljanda, meðal annars um áætlað uppgjör. „Ráðgert er að heildareignir Basko eftir fjárhagslega endurskipulagningu nemi 1.000-1.100 m.kr. Ráðgert er að vörusala yfirtekins rekstrar á yfirstandandi rekstarári nemi 5.000-5.200 m.kr. Áhrif kaupanna á EBITDA afkomu Skeljungs á þessu ári eru metin óveruleg og ekki til þess fallin að breyta áður útgefinni EBITDA spá. Eftir að rekstrarlegri endurskipulagningu á Basko lýkur er reiknað með að reksturinn muni hafa jákvæð áhrif á EBITDA afkomu Skeljungs sem nemur 100-200 m.kr. á ársgrundvelli,“ segir í tilkynningu frá Skeljungi. „Við sjáum ýmis sóknarfæri með þessum kaupum. Árið 2014 samdi Skeljungur við Basko um rekstur verslana á helstu bensínstöðvum félagsins. Með kaupunum í dag tekur Skeljungur þann rekstur aftur til sín auk þess að eignast nokkrar aðrar matvöruverslanir. Með þessum kaupum erum við að bæta þjónustu við viðskiptavini Orkunnar með því að samtvinna rekstur Kvikk og Orkunnar með meira afgerandi hætti en áður. Basko hefur í gegnum góðar staðsetningar á verslunum sínum mjög sterka stöðu, til að mynda í sölu til ferðamanna. Innan félagsins er mikil þekking á rekstri þægindaverslana sem mun nýtast okkur. Með kaupum þessum stígur Skeljungur ákveðnara skref í smásölurekstri en áður hefur verið gert og horfir til enn frekari uppbyggingar á því sviði,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs.
Bensín og olía Markaðir Tengdar fréttir Ingibjörg kaupir í Skeljungi fyrir um 160 milljónir Félagið 365 Invest ehf., sem er alfarið í eigu 365 miðla hf., keypti í hádeginu 20 milljón hluti í Skeljungi. 3. september 2019 15:32 Árni Pétur ráðinn forstjóri Skeljungs Hann hefur unnið með fyrirtækjum sem eru í alþjóðaviðskiptum, s.s. Vodafone, Debenhams, Zara, Top Shop og Iceland. 13. ágúst 2019 11:10 Miklar sveiflur á 365 og Teymi Gengi 365 hækkar um rúm fjörutíu prósent í desember. Kaupréttarsamningar forstjóra 365 og Teymis hafa hækkað um tugi milljóna króna. 15. desember 2006 06:45 Selur í Högum og kaupir í Skeljungi Félagið 365 miðlar, sem er í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, er komið með 7,67 prósenta hlut í Skeljungi. Markaðsvirði hlutarins nemur um 1.300 milljónum króna. 12. apríl 2019 06:45 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Ingibjörg kaupir í Skeljungi fyrir um 160 milljónir Félagið 365 Invest ehf., sem er alfarið í eigu 365 miðla hf., keypti í hádeginu 20 milljón hluti í Skeljungi. 3. september 2019 15:32
Árni Pétur ráðinn forstjóri Skeljungs Hann hefur unnið með fyrirtækjum sem eru í alþjóðaviðskiptum, s.s. Vodafone, Debenhams, Zara, Top Shop og Iceland. 13. ágúst 2019 11:10
Miklar sveiflur á 365 og Teymi Gengi 365 hækkar um rúm fjörutíu prósent í desember. Kaupréttarsamningar forstjóra 365 og Teymis hafa hækkað um tugi milljóna króna. 15. desember 2006 06:45
Selur í Högum og kaupir í Skeljungi Félagið 365 miðlar, sem er í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, er komið með 7,67 prósenta hlut í Skeljungi. Markaðsvirði hlutarins nemur um 1.300 milljónum króna. 12. apríl 2019 06:45