Jafntefli í fyrstu leikjum Meistaradeildarinnar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. september 2019 18:45 Alexis Sánchez er í láni hjá Internazionale og er hér með Stefano Sensi. Getty/Giuseppe Cottini Lyon og Zenit gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á nýju tímabili líkt og Inter og Slavia Prag. Lyon tók á móti Zenit í Frakklandi í G-riðli. Það voru gestirnir frá Rússlandi sem komust yfir þegar Sardar Azmoun skoraði rétt fyrir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Artem Dzyuba. Eftir tíu mínútur í seinni hálfleik náði Memphis Depay í vítaspyrnu fyrir Lyon. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði og jafnaði metin fyrir heimamenn. Hvorugt lið náði í sigurmark og skildu þau því jöfn 1-1. Með þeim í riðli eru Leipzig og Benfica en þau eigast við seinna í kvöld. Í F-riðli áttust Inter og Slavia Prag við í Mílanó. Þar var markalaust í hálfleik en á 63. mínútu kom Nígeríumaðurinn Peter Olayinka gestunum yfir. Það stefndi allt í mikilvægan útisigur Slavia þar til komið var fram í uppbótartíma og Nicolo Barella, 22 ára gamall varamaður, jafnaði metin fyrir Inter. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Dortmund og Barcelona eru einnig í F-riðlinum og var bein útsending frá leik þeirra að hefjast á Stöð 2 Sport 3. Meistaradeild Evrópu
Lyon og Zenit gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á nýju tímabili líkt og Inter og Slavia Prag. Lyon tók á móti Zenit í Frakklandi í G-riðli. Það voru gestirnir frá Rússlandi sem komust yfir þegar Sardar Azmoun skoraði rétt fyrir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Artem Dzyuba. Eftir tíu mínútur í seinni hálfleik náði Memphis Depay í vítaspyrnu fyrir Lyon. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði og jafnaði metin fyrir heimamenn. Hvorugt lið náði í sigurmark og skildu þau því jöfn 1-1. Með þeim í riðli eru Leipzig og Benfica en þau eigast við seinna í kvöld. Í F-riðli áttust Inter og Slavia Prag við í Mílanó. Þar var markalaust í hálfleik en á 63. mínútu kom Nígeríumaðurinn Peter Olayinka gestunum yfir. Það stefndi allt í mikilvægan útisigur Slavia þar til komið var fram í uppbótartíma og Nicolo Barella, 22 ára gamall varamaður, jafnaði metin fyrir Inter. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Dortmund og Barcelona eru einnig í F-riðlinum og var bein útsending frá leik þeirra að hefjast á Stöð 2 Sport 3.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti