Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2019 11:26 Ungu karlmennirnir þrír hafa verið í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði síðan um miðjan maí. Vísir/Vilhelm Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Karlmennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi undanfarna fjóra mánuði. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1998, tveir búsettir á höfuðborgarsvæðinu og einn á Austurlandi, hafa eftir því sem fréttastofa kemst næst ekki áður komið við sögu lögreglu. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í félagi staðið að innflutningi á 16,2 kílóum af kókaíni, en fíkniefnin voru ætluð til sölu og dreifingar í ágóðaskyni.Keflavík - Frankfurt - Amsterdam Í ákæru á hendur mönnum segir að tveir þeirra hafi flogið til Frankfurt í Þýskalandi þann 10. maí síðastliðinn þaðan sem þeir tóku lest áfram til Amsterdam í Hollandi. Þar segir að þessir tveir hafi farið að fyrirmælum þriðja mannsins, sem ekki var með í för, og annars ónafngreinds manns. Í Amsterdam hafi þeir hitt tvo óþekkta aðila og tóku hver á móti sinni ferðatöskunni. Í töskunum voru fíkniefnin falin undir fölskum botni, rúm átta kíló í annarri og tæp átta kíló í hinni. Styrkleiki efnanna er sagður mjög mikill eða um og yfir 80 prósent. Eftir að hafa verið í Amsterdam tóku þeir lest aftur til Frankfurt þar sem þeir innrituðu töskurnar með fíkniefnunum í flug til Keflavíkur daginn eftir. Yfirvöld á flugvellinum í Frankfurt fundu fíkniefnin í ferðatösku hjá öðrum þeirra og yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í tösku hins. Báðir voru handteknir við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí. Sá þriðji sem ákærður er í málinu er sagður hafa fengið hina tvo til að flytja inn fíkniefnin, látið þeim í té fé til að kaupa flugmiðana, reiðufé til að kaupa gistingu og gefið þeim fyrirmæli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn þeirra með neinn brotaferil á bakinu en ljóst að þeir eiga yfir höfði sér þungan dóm verði þeir fundnir sekir.Játa minniháttar fíkniefnalagabrot Meðfram málinu eru tveir mannanna ákærðir fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa haft nokkur grömm af kókaíni á heimili sínu eða í fórum sínum. Játuðu þeir sök hvað þetta atriði varðar. Þá neitaði þriðji maðurinn, sá sem er ákærður fyrir skipulagninguna, ákæru sem snýr að peningaþvætti. 3,1 milljón króna fannst á heimili hans í Reykjavík við húsleit lögreglu. Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, sem sækir málið fyrir embætti héraðssaksóknara, upplýsti í þingsal í dag að ný gögn væru komin fram er sneru að því hvernig innflutninginn var fjármagnaður. Sá angi málsins er enn til rannsóknar segir Margrét Unnur í samtali við Vísi. Hún gerir sömuleiðis þá kröfu að farsímar mannanna verði gerðir upptækir, milljónirnar 3,1 auk annars reiðufjár sem fannst á mönnunum. Dómsmál Fíkn Tengdar fréttir Þrír Íslendingar nýskriðnir yfir tvítugt ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn þeirra með neinn brotaferil á bakinu en ljóst að þeir eiga yfir höfði sér þungan dóm. 24. ágúst 2019 12:21 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Karlmennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi undanfarna fjóra mánuði. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1998, tveir búsettir á höfuðborgarsvæðinu og einn á Austurlandi, hafa eftir því sem fréttastofa kemst næst ekki áður komið við sögu lögreglu. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í félagi staðið að innflutningi á 16,2 kílóum af kókaíni, en fíkniefnin voru ætluð til sölu og dreifingar í ágóðaskyni.Keflavík - Frankfurt - Amsterdam Í ákæru á hendur mönnum segir að tveir þeirra hafi flogið til Frankfurt í Þýskalandi þann 10. maí síðastliðinn þaðan sem þeir tóku lest áfram til Amsterdam í Hollandi. Þar segir að þessir tveir hafi farið að fyrirmælum þriðja mannsins, sem ekki var með í för, og annars ónafngreinds manns. Í Amsterdam hafi þeir hitt tvo óþekkta aðila og tóku hver á móti sinni ferðatöskunni. Í töskunum voru fíkniefnin falin undir fölskum botni, rúm átta kíló í annarri og tæp átta kíló í hinni. Styrkleiki efnanna er sagður mjög mikill eða um og yfir 80 prósent. Eftir að hafa verið í Amsterdam tóku þeir lest aftur til Frankfurt þar sem þeir innrituðu töskurnar með fíkniefnunum í flug til Keflavíkur daginn eftir. Yfirvöld á flugvellinum í Frankfurt fundu fíkniefnin í ferðatösku hjá öðrum þeirra og yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í tösku hins. Báðir voru handteknir við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí. Sá þriðji sem ákærður er í málinu er sagður hafa fengið hina tvo til að flytja inn fíkniefnin, látið þeim í té fé til að kaupa flugmiðana, reiðufé til að kaupa gistingu og gefið þeim fyrirmæli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn þeirra með neinn brotaferil á bakinu en ljóst að þeir eiga yfir höfði sér þungan dóm verði þeir fundnir sekir.Játa minniháttar fíkniefnalagabrot Meðfram málinu eru tveir mannanna ákærðir fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa haft nokkur grömm af kókaíni á heimili sínu eða í fórum sínum. Játuðu þeir sök hvað þetta atriði varðar. Þá neitaði þriðji maðurinn, sá sem er ákærður fyrir skipulagninguna, ákæru sem snýr að peningaþvætti. 3,1 milljón króna fannst á heimili hans í Reykjavík við húsleit lögreglu. Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, sem sækir málið fyrir embætti héraðssaksóknara, upplýsti í þingsal í dag að ný gögn væru komin fram er sneru að því hvernig innflutninginn var fjármagnaður. Sá angi málsins er enn til rannsóknar segir Margrét Unnur í samtali við Vísi. Hún gerir sömuleiðis þá kröfu að farsímar mannanna verði gerðir upptækir, milljónirnar 3,1 auk annars reiðufjár sem fannst á mönnunum.
Dómsmál Fíkn Tengdar fréttir Þrír Íslendingar nýskriðnir yfir tvítugt ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn þeirra með neinn brotaferil á bakinu en ljóst að þeir eiga yfir höfði sér þungan dóm. 24. ágúst 2019 12:21 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Þrír Íslendingar nýskriðnir yfir tvítugt ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn þeirra með neinn brotaferil á bakinu en ljóst að þeir eiga yfir höfði sér þungan dóm. 24. ágúst 2019 12:21