Svona standa KR-ingar eftir helstu túlkunum á titlatölfræði íslenska fótboltans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2019 15:45 Óskar Örn Hauksson fagnar titlinum í gær. Vísir/Bára KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 27. skiptið á Hlíðarenda í gær og eru því komnir með fimm titla forskot á nágranna sína í Val á listanum yfir sigursælustu karlalið íslenska fótboltans. KR-ingar unnu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sumarið 1912 og hafa síðan bætt reglulega við Íslandsmeistaratitlum fyrir utan þriggja áratuga svartnætti frá 1968 til 1999. Í þessari tölu erum við að tala um alla Íslandsmeistaratitla, líka titla þegar deildin var aðeins skipuð örfáum liðum, spiluð var bara einföld umferð eða þegar Framarar unnu titilinn tvö ár í röð án þess að spila leik (1913-1914). Sumarið 1918 kepptu í fyrsta sinn fjögur félög um Íslandsmeistaratitilinn þegar Víkingar reyndu sig á móti Fram, KR og Val. Fyrsta fimm liða sumarið var 1926 þegar Eyjamenn komu aftur inn eftir að hafa bara verið með 1912. Deildin varð síðan fyrst sex liða liða deild sumarið 1946. Sjö lið voru fyrst í deildinni 1969 og ári síðar var deildin orðin átta liða. Deildin varð síðan að tíu liða deild 1977 og loks að tólf liða deild árið 2008. Það er athyglisvert að skoða titlasöfnun félaga ef aðeins væri teknir með titlar frá ákveðnum tímamótum í sögu Íslandsmótsins. Þar erum við að tala um atburði eins og þegar Knattspyrnusamband Íslands var stofnað, deildarkeppni var tekin upp eða fyrst var spiluð tvöföld umferð. Fleiri tímamót eru einnig tekin með á listunum sem má sjá alla hér fyrir neðan.Haustið 2003 fagnaði Sigursteinn Gíslason sínum níunda Íslandsmeistaratitli ásamt Magnúsi Sveini syni sínum.Vísir/einar ÓlasonFlestir Íslandsmeistaratitlar: 1. KR 27 2. Valur 22 3. Fram 18 3. ÍA 18 5. FH 8 6. Víkingur R. 5 7. Keflavík 4 8. ÍBV 3 9. KA 1 9. Breiðablik 1 9. Stjarnan 1Flestir Íslandsmeistaratitlar eftir stofnun KSÍ (1947-): 1. ÍA 18 2. KR 17 3. Valur 11 4. FH 8 5. Fram 6 6. Keflavík 4 7. Víkingur R. 3 7. ÍBV 3 9. KA 1 9. Breiðablik 1 9. Stjarnan 1Flestir Íslandsmeistaratitlar eftir deildarskipting var tekin upp (1955-): 1. ÍA 15 2. KR 13 3. Valur 11 4. FH 8 5. Fram 5 6. Keflavík 4 7. Víkingur R. 3 7. ÍBV 3 9. KA 1 9. Breiðablik 1 9. Stjarnan 1Flestir Íslandsmeistaratitlar eftir farið var að spila tvöfalda umferð (1959-): 1. ÍA 13 2. KR 12 3. Valur 10 4. FH 8 5. Fram 5 6. Keflavík 4 7. Víkingur R. 3 7. ÍBV 3 9. KA 1 9. Breiðablik 1 9. Stjarnan 1ÍA varð Íslandsmeistari árið 1994 með þá Sigurð Jónsson, Ólaf Þórðarson og Mihajlo Bibercic innanborðs.Vísir/Brynjar GautiFlestir Íslandsmeistaratitlar í nútíma fótbolta (1977-): 1. ÍA 9 2. FH 8 3. KR 7 3. Valur 7 5. Fram 3 5. Víkingur R. 3 5. ÍBV 3 8. KA 1 8. Breiðablik 1 8. Stjarnan 1Flestir Íslandsmeistaratitlar síðan þriggja stiga regla var tekin upp (1984-): 1. FH 8 2. KR 7 2. ÍA 7 4. Valur 5 5. Fram 3 6. ÍBV 2 7. Víkingur R. 1 7. KA 1 7. Breiðablik 1 7. Stjarnan 1Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var tolleraður í gær.Vísir/BáraFlestir Íslandsmeistaratitlar í tólf liða deild (2008-): 1. FH 5 2. KR 3 3. Valur 2 4. Breiðablik 1 4. Stjarnan 1Flestir Íslandsmeistaratitlar eftir að Rúnar Kristinsson tók fyrst við KR (2010-): 1. KR 3 1. FH 3 3. Valur 2 4. Breiðablik 1 4. Stjarnan 1FH-ingar urðu síðast Íslandsmeistarar sumarið 2016.Vísir/ÞórdísFlestir Íslandsmeistaratitlar á 21. öldinni (2000-): 1. FH 8 2. KR 6 3. Valur 3 4. ÍA 1 4. Breiðablik 1 4. Stjarnan 1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sjá meira
KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 27. skiptið á Hlíðarenda í gær og eru því komnir með fimm titla forskot á nágranna sína í Val á listanum yfir sigursælustu karlalið íslenska fótboltans. KR-ingar unnu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sumarið 1912 og hafa síðan bætt reglulega við Íslandsmeistaratitlum fyrir utan þriggja áratuga svartnætti frá 1968 til 1999. Í þessari tölu erum við að tala um alla Íslandsmeistaratitla, líka titla þegar deildin var aðeins skipuð örfáum liðum, spiluð var bara einföld umferð eða þegar Framarar unnu titilinn tvö ár í röð án þess að spila leik (1913-1914). Sumarið 1918 kepptu í fyrsta sinn fjögur félög um Íslandsmeistaratitilinn þegar Víkingar reyndu sig á móti Fram, KR og Val. Fyrsta fimm liða sumarið var 1926 þegar Eyjamenn komu aftur inn eftir að hafa bara verið með 1912. Deildin varð síðan fyrst sex liða liða deild sumarið 1946. Sjö lið voru fyrst í deildinni 1969 og ári síðar var deildin orðin átta liða. Deildin varð síðan að tíu liða deild 1977 og loks að tólf liða deild árið 2008. Það er athyglisvert að skoða titlasöfnun félaga ef aðeins væri teknir með titlar frá ákveðnum tímamótum í sögu Íslandsmótsins. Þar erum við að tala um atburði eins og þegar Knattspyrnusamband Íslands var stofnað, deildarkeppni var tekin upp eða fyrst var spiluð tvöföld umferð. Fleiri tímamót eru einnig tekin með á listunum sem má sjá alla hér fyrir neðan.Haustið 2003 fagnaði Sigursteinn Gíslason sínum níunda Íslandsmeistaratitli ásamt Magnúsi Sveini syni sínum.Vísir/einar ÓlasonFlestir Íslandsmeistaratitlar: 1. KR 27 2. Valur 22 3. Fram 18 3. ÍA 18 5. FH 8 6. Víkingur R. 5 7. Keflavík 4 8. ÍBV 3 9. KA 1 9. Breiðablik 1 9. Stjarnan 1Flestir Íslandsmeistaratitlar eftir stofnun KSÍ (1947-): 1. ÍA 18 2. KR 17 3. Valur 11 4. FH 8 5. Fram 6 6. Keflavík 4 7. Víkingur R. 3 7. ÍBV 3 9. KA 1 9. Breiðablik 1 9. Stjarnan 1Flestir Íslandsmeistaratitlar eftir deildarskipting var tekin upp (1955-): 1. ÍA 15 2. KR 13 3. Valur 11 4. FH 8 5. Fram 5 6. Keflavík 4 7. Víkingur R. 3 7. ÍBV 3 9. KA 1 9. Breiðablik 1 9. Stjarnan 1Flestir Íslandsmeistaratitlar eftir farið var að spila tvöfalda umferð (1959-): 1. ÍA 13 2. KR 12 3. Valur 10 4. FH 8 5. Fram 5 6. Keflavík 4 7. Víkingur R. 3 7. ÍBV 3 9. KA 1 9. Breiðablik 1 9. Stjarnan 1ÍA varð Íslandsmeistari árið 1994 með þá Sigurð Jónsson, Ólaf Þórðarson og Mihajlo Bibercic innanborðs.Vísir/Brynjar GautiFlestir Íslandsmeistaratitlar í nútíma fótbolta (1977-): 1. ÍA 9 2. FH 8 3. KR 7 3. Valur 7 5. Fram 3 5. Víkingur R. 3 5. ÍBV 3 8. KA 1 8. Breiðablik 1 8. Stjarnan 1Flestir Íslandsmeistaratitlar síðan þriggja stiga regla var tekin upp (1984-): 1. FH 8 2. KR 7 2. ÍA 7 4. Valur 5 5. Fram 3 6. ÍBV 2 7. Víkingur R. 1 7. KA 1 7. Breiðablik 1 7. Stjarnan 1Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var tolleraður í gær.Vísir/BáraFlestir Íslandsmeistaratitlar í tólf liða deild (2008-): 1. FH 5 2. KR 3 3. Valur 2 4. Breiðablik 1 4. Stjarnan 1Flestir Íslandsmeistaratitlar eftir að Rúnar Kristinsson tók fyrst við KR (2010-): 1. KR 3 1. FH 3 3. Valur 2 4. Breiðablik 1 4. Stjarnan 1FH-ingar urðu síðast Íslandsmeistarar sumarið 2016.Vísir/ÞórdísFlestir Íslandsmeistaratitlar á 21. öldinni (2000-): 1. FH 8 2. KR 6 3. Valur 3 4. ÍA 1 4. Breiðablik 1 4. Stjarnan 1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sjá meira