Túfa: Brekkan hefur verið meirihluta sumars og það er ekkert nýtt Gabríel Sighvatsson skrifar 16. september 2019 19:26 Srdjan Tufegdzic. vísir/daníel Srdjan Tufegdzic eða Túfa, þjálfari Grindavíkur, var ekki ánægður með uppskeruna í dag en lið hans náði einungis í eitt stig gegn ÍA í dag. „Þetta leggst ekki vel í mig, ég held við áttum skilið sigur í dag miðað við hvernig liðið spilaði. Miðað við að vera í basli þá er þetta skrifað í skýin að fyrsta skotið á markið okkar er aukaspyrna sem Stefán setur í vinkilinn.“ Grindavík byrjaði ekki vel en átti heilt yfir fínan leik. Þeir voru mjög afgerandi í seinni hálfleik þar sem þeir uppskáru jöfnunarmarkið. „Við fáum nóg af færum í dag, við skorum mark sem ég verð að sjá til á morgun, mér fannst dómarinn leyfa markið og svo er það dæmt af.“ „Við gáfumst aldrei upp og ég er stoltur af því hvernig liðið mitt spilaði í dag á einum erfiðasta útivellinum uppi á Skaga og sérstaklega í þeirri stöðu sem við erum í í dag.“ Túfa var mjög svekktur með niðurstöðuna og fannst þeir hafa átt meira skilið úr þessum leik. „Klárlega, mér fannst við betra liðið, sérstaklega í seinni hálfleik. Við héldum boltanum vel og sköpuðum færi og sköpuðum hættu en það vantar hjá okkur eins og í allt sumar að skora meira en eitt mark til að vinna leiki.“ Grindavík er í mjög erfiðri stöðu en þeir þurfa að vinna báða leikina sem liðið á eftir til að eiga möguleika á að halda sér upp í deildinni. Túfa var þrátt fyrir það nokkuð brattur á því. „Þetta er ekki búið, það er kannski 1% möguleiki fyrir okkur og við höldum áfram á meðan. Brekkan hefur verið meirihluta sumars og það er ekkert nýtt. Ég er þannig gerður að þó það sé aðeins 1% möguleiki á að við björgum okkur þá ætlum við ekkert að hætta. Það þarf engan sérfræðing til að teikna þetta upp en á meðan það er möguleiki þá ætlum við að berjast fyrir því,“ sagði Túfa að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA 1-1 Grindavík | Grindvíkingar björguðu stigi og sætinu tímabundið á Skaganum Grindavík á nánast ómögulegt verk fyrir höndum að reyna að halda sér uppi eftir jafntefli gegn ÍA. 16. september 2019 19:45 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Srdjan Tufegdzic eða Túfa, þjálfari Grindavíkur, var ekki ánægður með uppskeruna í dag en lið hans náði einungis í eitt stig gegn ÍA í dag. „Þetta leggst ekki vel í mig, ég held við áttum skilið sigur í dag miðað við hvernig liðið spilaði. Miðað við að vera í basli þá er þetta skrifað í skýin að fyrsta skotið á markið okkar er aukaspyrna sem Stefán setur í vinkilinn.“ Grindavík byrjaði ekki vel en átti heilt yfir fínan leik. Þeir voru mjög afgerandi í seinni hálfleik þar sem þeir uppskáru jöfnunarmarkið. „Við fáum nóg af færum í dag, við skorum mark sem ég verð að sjá til á morgun, mér fannst dómarinn leyfa markið og svo er það dæmt af.“ „Við gáfumst aldrei upp og ég er stoltur af því hvernig liðið mitt spilaði í dag á einum erfiðasta útivellinum uppi á Skaga og sérstaklega í þeirri stöðu sem við erum í í dag.“ Túfa var mjög svekktur með niðurstöðuna og fannst þeir hafa átt meira skilið úr þessum leik. „Klárlega, mér fannst við betra liðið, sérstaklega í seinni hálfleik. Við héldum boltanum vel og sköpuðum færi og sköpuðum hættu en það vantar hjá okkur eins og í allt sumar að skora meira en eitt mark til að vinna leiki.“ Grindavík er í mjög erfiðri stöðu en þeir þurfa að vinna báða leikina sem liðið á eftir til að eiga möguleika á að halda sér upp í deildinni. Túfa var þrátt fyrir það nokkuð brattur á því. „Þetta er ekki búið, það er kannski 1% möguleiki fyrir okkur og við höldum áfram á meðan. Brekkan hefur verið meirihluta sumars og það er ekkert nýtt. Ég er þannig gerður að þó það sé aðeins 1% möguleiki á að við björgum okkur þá ætlum við ekkert að hætta. Það þarf engan sérfræðing til að teikna þetta upp en á meðan það er möguleiki þá ætlum við að berjast fyrir því,“ sagði Túfa að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA 1-1 Grindavík | Grindvíkingar björguðu stigi og sætinu tímabundið á Skaganum Grindavík á nánast ómögulegt verk fyrir höndum að reyna að halda sér uppi eftir jafntefli gegn ÍA. 16. september 2019 19:45 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Leik lokið: ÍA 1-1 Grindavík | Grindvíkingar björguðu stigi og sætinu tímabundið á Skaganum Grindavík á nánast ómögulegt verk fyrir höndum að reyna að halda sér uppi eftir jafntefli gegn ÍA. 16. september 2019 19:45
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki