Þröng staða fyrir Netanjahú Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. september 2019 19:00 Óvíst er hvort Netanjahú geti myndað stjórn. AP/Amir Cohen Netanjahú gekk illa að mynda stjórn eftir kosningarnar í apríl. Yisrael Beiteinu, flokkur Avigdors Lieberman, vildi ekki starfa með stjórninni sem hafði því ekki meirihluta á þingi. Lieberman var varnarmálaráðherra í fyrri stjórn en lenti upp á kant við Netanjahú því honum þótti hann gefa flokkum heittrúaðra gyðinga innan ríkisstjórnarinnar of mikil völd á kostnað þjóðernishyggjuflokka. Útlit er fyrir að flokkar starfandi ríkisstjórnar fái 54 sæti af 120. Það dugar ekki fyrir meirihluta. Flokkur Liebermans er hins vegar með níu sæti og er augljósasti kosturinn í stöðunni fyrir Netanjahú að reyna að fá hann aftur að borðinu. Ekki er víst að það gangi. Og þótt kannanir geri ráð fyrir því að Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, fái álíka mörg sæti og Líkúd eru stjórnarmyndunarmöguleikar þeirra trúlega minni. Nokkur sundrung er á miðjunni og vinstri vængnum og þyrfti Gantz því á Lieberman að halda. Þriðji möguleikinn er svo sá að Líkúd og Blá og hvít starfi saman, sem þykir ólíklegt. Netanjahú hefur hampað nánu sambandi sínu við Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningabaráttunni, en Bandaríkjamaðurinn hefur meðal annars viðurkennt þá afstöðu Ísraelsstjórnar að Jerúsalem teljist höfuðborg ríkisins, þvert gegn samþykktum alþjóðasamfélagsins. Þá hefur Netanjahú einnig heitið innlimun hluta Vesturbakkans. Ísrael Tengdar fréttir Mjótt á munum fyrir aðrar þingkosningarnar í Ísrael á hálfu ári Líklegast er talið að ekkert skýrt stjórnarmynstur verði í spilunum eftir kosningarnar á morgun. Innan við hálft ár er frá síðustu þingkosningunum en ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir þær. 16. september 2019 11:04 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Netanjahú gekk illa að mynda stjórn eftir kosningarnar í apríl. Yisrael Beiteinu, flokkur Avigdors Lieberman, vildi ekki starfa með stjórninni sem hafði því ekki meirihluta á þingi. Lieberman var varnarmálaráðherra í fyrri stjórn en lenti upp á kant við Netanjahú því honum þótti hann gefa flokkum heittrúaðra gyðinga innan ríkisstjórnarinnar of mikil völd á kostnað þjóðernishyggjuflokka. Útlit er fyrir að flokkar starfandi ríkisstjórnar fái 54 sæti af 120. Það dugar ekki fyrir meirihluta. Flokkur Liebermans er hins vegar með níu sæti og er augljósasti kosturinn í stöðunni fyrir Netanjahú að reyna að fá hann aftur að borðinu. Ekki er víst að það gangi. Og þótt kannanir geri ráð fyrir því að Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, fái álíka mörg sæti og Líkúd eru stjórnarmyndunarmöguleikar þeirra trúlega minni. Nokkur sundrung er á miðjunni og vinstri vængnum og þyrfti Gantz því á Lieberman að halda. Þriðji möguleikinn er svo sá að Líkúd og Blá og hvít starfi saman, sem þykir ólíklegt. Netanjahú hefur hampað nánu sambandi sínu við Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningabaráttunni, en Bandaríkjamaðurinn hefur meðal annars viðurkennt þá afstöðu Ísraelsstjórnar að Jerúsalem teljist höfuðborg ríkisins, þvert gegn samþykktum alþjóðasamfélagsins. Þá hefur Netanjahú einnig heitið innlimun hluta Vesturbakkans.
Ísrael Tengdar fréttir Mjótt á munum fyrir aðrar þingkosningarnar í Ísrael á hálfu ári Líklegast er talið að ekkert skýrt stjórnarmynstur verði í spilunum eftir kosningarnar á morgun. Innan við hálft ár er frá síðustu þingkosningunum en ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir þær. 16. september 2019 11:04 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Mjótt á munum fyrir aðrar þingkosningarnar í Ísrael á hálfu ári Líklegast er talið að ekkert skýrt stjórnarmynstur verði í spilunum eftir kosningarnar á morgun. Innan við hálft ár er frá síðustu þingkosningunum en ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir þær. 16. september 2019 11:04