Með íslenska auðn í París Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2019 10:00 Guðrún var að velja myndir þegar ljósmyndarann bar að garði. Fréttablaðið/Ernir Sýningin er án titils og hver og einn þátttakandi ræður hvað hann velur á hana. Það verður alls konar list, meðal annars ljóð,“ segir Guðrún Nielsen myndlistarkona sem er meðal 21 þátttakanda á stuttri samsýningu í París sem opnuð verður á mánudaginn. „Ég fer með ljósmyndir, þær eru úr sýningu sem ég nefni Auðn,“ upplýsir Guðrún. „Upphaflega er ég skúlptúrkona en hef verið að vinna með ljósmyndir inn á milli og tek heilmikið af þeim. Nú er til dæmis að ljúka sýningu hjá breska skúlptúrfélaginu. Þar var ég með veggverk úr fjallaseríu sem byggist á snævi drifnum ruslafjöllum í Gufunesinu.“ Í seríunni Auðn hefur Guðrún blandað saman nýjum og gömlum myndum. „Ég tók grunnmyndirnar sjálf og fékk gamlar myndir hjá föður mínum, Ólafi Nielsen, sem er gamall fjallakarl. Ég hef aldrei verið fyrir fjallaferðir en fór með pabba í sumar upp í Jökulheima og hann sagði mér sögur frá ferðum sínum um miðja síðustu öld, þegar snjórinn umlukti allt. Skálinn sem við stóðum hjá þegar ég tók mínar myndir var þá alveg við jökulræturnar en nú hefur jökullinn hopað um á að giska tíu kílómetra. Þarna er bara auðn sem Tungná hefur skilið eftir en einstaka jurt skýtur þó upp kollinum, meðal annars holtasóley. Reyndar líka rabarabari, vinur hans pabba fór með rót þangað og hún tórir enn. En myndirnar eru draugalegar.“ Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sýningin er án titils og hver og einn þátttakandi ræður hvað hann velur á hana. Það verður alls konar list, meðal annars ljóð,“ segir Guðrún Nielsen myndlistarkona sem er meðal 21 þátttakanda á stuttri samsýningu í París sem opnuð verður á mánudaginn. „Ég fer með ljósmyndir, þær eru úr sýningu sem ég nefni Auðn,“ upplýsir Guðrún. „Upphaflega er ég skúlptúrkona en hef verið að vinna með ljósmyndir inn á milli og tek heilmikið af þeim. Nú er til dæmis að ljúka sýningu hjá breska skúlptúrfélaginu. Þar var ég með veggverk úr fjallaseríu sem byggist á snævi drifnum ruslafjöllum í Gufunesinu.“ Í seríunni Auðn hefur Guðrún blandað saman nýjum og gömlum myndum. „Ég tók grunnmyndirnar sjálf og fékk gamlar myndir hjá föður mínum, Ólafi Nielsen, sem er gamall fjallakarl. Ég hef aldrei verið fyrir fjallaferðir en fór með pabba í sumar upp í Jökulheima og hann sagði mér sögur frá ferðum sínum um miðja síðustu öld, þegar snjórinn umlukti allt. Skálinn sem við stóðum hjá þegar ég tók mínar myndir var þá alveg við jökulræturnar en nú hefur jökullinn hopað um á að giska tíu kílómetra. Þarna er bara auðn sem Tungná hefur skilið eftir en einstaka jurt skýtur þó upp kollinum, meðal annars holtasóley. Reyndar líka rabarabari, vinur hans pabba fór með rót þangað og hún tórir enn. En myndirnar eru draugalegar.“
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira