Fleiri á móti hernaðaruppbyggingu Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. september 2019 08:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittust á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar Pence kom hingað í opinbera heimsókn í síðustu viku. Honum varð tíðrætt um öryggis- og varnarmál í heimsókninni og mikilvægi þeirra en ef marka má könnunina vilja kjósendur Katrínar ekki sjá mikið af hernaðaruppbyggingu hér á landi. vísir/vilhelm Rúm 52 prósent þeirra sem taka afstöðu eru andvíg frekari uppbyggingu á vegum Bandaríkjahers á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladis.is. Tæpur fjórðungur er hlynntur frekari uppbyggingu og álíka margir segjast hvorki hlynntir né andvígir. Konur eru mun líklegri en karlar til að vera andvígar uppbyggingu Bandaríkjahers. Um 64 prósent kvenna eru andvíg en aðeins 12 prósent hlynnt. Munurinn er minni meðal karla en 41 prósent þeirra er andvígt uppbyggingunni en 35 prósent hlynnt. Í sumar var greint frá því að bandaríski flugherinn hygðist verja um sjö milljörðum króna til framkvæmda á varnarsvæðinu á næsta ári í samræmi við yfirlýsingar íslenskra og bandarískra stjórnvalda frá 2016. Bandarísk stjórnvöld hafa á síðustu misserum sýnt norðurslóðum meiri áhuga eins og heimsókn Mikes Pence varaforseta ber vitni um. Minnstur stuðningur við uppbygginguna mælist í yngsta aldurshópnum en aðeins níu prósent í aldurshópnum 18-24 ára eru hlynnt en 62 prósent andvíg. Sé horft til búsetu er áberandi mestur stuðningur við uppbyggingu hersins á Reykjanesi þar sem 47 prósent eru hlynnt en 23 prósent andvíg. Aðeins á Reykjanesi og Vestfjörðum eru fleiri hlynntir en andvígir uppbyggingunni. Þá er mikill munur á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður. Stuðningur við uppbyggingu hersins mælist þannig aðeins fjögur prósent hjá Vinstri grænum, sjö prósent meðal Pírata og tíu prósent meðal Samfylkingarfólks. Að sama skapi eru 87 prósent Vinstri grænna andvíg, 76 prósent Pírata og 77 prósent Samfylkingarfólks. Mestur stuðningur við uppbyggingu hersins mælist hjá kjósendum Miðflokksins en helmingur þeirra er hlynntur henni á meðan 22 prósent eru andvíg. Þá eru 44 prósent Sjálfstæðismanna hlynnt uppbyggingunni en 24 prósent andvíg. Kjósendur Framsóknarflokksins skiptast nokkurn veginn í jafn stóra hópa eftir afstöðu sinni. Kjósendur Viðreisnar eru ekki mjög spenntir fyrir uppbyggingu hersins en 22 prósent þeirra eru hlynnt henni á meðan 59 prósent eru andvíg. Könnunin var framkvæmd 5. til 9. september síðast liðinn og var send á 2.100 einstaklinga í könnunarhópi Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 52 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Varnarmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Rúm 52 prósent þeirra sem taka afstöðu eru andvíg frekari uppbyggingu á vegum Bandaríkjahers á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladis.is. Tæpur fjórðungur er hlynntur frekari uppbyggingu og álíka margir segjast hvorki hlynntir né andvígir. Konur eru mun líklegri en karlar til að vera andvígar uppbyggingu Bandaríkjahers. Um 64 prósent kvenna eru andvíg en aðeins 12 prósent hlynnt. Munurinn er minni meðal karla en 41 prósent þeirra er andvígt uppbyggingunni en 35 prósent hlynnt. Í sumar var greint frá því að bandaríski flugherinn hygðist verja um sjö milljörðum króna til framkvæmda á varnarsvæðinu á næsta ári í samræmi við yfirlýsingar íslenskra og bandarískra stjórnvalda frá 2016. Bandarísk stjórnvöld hafa á síðustu misserum sýnt norðurslóðum meiri áhuga eins og heimsókn Mikes Pence varaforseta ber vitni um. Minnstur stuðningur við uppbygginguna mælist í yngsta aldurshópnum en aðeins níu prósent í aldurshópnum 18-24 ára eru hlynnt en 62 prósent andvíg. Sé horft til búsetu er áberandi mestur stuðningur við uppbyggingu hersins á Reykjanesi þar sem 47 prósent eru hlynnt en 23 prósent andvíg. Aðeins á Reykjanesi og Vestfjörðum eru fleiri hlynntir en andvígir uppbyggingunni. Þá er mikill munur á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður. Stuðningur við uppbyggingu hersins mælist þannig aðeins fjögur prósent hjá Vinstri grænum, sjö prósent meðal Pírata og tíu prósent meðal Samfylkingarfólks. Að sama skapi eru 87 prósent Vinstri grænna andvíg, 76 prósent Pírata og 77 prósent Samfylkingarfólks. Mestur stuðningur við uppbyggingu hersins mælist hjá kjósendum Miðflokksins en helmingur þeirra er hlynntur henni á meðan 22 prósent eru andvíg. Þá eru 44 prósent Sjálfstæðismanna hlynnt uppbyggingunni en 24 prósent andvíg. Kjósendur Framsóknarflokksins skiptast nokkurn veginn í jafn stóra hópa eftir afstöðu sinni. Kjósendur Viðreisnar eru ekki mjög spenntir fyrir uppbyggingu hersins en 22 prósent þeirra eru hlynnt henni á meðan 59 prósent eru andvíg. Könnunin var framkvæmd 5. til 9. september síðast liðinn og var send á 2.100 einstaklinga í könnunarhópi Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 52 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Varnarmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira