Ætlar ekki að þræta við Ingu Sæland um hver sé mesti öryrkinn á Alþingi Andri Eysteinsson skrifar 12. september 2019 18:59 Steinunn Þóra og Inga skipust á orðum í dag. Samsett/ Alþingi/Vilhelm Hörð orðaskipti voru á milli Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri Grænna, og Ingu Sæland, formanns Flokks Fólksins á meðan að umræður um fjármálafrumvarpið stóðu yfir á Alþingi í dag. Steinunn kvaðst ósátt með málflutning Ingu varðandi meintan forgang Alþingismanna í heilbrigðiskerfinu og sagði Alþingismenn ekki vera í keppni um hver væri mesti öryrkinn. Inga og Steinunn Þóra eru báðar öryrkjar og hafa beitt sér fyrir málefnum hópsins í störfum sínum. Þá hefur Steinunn unnið ýmis trúnaðarstörf fyrir Örykjabandalagið og MS-félag Íslands, auk þess sem hún er með MA-próf í fötlunarfræði frá Háskóla Íslands. Inga tók til máls á Alþingi í dag og gerði biðtíma í heilbrigðisþjónustunni að umræðuefni sínu, sagði hún finna fyrir minni biðtíma eftir að þingferill hennar hófst. „Landsmenn eru almennt mjög ósáttir við endalausa bið í heilbrigðiskerfinu. Ég verð að viðurkenna það að við hefðum nú öll gott af því að kíkja á þá og þykjast vera einhver önnur en við erum til þess að við fengum ekki að ganga fram fyrir röðina. Vera hinn almenni Íslendingur sem þarf að leita á náðir heilbrigðiskerfisins,“ sagði Inga.Steinunn Þóra var á öðru máli og svaraði ræðu Ingu og sagði orð hennar bull. „Ég vil mótmæla því sem mátti skilja af ræðu Ingu Sæland um að Alþingismenn nytu einhverskonar forgangs í heilbrigðisþjónustunni, að við þyrftum að prufa að bíða eftir því að okkur kæmi eins og annar almenningur í landinu, þvílíkt og annað eins bull. Okkar góða heilbrigðisstarfsfólk mismunar ekki eftir því hvort fólk er Alþingismenn eða gegna öðrum stöðum,“ sagði Steinunn Þóra Árnadóttir. „Ég veit ekki hvernig það stendur á því að þingmaðurinn hefur ekki áttað sig á því að við tilheyrum forréttindahópi. Síðan ég varð þingmaður hefur líf mitt algjörlega gjörbreyst í allri þjónustu sem lýtur að mér úti í samfélaginu,“ svaraði Inga og nefnir hraðari þjónustu sem hún fær hjá Tryggingastofnun.„Háttvirtur þingmaður hefur aldrei vitað hvernig er að lifa á örorkubótum“Inga ræddi þá stöðu Steinunnar, „háttvirtur þingmaður hefur aldrei á sinni ævi vitað það hvernig er að lifa á örorkubótum. Hvernig maður upplifir sína stöðu, að þurfa að reiða á sig á þá ölmusu eða hafa ekki gert það, ég býst við því að það sé ekki sambærilegt.“ Steinunn Þóra tók þá aftur til máls og sagðist gáttuð á orðum Ingu Sæland en eins og áður segir er Steinunn Þóra sjálf öryrki. „Kynnir háttvirtur þingmaður sig sem Alþingismann þegar hún sækir sér þjónustu? Það er mín reynsla að þeir sem starfa í opinberum kerfum eru faglegir, hvort sem þeir kannast við nafnið manns eða ekki“ sagði Steinunn Þóra og hélt áfram að gagnrýna orð Ingu. „Ég ætla ekki að detta niður í það að þræta um hver er mesti öryrkinn hér inni eða hefur verið hér lengst. Þetta er ekki keppni um það hver það er sem hefur lifað við einhver kjör í lengstan tíma. Hér snýst þetta um að við erum að forgangsraða fjármunum inn í samfélagið og það er mikilvægt að fólk með allskonar þekkingu og allskonar reynslu komi að málunum,“ sagði Steinunn. Inga kom svo í pontu og svaraði Steinunni, eftir að hafa gagnrýnt hróp og köll Alþingismanna í salnum þvertók hún fyrir það að kynna sig sem Alþingismann þegar hún leitaði þjónustu. Sagði hún einnig að Steinunn Þóra hafi snúið út úr orðum sínum sem við komu áðurnefndri keppni. Alþingi Félagsmál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Hörð orðaskipti voru á milli Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri Grænna, og Ingu Sæland, formanns Flokks Fólksins á meðan að umræður um fjármálafrumvarpið stóðu yfir á Alþingi í dag. Steinunn kvaðst ósátt með málflutning Ingu varðandi meintan forgang Alþingismanna í heilbrigðiskerfinu og sagði Alþingismenn ekki vera í keppni um hver væri mesti öryrkinn. Inga og Steinunn Þóra eru báðar öryrkjar og hafa beitt sér fyrir málefnum hópsins í störfum sínum. Þá hefur Steinunn unnið ýmis trúnaðarstörf fyrir Örykjabandalagið og MS-félag Íslands, auk þess sem hún er með MA-próf í fötlunarfræði frá Háskóla Íslands. Inga tók til máls á Alþingi í dag og gerði biðtíma í heilbrigðisþjónustunni að umræðuefni sínu, sagði hún finna fyrir minni biðtíma eftir að þingferill hennar hófst. „Landsmenn eru almennt mjög ósáttir við endalausa bið í heilbrigðiskerfinu. Ég verð að viðurkenna það að við hefðum nú öll gott af því að kíkja á þá og þykjast vera einhver önnur en við erum til þess að við fengum ekki að ganga fram fyrir röðina. Vera hinn almenni Íslendingur sem þarf að leita á náðir heilbrigðiskerfisins,“ sagði Inga.Steinunn Þóra var á öðru máli og svaraði ræðu Ingu og sagði orð hennar bull. „Ég vil mótmæla því sem mátti skilja af ræðu Ingu Sæland um að Alþingismenn nytu einhverskonar forgangs í heilbrigðisþjónustunni, að við þyrftum að prufa að bíða eftir því að okkur kæmi eins og annar almenningur í landinu, þvílíkt og annað eins bull. Okkar góða heilbrigðisstarfsfólk mismunar ekki eftir því hvort fólk er Alþingismenn eða gegna öðrum stöðum,“ sagði Steinunn Þóra Árnadóttir. „Ég veit ekki hvernig það stendur á því að þingmaðurinn hefur ekki áttað sig á því að við tilheyrum forréttindahópi. Síðan ég varð þingmaður hefur líf mitt algjörlega gjörbreyst í allri þjónustu sem lýtur að mér úti í samfélaginu,“ svaraði Inga og nefnir hraðari þjónustu sem hún fær hjá Tryggingastofnun.„Háttvirtur þingmaður hefur aldrei vitað hvernig er að lifa á örorkubótum“Inga ræddi þá stöðu Steinunnar, „háttvirtur þingmaður hefur aldrei á sinni ævi vitað það hvernig er að lifa á örorkubótum. Hvernig maður upplifir sína stöðu, að þurfa að reiða á sig á þá ölmusu eða hafa ekki gert það, ég býst við því að það sé ekki sambærilegt.“ Steinunn Þóra tók þá aftur til máls og sagðist gáttuð á orðum Ingu Sæland en eins og áður segir er Steinunn Þóra sjálf öryrki. „Kynnir háttvirtur þingmaður sig sem Alþingismann þegar hún sækir sér þjónustu? Það er mín reynsla að þeir sem starfa í opinberum kerfum eru faglegir, hvort sem þeir kannast við nafnið manns eða ekki“ sagði Steinunn Þóra og hélt áfram að gagnrýna orð Ingu. „Ég ætla ekki að detta niður í það að þræta um hver er mesti öryrkinn hér inni eða hefur verið hér lengst. Þetta er ekki keppni um það hver það er sem hefur lifað við einhver kjör í lengstan tíma. Hér snýst þetta um að við erum að forgangsraða fjármunum inn í samfélagið og það er mikilvægt að fólk með allskonar þekkingu og allskonar reynslu komi að málunum,“ sagði Steinunn. Inga kom svo í pontu og svaraði Steinunni, eftir að hafa gagnrýnt hróp og köll Alþingismanna í salnum þvertók hún fyrir það að kynna sig sem Alþingismann þegar hún leitaði þjónustu. Sagði hún einnig að Steinunn Þóra hafi snúið út úr orðum sínum sem við komu áðurnefndri keppni.
Alþingi Félagsmál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent