Rukka lengur og meira og gjaldskylda á sunnudögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2019 12:17 Það verður dýrar að leggja bílnum í miðborginni með samþykkt tillögunnar. Vísir/vilhelm Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að lengja gjaldskyldutíma bifreiða á gjaldsvæði 1 í Reykjavík, auk þess sem gjaldskylda verður tekin upp á sunnudögum. Þá verður gjaldskrá einnig hækkuð á öllum gjaldsvæðum í borginni.Sjá einnig: Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og aðalmaður í skipulags- og samgönguráði greindi frá samþyktinni á Twitter-reikningi sínum í gær.Í skipulags og samgönguráði samþykktum við að lengja gjaldskyldutíma til kl. 20 á vinsælustu stöðum. Þá verður tekin upp gjaldskylda á sunnudögum #aðförin #scpv— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) September 11, 2019 Gjaldskyldutillögurnar voru samþykktar í ráðinu af borgarfulltrúum Viðreisnar, Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Í samþykktinni, sem nú er aðgengileg í fundargerð ráðsins á vef Reykjavíkurborgar, kemur fram að gjaldsvæði í borginni verði stækkað og afmarkast nú eins og sést á meðfylgjandi korti. Þá verður Borgartún gert að gjaldsvæði 1 í stað gjaldsvæðis 2, frá Katrínartúni að Bríetartúni.Skjáskot/ReykjavíkurborgEinnig verður gjaldskylda lengd á gjaldsvæði 1, að undanskildu Borgartúni, frá 9-20 virka daga og frá 10-20 á laugardögum. Þá verði gjaldskylda sett á svæðið á sunnudögum frá 10-16, einnig að undanskildu Borgartúni. Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. Gjald hækkað fyrir gjaldsvæði 1 úr 340 kr/klst í 400 kr/klst og á gjaldsvæði 2 og 4 úr 190 kr/klst í 200 kr/klst. Á gjaldsvæði 3 verður sú breyting gerð að gjaldið verði 100 kr/klst í stða þess að vera 190 kr/klst fyrir fyrstu tvær klukkustundirnar og 55 kr/klst eftir það. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði lagði fram eftirfarandi bókun við afgreiðslu málsins:Nú er lagt til að lengja gjaldskyldutímann, hafa gjaldskyldu á sunnudögum og gera fleiri gjaldsvæði að gjaldsvæði 1. Allt snýst þetta um að gera bílafólki eins erfitt fyrir og hægt er, að koma á bílnum sínum í bæinn. Annar ávinningur er ekki sýnilegur. Afleiðingar munu ekki standa á sér, æ fleiri Íslendingar, íbúar úthverfa munu hætta að leggja leið sína í bæinn. Þetta eru harkalegar aðgerðir á meðan ekki er boðið upp á strætó sem fýsilegan kost. Flokkur fólksins vill ítreka að borgin er fyrir alla, líka þá sem koma á bíl sínum. Í það minnsta er nokkuð ljóst að þetta mun varla leiða til þess fólk sem býr langt frá miðbænum ákveði nú að leggja bíl sinum og koma hjólandi í miðbæinn. Allir vita að það mun varla gerast. Fólk notar bíl sinn af mörgum ástæðum. Gagnbókun fulltrúa Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar hljóðaði svo:Stækkun gjaldskyldra svæða og lenging gjaldskyldutíma er í samræmi við þá stefnu sem mótuð hefur verið og útfærð í stýrihópi um bílastæðamál. Markmiðin eru: betri stýring umferðar, hagkvæmari nýting stæða og auknar tekjur. Sanngjörn gjaldtaka hvetur til fjölbreyttari ferðamáta og minnkar umfang þess að fallegt borgarrými sé nýtt sem langtímageymslusvæði fyrir bíla. Bílar Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. 4. júlí 2019 14:26 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að lengja gjaldskyldutíma bifreiða á gjaldsvæði 1 í Reykjavík, auk þess sem gjaldskylda verður tekin upp á sunnudögum. Þá verður gjaldskrá einnig hækkuð á öllum gjaldsvæðum í borginni.Sjá einnig: Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og aðalmaður í skipulags- og samgönguráði greindi frá samþyktinni á Twitter-reikningi sínum í gær.Í skipulags og samgönguráði samþykktum við að lengja gjaldskyldutíma til kl. 20 á vinsælustu stöðum. Þá verður tekin upp gjaldskylda á sunnudögum #aðförin #scpv— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) September 11, 2019 Gjaldskyldutillögurnar voru samþykktar í ráðinu af borgarfulltrúum Viðreisnar, Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Í samþykktinni, sem nú er aðgengileg í fundargerð ráðsins á vef Reykjavíkurborgar, kemur fram að gjaldsvæði í borginni verði stækkað og afmarkast nú eins og sést á meðfylgjandi korti. Þá verður Borgartún gert að gjaldsvæði 1 í stað gjaldsvæðis 2, frá Katrínartúni að Bríetartúni.Skjáskot/ReykjavíkurborgEinnig verður gjaldskylda lengd á gjaldsvæði 1, að undanskildu Borgartúni, frá 9-20 virka daga og frá 10-20 á laugardögum. Þá verði gjaldskylda sett á svæðið á sunnudögum frá 10-16, einnig að undanskildu Borgartúni. Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. Gjald hækkað fyrir gjaldsvæði 1 úr 340 kr/klst í 400 kr/klst og á gjaldsvæði 2 og 4 úr 190 kr/klst í 200 kr/klst. Á gjaldsvæði 3 verður sú breyting gerð að gjaldið verði 100 kr/klst í stða þess að vera 190 kr/klst fyrir fyrstu tvær klukkustundirnar og 55 kr/klst eftir það. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði lagði fram eftirfarandi bókun við afgreiðslu málsins:Nú er lagt til að lengja gjaldskyldutímann, hafa gjaldskyldu á sunnudögum og gera fleiri gjaldsvæði að gjaldsvæði 1. Allt snýst þetta um að gera bílafólki eins erfitt fyrir og hægt er, að koma á bílnum sínum í bæinn. Annar ávinningur er ekki sýnilegur. Afleiðingar munu ekki standa á sér, æ fleiri Íslendingar, íbúar úthverfa munu hætta að leggja leið sína í bæinn. Þetta eru harkalegar aðgerðir á meðan ekki er boðið upp á strætó sem fýsilegan kost. Flokkur fólksins vill ítreka að borgin er fyrir alla, líka þá sem koma á bíl sínum. Í það minnsta er nokkuð ljóst að þetta mun varla leiða til þess fólk sem býr langt frá miðbænum ákveði nú að leggja bíl sinum og koma hjólandi í miðbæinn. Allir vita að það mun varla gerast. Fólk notar bíl sinn af mörgum ástæðum. Gagnbókun fulltrúa Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar hljóðaði svo:Stækkun gjaldskyldra svæða og lenging gjaldskyldutíma er í samræmi við þá stefnu sem mótuð hefur verið og útfærð í stýrihópi um bílastæðamál. Markmiðin eru: betri stýring umferðar, hagkvæmari nýting stæða og auknar tekjur. Sanngjörn gjaldtaka hvetur til fjölbreyttari ferðamáta og minnkar umfang þess að fallegt borgarrými sé nýtt sem langtímageymslusvæði fyrir bíla.
Bílar Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. 4. júlí 2019 14:26 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. 4. júlí 2019 14:26