Rósa og Brynjar hafa ekkert til að tala um Aðalheiður Ámundadóttir og Björn Þorfinsson skrifar 12. september 2019 06:15 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, mun sitja við hliðina á Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Hann var þó ekki mættur til að hlýða á stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi. Fréttablaðið/Valli Dregið var um sætaskipan á Alþingi þegar þing kom saman á þriðjudag, með venjubundinni aðferð sem sumir kenna við Harry Potter og flokkunarhatt Hogwartskóla. Ekki eru öll sætin jafn góð og þingmenn misánægðir með sessunauta. „Við Willum Þór getum rætt knattspyrnu enda einhverjir gáfuðustu menn um knattspyrnu um allt Ísland, að eigin mati,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um nýjan sessunaut sinn á hægri hönd, Willum Þór Þórsson. „En ég er ekki viss um að samtöl okkar Rósu verði með sama hætti,“ bætir Brynjar við og vísar til nýs sessunautar síns á vinstri hönd, Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Brynjar segir þau Rósu ekki eiga neitt sameiginlegt eða mjög lítið svo vitað sé. „Ég tel að það séu ekki nokkrar líkur á því að við munum eiga samræður um annað en pólitík og þá til að deila,“ Rósa Björk tekur í sama streng. „Ég býst ekki við að tala mikið við Brynjar í vetur enda hef ég ansi lítið til að tala um við hann,“ segir Rósa um sessunaut sinn og félaga í stjórnarsamstarfinu. „Ég hlakka bara til sambýlisins við Ingu Sæland. Ég er viss um að það verður skemmtilegt. Þó við séum í grundvallaratriðum ósammála í mörgum málum þá kemur okkur ágætlega saman,“ segir Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, um formann Flokks fólksins sem situr honum á hægri hönd. Að hans sögn eru samskipti milli þingmanna yfirleitt mjög góð en vissulega komi erfiðir dagar. „Þegar verið er að ræða erfið mál inni í þingsal og upp úr sýður þá geta samskiptin stundum orðið allt að því fjandsamleg milli einstakra þingmanna og þingflokka. Mín reynsla er þó sú að slík tímabil gangi fljótt yfir og allt fellur síðan í ljúfa löð,“ segir Birgir. Hann játar enn fremur að töluverð spenna sé meðal þingmanna áður en sætaskipan er kynnt á hverju hausti. Spennan snýst þó ekki um sessunauta heldur miklu frekar staðsetningu. „Þingsalurinn er hannaður þannig að sum sæti eru verri en önnur. Sætin í miðju þingsalarins eru óvinsælust því þá þarftu sífellt að troðast fram hjá öðrum þingmönnum til þess að komast að þínu sæti,“ segir Birgir. Sjálfur er Birgir afar farsæll í sætahappdrættinu sem skýrist af „smá svindli“. „Þingflokksformönnum er úthlutað sætum með góðu aðgengi því þeir þurfa að vera mjög hreyfanlegir til þess að koma fram margs konar athugasemdum við þingstörfin. Það er því dregið úr þessum góðu sætum í sérstöku happdrætti milli þingflokksformanna,“ segir Birgir. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Dregið var um sætaskipan á Alþingi þegar þing kom saman á þriðjudag, með venjubundinni aðferð sem sumir kenna við Harry Potter og flokkunarhatt Hogwartskóla. Ekki eru öll sætin jafn góð og þingmenn misánægðir með sessunauta. „Við Willum Þór getum rætt knattspyrnu enda einhverjir gáfuðustu menn um knattspyrnu um allt Ísland, að eigin mati,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um nýjan sessunaut sinn á hægri hönd, Willum Þór Þórsson. „En ég er ekki viss um að samtöl okkar Rósu verði með sama hætti,“ bætir Brynjar við og vísar til nýs sessunautar síns á vinstri hönd, Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Brynjar segir þau Rósu ekki eiga neitt sameiginlegt eða mjög lítið svo vitað sé. „Ég tel að það séu ekki nokkrar líkur á því að við munum eiga samræður um annað en pólitík og þá til að deila,“ Rósa Björk tekur í sama streng. „Ég býst ekki við að tala mikið við Brynjar í vetur enda hef ég ansi lítið til að tala um við hann,“ segir Rósa um sessunaut sinn og félaga í stjórnarsamstarfinu. „Ég hlakka bara til sambýlisins við Ingu Sæland. Ég er viss um að það verður skemmtilegt. Þó við séum í grundvallaratriðum ósammála í mörgum málum þá kemur okkur ágætlega saman,“ segir Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, um formann Flokks fólksins sem situr honum á hægri hönd. Að hans sögn eru samskipti milli þingmanna yfirleitt mjög góð en vissulega komi erfiðir dagar. „Þegar verið er að ræða erfið mál inni í þingsal og upp úr sýður þá geta samskiptin stundum orðið allt að því fjandsamleg milli einstakra þingmanna og þingflokka. Mín reynsla er þó sú að slík tímabil gangi fljótt yfir og allt fellur síðan í ljúfa löð,“ segir Birgir. Hann játar enn fremur að töluverð spenna sé meðal þingmanna áður en sætaskipan er kynnt á hverju hausti. Spennan snýst þó ekki um sessunauta heldur miklu frekar staðsetningu. „Þingsalurinn er hannaður þannig að sum sæti eru verri en önnur. Sætin í miðju þingsalarins eru óvinsælust því þá þarftu sífellt að troðast fram hjá öðrum þingmönnum til þess að komast að þínu sæti,“ segir Birgir. Sjálfur er Birgir afar farsæll í sætahappdrættinu sem skýrist af „smá svindli“. „Þingflokksformönnum er úthlutað sætum með góðu aðgengi því þeir þurfa að vera mjög hreyfanlegir til þess að koma fram margs konar athugasemdum við þingstörfin. Það er því dregið úr þessum góðu sætum í sérstöku happdrætti milli þingflokksformanna,“ segir Birgir.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira