Kári fer í myndatöku í dag: „Vinnum þennan bikar með eða án hans“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2019 14:58 Kári lék sinn 79. landsleik í gær. vísir/bára Seinna í dag kemur í ljós hvort Kári Árnason geti tekið þátt í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á laugardaginn. Þar mætast Víkingur og FH. Þetta er fyrsti bikarúrslitaleikur Víkinga í 48 ár. Kári meiddist í 4-2 tapi Íslands fyrir Albaníu í undankeppni EM 2020 í gær. Hann fer í myndatöku síðdegis og þá kemur í ljós hvort Víkingar geti nýtt krafta hans á laugardaginn. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er ekkert alltof bjartsýnn á það. „Hann fer í myndatöku klukkan 16:00 í dag og þá ættum við að vita hvort eitthvað er slitið. Ef svo er ekki er smá von að tjasla honum saman. Vonin er víst það síðasta sem mannskepnan tapar þannig að við reynum að halda í hana,“ sagði Arnar við Vísi á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn í dag. En hvernig leið honum þegar Kári byrjaði að haltra í leiknum í Albaníu í gær? „Mér leið ömurlega fyrir hans hönd. Þetta var hræðilegt því hann er svo mikill Víkingur. Það er hrikalega leiðinlegt fyrir hann ef hann missir af úrslitaleiknum,“ sagði Arnar. „Fyrir mig sem þjálfara var þetta líka hræðilegt að sjá þetta. En þegar ég vaknaði í morgun sá ég ný tækifæri fyrir nýja leikmenn. Það verða ellefu gegn ellefu í leiknum og við verðum flottir á laugardaginn. Við vinnum þennan bikar með eða án Kára.“ Leikurinn í gær var annar leikur hins 37 ára Kára á fjórum dögum. Hann lék allan tímann þegar Ísland vann Moldóvu, 3-0, á laugardaginn. „Það er frábært fyrir hann að spila á hæsta getustigi í svona mikilvægum leikjum. Honum var ekki gerður neinn greiði; ferðalagið, stutt á milli leikja, grenjandi rigning og svo var liðið mjög opið í fyrri hálfleik þannig að hann þurfti að hlaupa mikið,“ sagði Arnar. „Það voru margar þungar lappir í gær og maður fór að hafa áhyggjur þegar leið á seinni hálfleik hvort kallinn þyrfti að skipta sér út af. En fyrir hann og Víking er frábært að hann sé ennþá í landsliðinu.“ Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Seinna í dag kemur í ljós hvort Kári Árnason geti tekið þátt í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á laugardaginn. Þar mætast Víkingur og FH. Þetta er fyrsti bikarúrslitaleikur Víkinga í 48 ár. Kári meiddist í 4-2 tapi Íslands fyrir Albaníu í undankeppni EM 2020 í gær. Hann fer í myndatöku síðdegis og þá kemur í ljós hvort Víkingar geti nýtt krafta hans á laugardaginn. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er ekkert alltof bjartsýnn á það. „Hann fer í myndatöku klukkan 16:00 í dag og þá ættum við að vita hvort eitthvað er slitið. Ef svo er ekki er smá von að tjasla honum saman. Vonin er víst það síðasta sem mannskepnan tapar þannig að við reynum að halda í hana,“ sagði Arnar við Vísi á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn í dag. En hvernig leið honum þegar Kári byrjaði að haltra í leiknum í Albaníu í gær? „Mér leið ömurlega fyrir hans hönd. Þetta var hræðilegt því hann er svo mikill Víkingur. Það er hrikalega leiðinlegt fyrir hann ef hann missir af úrslitaleiknum,“ sagði Arnar. „Fyrir mig sem þjálfara var þetta líka hræðilegt að sjá þetta. En þegar ég vaknaði í morgun sá ég ný tækifæri fyrir nýja leikmenn. Það verða ellefu gegn ellefu í leiknum og við verðum flottir á laugardaginn. Við vinnum þennan bikar með eða án Kára.“ Leikurinn í gær var annar leikur hins 37 ára Kára á fjórum dögum. Hann lék allan tímann þegar Ísland vann Moldóvu, 3-0, á laugardaginn. „Það er frábært fyrir hann að spila á hæsta getustigi í svona mikilvægum leikjum. Honum var ekki gerður neinn greiði; ferðalagið, stutt á milli leikja, grenjandi rigning og svo var liðið mjög opið í fyrri hálfleik þannig að hann þurfti að hlaupa mikið,“ sagði Arnar. „Það voru margar þungar lappir í gær og maður fór að hafa áhyggjur þegar leið á seinni hálfleik hvort kallinn þyrfti að skipta sér út af. En fyrir hann og Víking er frábært að hann sé ennþá í landsliðinu.“
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00