Viaplay getur ekki sýnt frá enska boltanum eða Meistaradeildinni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 11. september 2019 08:00 Orri Hauksson, forstjóri Símans, sem hefur sýningarrétt á enska boltanum til þriggja ára. vísir/vilhelm Efnisveitan Viaplay mun ekki geta sýnt frá ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni, eða veitt aðgang að öðru efni sem er háð sýningarrétti hér á landi. Þetta er mat fjarskiptafyrirtækjanna Símans og Sýnar. Eins og greint var frá í fyrradag hefur norræna fjölmiðlafyrirtækið Nordic Entertainment Group (NENT) ákveðið að gera Íslendingum kleift að gerast áskrifendur að efnisveitunni Viaplay á fyrri helmingi næsta árs. Í fréttatilkynningu NENT kom fram að í gegnum efnisveituna væri hægt að nálgast beinar útsendingar af fjölmörgum íþróttaviðburðum, þar á meðal af leikjum í Ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Síminn hefur sýningarrétt á Ensku úrvalsdeildinni en Sýn á Meistaradeildinni. Í svari Símans við fyrirspurn Markaðarins segir að Viaplay muni ekki geta sýnt frá Ensku úrvalsdeildinni. „Svona virka samningar um sýningarrétt. Rétt eins og margir þekkja að úrval efnis á Netflix er mismunandi eftir löndum allt eftir því hvernig samningar um sýningarrétt dreifast á milli aðila og landa. Sama má segja um Amazon Prime Video og í raun allar streymisveitur. Viapla eru svo með fleira efni í sinni veitu en bara Enska boltann sem mun ekki verða aðgengilegt á Íslandi þar sem við eða aðrir erum með gilda samninga hér á landi,“ segir í svari Símans. Þá er tekið fram að Viaplay muni vafalaust virða þá samninga sem fyrir eru. Sýn tekur í sama streng. „Að því marki sem um er að ræða efni, sem Sýn á einkarétt til sýninga á hér á landi, mun Viaplay ekki geta streymt hlutaðeigandi efni hér á landi. Þetta á meðal annars við um Meistaradeildina,“ segir í svari Sýnar. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Fjölmiðlar Markaðir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Efnisveitan Viaplay mun ekki geta sýnt frá ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni, eða veitt aðgang að öðru efni sem er háð sýningarrétti hér á landi. Þetta er mat fjarskiptafyrirtækjanna Símans og Sýnar. Eins og greint var frá í fyrradag hefur norræna fjölmiðlafyrirtækið Nordic Entertainment Group (NENT) ákveðið að gera Íslendingum kleift að gerast áskrifendur að efnisveitunni Viaplay á fyrri helmingi næsta árs. Í fréttatilkynningu NENT kom fram að í gegnum efnisveituna væri hægt að nálgast beinar útsendingar af fjölmörgum íþróttaviðburðum, þar á meðal af leikjum í Ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Síminn hefur sýningarrétt á Ensku úrvalsdeildinni en Sýn á Meistaradeildinni. Í svari Símans við fyrirspurn Markaðarins segir að Viaplay muni ekki geta sýnt frá Ensku úrvalsdeildinni. „Svona virka samningar um sýningarrétt. Rétt eins og margir þekkja að úrval efnis á Netflix er mismunandi eftir löndum allt eftir því hvernig samningar um sýningarrétt dreifast á milli aðila og landa. Sama má segja um Amazon Prime Video og í raun allar streymisveitur. Viapla eru svo með fleira efni í sinni veitu en bara Enska boltann sem mun ekki verða aðgengilegt á Íslandi þar sem við eða aðrir erum með gilda samninga hér á landi,“ segir í svari Símans. Þá er tekið fram að Viaplay muni vafalaust virða þá samninga sem fyrir eru. Sýn tekur í sama streng. „Að því marki sem um er að ræða efni, sem Sýn á einkarétt til sýninga á hér á landi, mun Viaplay ekki geta streymt hlutaðeigandi efni hér á landi. Þetta á meðal annars við um Meistaradeildina,“ segir í svari Sýnar.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Fjölmiðlar Markaðir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira