Innlent

„Gunnhildur Fríða“ verður á nagladekkjum í vetur

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Hjólin fengu nöfn vina og vandamanna rekstraraðilanna.
Hjólin fengu nöfn vina og vandamanna rekstraraðilanna. Vísir/Egill
Ný deilihjólaleiga hóf starfsemi í Reykjavík í morgun. Um hundrað hjólum hefur verið komið fyrir víðsvegar um borgina en hjólin hafa öll fengið nöfn og heita eftir vinum og vandamönnum rekstraraðila. Borgarstjóri og fleiri fulltrúar Reykjavíkurborgar voru fyrstir til að prófa hjólin í morgun sem öll hafa fengið nöfn.

Sjá einnig: Bjóða áskrift að hjóli í borginni á 3500 krónur

„Við einfaldlega höfðum samband við vini okkar og vandamenn og buðum þeim að láta skýra hjól í höfuðið á sér,“ segir Eyþór Máni Stefánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Framúrskarandi ehf. sem rekur hjólaleiguna. „Hjólin eru hundrað í heildina og við ætlum okkur að vera komin með 180 hjól áður en að samningstímanum lýkur við Reykjavíkurborg, sem sagt næstu tvö árin.“





Eyþór Máni Stefánsson, framkvæmdastjóri Framúrskarandi ehf. sem rekur hjólaleiguna.Vísir/Vilhelm
Hægt er að panta hjól með farsímaappi en hjólaleigan er rekin undir merkjum Donky Republic sem leigir hjól mörgum borgum Evrópu. Kerfið á Íslandi er rekið af Framúrskarandi ehf. samkvæmt þjónustusamningi við borgina. „Hjólin verða aðgengileg allan ársins hring og verða á nagladekkjum á veturna,“ segir Eyþór. Með nokkrum smellum er hægt að leigja sér hjól í appinu en verði verður stillt í hóf að sögn Eyþórs. Í fréttinni hér að neðan útskýrir Eyþór hvernig leigan virkar. Fréttamaður fékk úthlutað hjólinu Gunnhildi Fríðu sem verður á nagladekkjum í vetur líkt og hin hundrað hjólin sem meðal annars bera nöfn Magga Mix og Vilhelms Neto.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×