Æskuminningar Elísabetar metnar á fimm hundruð krónur í Góða hirðinum Stefán Árni Pálsson skrifar 10. september 2019 14:15 Elísabet ætlar að glugga í albúmið með fjölskyldunni á næstu dögum. „Ég fæ myndband sent frá vinkonu minni þar sem hún er í Góða hirðinum að fletta í gegnum eitthvað myndaalbúm. Fyrstu myndirnar eru bara af einhverjum gróðri og bústað en síðan kemur upp mynd af mér frá því að ég er barn,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur en í gær komst hún að því að fjölskyldualbúm fullt af myndum af henni úr barnæsku væru til sölu á litlar 500 krónur hjá nytjamarkaðnum. „Vinkona mín lýsir þessu þannig að hún hafi allt í einu séð barn sem væri nú frekar líkt mér en þegar hún hélt áfram að fletta kom önnur mynd þar sem stóð Elísabet undir. Þá hugsar hún bara að þetta sé fyndin tilviljun en þegar hún heldur áfram að skoða albúmið kemur í ljós að það eru fleiri myndir af mér og systkinum mínum. Þá ákveður hún að senda mér myndband og þá kom bara í ljós að þetta er myndaalbúm sem er fullt af fjölskyldumyndum af okkur.“ Hún segist í raun ekki vita nákvæmlega hvernig þetta geti gerst. „Ég rýndi betur í myndirnar og sá að skriftin við myndirnar var alveg eins og skriftin hans afa sem lést fyrir nokkrum árum. Ég hringdi þá í pabba og hann vissi ekkert hvað væri í gangi. Okkur grunar að líklegasta ástæðan sé að þegar dánarbúið var tekið hafi þetta óvart endað á haugunum. Ég vona það allavega, frekar en að það sé einhver í fjölskyldunni sem hefur bara ákveðið að henda þessu. Það sem er svo ógeðslega fyndið í þessu að það hafi einhver hent þessu, svo hafi einhver hjá Góða hirðinum ákveðið að setja þetta í sölu og svo hafi vinkona mín keypt albúmið.“ Hún segir sérkennilegt að æskuminningar hennar séu aðeins metnar á fimm hundruð krónur. „Ég er ekki komin með albúmið í hendurnar en vinkona mín borgaði uppsett verð og ætlar að gefa mér albúmið.“Vinkona mín fann myndaalbúm í Góða hirðinum og kannaðist eitthvað við þetta barn jú jú þetta er bara ÉG og ÆSKA MÍN sem einhver í fjölskyldunni fór með á HAUGANA en ENGINN VILL JÁTA Á SIG SÖK pic.twitter.com/ujSamI8UT0 — Elísabet Brynjars (@betablokker_) September 9, 2019 Reykjavík Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Sjá meira
„Ég fæ myndband sent frá vinkonu minni þar sem hún er í Góða hirðinum að fletta í gegnum eitthvað myndaalbúm. Fyrstu myndirnar eru bara af einhverjum gróðri og bústað en síðan kemur upp mynd af mér frá því að ég er barn,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur en í gær komst hún að því að fjölskyldualbúm fullt af myndum af henni úr barnæsku væru til sölu á litlar 500 krónur hjá nytjamarkaðnum. „Vinkona mín lýsir þessu þannig að hún hafi allt í einu séð barn sem væri nú frekar líkt mér en þegar hún hélt áfram að fletta kom önnur mynd þar sem stóð Elísabet undir. Þá hugsar hún bara að þetta sé fyndin tilviljun en þegar hún heldur áfram að skoða albúmið kemur í ljós að það eru fleiri myndir af mér og systkinum mínum. Þá ákveður hún að senda mér myndband og þá kom bara í ljós að þetta er myndaalbúm sem er fullt af fjölskyldumyndum af okkur.“ Hún segist í raun ekki vita nákvæmlega hvernig þetta geti gerst. „Ég rýndi betur í myndirnar og sá að skriftin við myndirnar var alveg eins og skriftin hans afa sem lést fyrir nokkrum árum. Ég hringdi þá í pabba og hann vissi ekkert hvað væri í gangi. Okkur grunar að líklegasta ástæðan sé að þegar dánarbúið var tekið hafi þetta óvart endað á haugunum. Ég vona það allavega, frekar en að það sé einhver í fjölskyldunni sem hefur bara ákveðið að henda þessu. Það sem er svo ógeðslega fyndið í þessu að það hafi einhver hent þessu, svo hafi einhver hjá Góða hirðinum ákveðið að setja þetta í sölu og svo hafi vinkona mín keypt albúmið.“ Hún segir sérkennilegt að æskuminningar hennar séu aðeins metnar á fimm hundruð krónur. „Ég er ekki komin með albúmið í hendurnar en vinkona mín borgaði uppsett verð og ætlar að gefa mér albúmið.“Vinkona mín fann myndaalbúm í Góða hirðinum og kannaðist eitthvað við þetta barn jú jú þetta er bara ÉG og ÆSKA MÍN sem einhver í fjölskyldunni fór með á HAUGANA en ENGINN VILL JÁTA Á SIG SÖK pic.twitter.com/ujSamI8UT0 — Elísabet Brynjars (@betablokker_) September 9, 2019
Reykjavík Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Sjá meira