Býst ekki við breiðri andstöðu gegn samgöngusamkomulaginu Andri Eysteinsson skrifar 29. september 2019 19:45 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Samgönguráðherra segist ekki búast við breiðri andstöðu gegn nýundirrituðum sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þó hefur Miðflokkurinn tekið afstöðu gegn sáttmálanum og segir ráðherra það ekkert nýtt að Miðflokkurinn tali með þeim hætti. „Á þinginu í fyrravetur var rætt mikið um veggjöld. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Bergþór Ólason, var sá sem var helsti talsmaður þess að setja á veggjöld um allt land. Það kemur að einhverju leyti á óvart en kannski alls ekki að Miðflokkurinn skuli allt í einu tala í hina áttina akkúrat núna, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag.Málið hafi verið rætt innan flokka í vetur Sigurður sagði enn fremur að slíkt væri ekkert nýtt í pólitík Miðflokksins. „Við getum spilað margar ræður eftir Bergþór Ólason og jafnvel aðra úr Miðflokknum um þetta atriði í fyrravetur. Ég á ekki von á breiðri andstöðu um þetta,“ sagði ráðherrann. Sigurður minntist þá á hina fjölmörgu flokka sem eru í meirihlutum sveitastjórna höfuðborgarsvæðisins. Sagði ráðherra að þó að ekki ættu allir þingflokkar sína fulltrúa í meirihlutum hafi líkast til verið fjallað um málið innan þeirra flokka sem eiga fulltrúa í sveitastjórnum. Samgönguráðherra sagði þá að sveitarfélögin og ríkisstjórnin ættu að breyta umræðuaðferðum sínum, hætta að ræða samgöngumál sín á milli í fjölmiðlum og ættu að setjast saman og flétta saman hugmyndir sínar. „Allir myndu viðurkenna að þeirra eina lausn væri ekki lausnin, heldur yrðu allir að gefa aðeins eftir og flétta saman þessar mismunandi lausnir til þess að við náum utan um verkefnið,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Reykjavík Samgöngur Víglínan Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Samgönguráðherra segist ekki búast við breiðri andstöðu gegn nýundirrituðum sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þó hefur Miðflokkurinn tekið afstöðu gegn sáttmálanum og segir ráðherra það ekkert nýtt að Miðflokkurinn tali með þeim hætti. „Á þinginu í fyrravetur var rætt mikið um veggjöld. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Bergþór Ólason, var sá sem var helsti talsmaður þess að setja á veggjöld um allt land. Það kemur að einhverju leyti á óvart en kannski alls ekki að Miðflokkurinn skuli allt í einu tala í hina áttina akkúrat núna, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag.Málið hafi verið rætt innan flokka í vetur Sigurður sagði enn fremur að slíkt væri ekkert nýtt í pólitík Miðflokksins. „Við getum spilað margar ræður eftir Bergþór Ólason og jafnvel aðra úr Miðflokknum um þetta atriði í fyrravetur. Ég á ekki von á breiðri andstöðu um þetta,“ sagði ráðherrann. Sigurður minntist þá á hina fjölmörgu flokka sem eru í meirihlutum sveitastjórna höfuðborgarsvæðisins. Sagði ráðherra að þó að ekki ættu allir þingflokkar sína fulltrúa í meirihlutum hafi líkast til verið fjallað um málið innan þeirra flokka sem eiga fulltrúa í sveitastjórnum. Samgönguráðherra sagði þá að sveitarfélögin og ríkisstjórnin ættu að breyta umræðuaðferðum sínum, hætta að ræða samgöngumál sín á milli í fjölmiðlum og ættu að setjast saman og flétta saman hugmyndir sínar. „Allir myndu viðurkenna að þeirra eina lausn væri ekki lausnin, heldur yrðu allir að gefa aðeins eftir og flétta saman þessar mismunandi lausnir til þess að við náum utan um verkefnið,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag.
Reykjavík Samgöngur Víglínan Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira