Arnar: Tíu lið í deildinni sem vilja skipta við okkur hvernig sumarið gekk Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. september 2019 17:26 Arnar Gunnlaugsson er sáttur með sumarið hjá Víkingi vísir/vilhelm Arnar Gunnlaugsson stýrði sínum mönnum í Víkingi til 5-1 sigurs á ÍA á Akranesi í dag. Arnar sagði frekar súrt að horfa upp á uppeldisfélag sitt tapa svo illa. ÍA komst yfir snemma leiks en Víkingar jöfnuðu fljótt og tóku öll völd á vellinum. Þeir voru svo með leikinn í höndum sér út leiktíman og uppskáru stórsigur. „Þetta var hrikalega flottur leikur í alla staði. Við nálguðumst leikinn mjög vel og mjög jákvætt þó að í sjálfu sér hefðum við bara að heiðrinum að keppa,“ sagði Arnar eftir leikinn, en Víkingur var búið að tryggja sæti sitt í efstu deild fyrir leikinn. „Þetta var bara virkilega flottur leikur, einn af okkar flottari í sumar. Alveg frá fyrstu mínútu þá vorum við með tögl og haldir í leiknum og lögðum hann vel upp. Við herjuðum á veikleika Skagamanna í þessum leik og það gekk upp.“ Arnar er uppalinn Skagamaður og spilaði fjölda leikja með ÍA á sínum tíma. Var þessi sigur sætari fyrir vikið, gegn hans gamla liði á gamla heimavellinum? „Nei, súrara eiginlega,“ sagði Arnar og hló. „Maður er alltaf Skagamaður, þetta er ekkert flóknara en það. Að keyra inn í bæinn með rútunni, það eru miklar minningar sem koma og það er ekkert gaman að sjá Skagann tapa svona stórt.“ „Ég skemmti mér ekkert sérlega vel, eða jú ég reyndar lýg því, fyrst að liðið mitt vann þá líður mér ágætlega.“ Tímabilið endaði á góðu nótunum hjá Víkingum, lokastaðan í deildinni er 7. sæti og fyrsti bikarmeistaratitillinn í áratugi vannst í sumar. Hvernig horfir sumarið við Arnari? „Sumarið er búið að vera í einu orði sagt geðveikt.“ „Það er ekki búið að vera frábært heldur bara geðveikt. Að því leiti að ég hef fylgst með fótbolta lengi og ég efast um að lið hafi farið í gegnum jafn miklar breytingar og Víkingur hefur gert á einu ári. Þegar ég tala um breytingar er ég ekki að tala um breytingar á leikkerfi eða eitthvað svoleiðis, heldur breytingar þar sem við erum að taka í gegn alla knattspyrnulega hugmyndafræði sem fyrirfinnst í einu félagi og gera það mjög vel.“ „Ekki bara ég og mitt þjálfarateymi, heldur leikmennirnir og stjórnin geta verið virkilega stolt af því hvernig sumarið hefur þróast og hvað við gerðum.“ „Fyrir mér eru örugglega tíu lið í deildinni sem myndu vilja skipta við okkur með hvernig sumarið gekk. Titill og 7. sæti í deild. Hin liðin eru Íslandsmeistarar KR og Víkingur, því við getum ekki skipt við sjálfa okkur. En hin liðin tíu myndu gjarnan vilja skipta við okkur hvernig sumarið þróaðist og hvað við stóðum fyrir.“ Í lok tímabils er hin klassíska spurning hvað verður um þjálfarann. Arnar sagðist ekki vita betur en að hann yrði áfram í Fossvoginum. „Ég er með samning næstu tvö árin svo ég er ekki að fara rassgat, ekki nema Víkingur reki mig.“ „En þetta er hverfull heimur. Þú sérð að núna eru vinir mínir að detta út úr starfi, margir hverjir á ósanngjarnan hátt. Gústi er að fara frá Breiðabliki eftir tvö ár í öðru sæti, það er helvíti hart. Valur líklega að skipta um þjálfara í brúnni sem er búinn að skila mörgum titlum, þetta er bara úrslitamiðað umhverfi og ég veit það, það er erfitt að vinna fótboltaleiki í dag, þetta er hverfull bransi,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson stýrði sínum mönnum í Víkingi til 5-1 sigurs á ÍA á Akranesi í dag. Arnar sagði frekar súrt að horfa upp á uppeldisfélag sitt tapa svo illa. ÍA komst yfir snemma leiks en Víkingar jöfnuðu fljótt og tóku öll völd á vellinum. Þeir voru svo með leikinn í höndum sér út leiktíman og uppskáru stórsigur. „Þetta var hrikalega flottur leikur í alla staði. Við nálguðumst leikinn mjög vel og mjög jákvætt þó að í sjálfu sér hefðum við bara að heiðrinum að keppa,“ sagði Arnar eftir leikinn, en Víkingur var búið að tryggja sæti sitt í efstu deild fyrir leikinn. „Þetta var bara virkilega flottur leikur, einn af okkar flottari í sumar. Alveg frá fyrstu mínútu þá vorum við með tögl og haldir í leiknum og lögðum hann vel upp. Við herjuðum á veikleika Skagamanna í þessum leik og það gekk upp.“ Arnar er uppalinn Skagamaður og spilaði fjölda leikja með ÍA á sínum tíma. Var þessi sigur sætari fyrir vikið, gegn hans gamla liði á gamla heimavellinum? „Nei, súrara eiginlega,“ sagði Arnar og hló. „Maður er alltaf Skagamaður, þetta er ekkert flóknara en það. Að keyra inn í bæinn með rútunni, það eru miklar minningar sem koma og það er ekkert gaman að sjá Skagann tapa svona stórt.“ „Ég skemmti mér ekkert sérlega vel, eða jú ég reyndar lýg því, fyrst að liðið mitt vann þá líður mér ágætlega.“ Tímabilið endaði á góðu nótunum hjá Víkingum, lokastaðan í deildinni er 7. sæti og fyrsti bikarmeistaratitillinn í áratugi vannst í sumar. Hvernig horfir sumarið við Arnari? „Sumarið er búið að vera í einu orði sagt geðveikt.“ „Það er ekki búið að vera frábært heldur bara geðveikt. Að því leiti að ég hef fylgst með fótbolta lengi og ég efast um að lið hafi farið í gegnum jafn miklar breytingar og Víkingur hefur gert á einu ári. Þegar ég tala um breytingar er ég ekki að tala um breytingar á leikkerfi eða eitthvað svoleiðis, heldur breytingar þar sem við erum að taka í gegn alla knattspyrnulega hugmyndafræði sem fyrirfinnst í einu félagi og gera það mjög vel.“ „Ekki bara ég og mitt þjálfarateymi, heldur leikmennirnir og stjórnin geta verið virkilega stolt af því hvernig sumarið hefur þróast og hvað við gerðum.“ „Fyrir mér eru örugglega tíu lið í deildinni sem myndu vilja skipta við okkur með hvernig sumarið gekk. Titill og 7. sæti í deild. Hin liðin eru Íslandsmeistarar KR og Víkingur, því við getum ekki skipt við sjálfa okkur. En hin liðin tíu myndu gjarnan vilja skipta við okkur hvernig sumarið þróaðist og hvað við stóðum fyrir.“ Í lok tímabils er hin klassíska spurning hvað verður um þjálfarann. Arnar sagðist ekki vita betur en að hann yrði áfram í Fossvoginum. „Ég er með samning næstu tvö árin svo ég er ekki að fara rassgat, ekki nema Víkingur reki mig.“ „En þetta er hverfull heimur. Þú sérð að núna eru vinir mínir að detta út úr starfi, margir hverjir á ósanngjarnan hátt. Gústi er að fara frá Breiðabliki eftir tvö ár í öðru sæti, það er helvíti hart. Valur líklega að skipta um þjálfara í brúnni sem er búinn að skila mörgum titlum, þetta er bara úrslitamiðað umhverfi og ég veit það, það er erfitt að vinna fótboltaleiki í dag, þetta er hverfull bransi,“ sagði Arnar Gunnlaugsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira