Arnar: Tíu lið í deildinni sem vilja skipta við okkur hvernig sumarið gekk Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. september 2019 17:26 Arnar Gunnlaugsson er sáttur með sumarið hjá Víkingi vísir/vilhelm Arnar Gunnlaugsson stýrði sínum mönnum í Víkingi til 5-1 sigurs á ÍA á Akranesi í dag. Arnar sagði frekar súrt að horfa upp á uppeldisfélag sitt tapa svo illa. ÍA komst yfir snemma leiks en Víkingar jöfnuðu fljótt og tóku öll völd á vellinum. Þeir voru svo með leikinn í höndum sér út leiktíman og uppskáru stórsigur. „Þetta var hrikalega flottur leikur í alla staði. Við nálguðumst leikinn mjög vel og mjög jákvætt þó að í sjálfu sér hefðum við bara að heiðrinum að keppa,“ sagði Arnar eftir leikinn, en Víkingur var búið að tryggja sæti sitt í efstu deild fyrir leikinn. „Þetta var bara virkilega flottur leikur, einn af okkar flottari í sumar. Alveg frá fyrstu mínútu þá vorum við með tögl og haldir í leiknum og lögðum hann vel upp. Við herjuðum á veikleika Skagamanna í þessum leik og það gekk upp.“ Arnar er uppalinn Skagamaður og spilaði fjölda leikja með ÍA á sínum tíma. Var þessi sigur sætari fyrir vikið, gegn hans gamla liði á gamla heimavellinum? „Nei, súrara eiginlega,“ sagði Arnar og hló. „Maður er alltaf Skagamaður, þetta er ekkert flóknara en það. Að keyra inn í bæinn með rútunni, það eru miklar minningar sem koma og það er ekkert gaman að sjá Skagann tapa svona stórt.“ „Ég skemmti mér ekkert sérlega vel, eða jú ég reyndar lýg því, fyrst að liðið mitt vann þá líður mér ágætlega.“ Tímabilið endaði á góðu nótunum hjá Víkingum, lokastaðan í deildinni er 7. sæti og fyrsti bikarmeistaratitillinn í áratugi vannst í sumar. Hvernig horfir sumarið við Arnari? „Sumarið er búið að vera í einu orði sagt geðveikt.“ „Það er ekki búið að vera frábært heldur bara geðveikt. Að því leiti að ég hef fylgst með fótbolta lengi og ég efast um að lið hafi farið í gegnum jafn miklar breytingar og Víkingur hefur gert á einu ári. Þegar ég tala um breytingar er ég ekki að tala um breytingar á leikkerfi eða eitthvað svoleiðis, heldur breytingar þar sem við erum að taka í gegn alla knattspyrnulega hugmyndafræði sem fyrirfinnst í einu félagi og gera það mjög vel.“ „Ekki bara ég og mitt þjálfarateymi, heldur leikmennirnir og stjórnin geta verið virkilega stolt af því hvernig sumarið hefur þróast og hvað við gerðum.“ „Fyrir mér eru örugglega tíu lið í deildinni sem myndu vilja skipta við okkur með hvernig sumarið gekk. Titill og 7. sæti í deild. Hin liðin eru Íslandsmeistarar KR og Víkingur, því við getum ekki skipt við sjálfa okkur. En hin liðin tíu myndu gjarnan vilja skipta við okkur hvernig sumarið þróaðist og hvað við stóðum fyrir.“ Í lok tímabils er hin klassíska spurning hvað verður um þjálfarann. Arnar sagðist ekki vita betur en að hann yrði áfram í Fossvoginum. „Ég er með samning næstu tvö árin svo ég er ekki að fara rassgat, ekki nema Víkingur reki mig.“ „En þetta er hverfull heimur. Þú sérð að núna eru vinir mínir að detta út úr starfi, margir hverjir á ósanngjarnan hátt. Gústi er að fara frá Breiðabliki eftir tvö ár í öðru sæti, það er helvíti hart. Valur líklega að skipta um þjálfara í brúnni sem er búinn að skila mörgum titlum, þetta er bara úrslitamiðað umhverfi og ég veit það, það er erfitt að vinna fótboltaleiki í dag, þetta er hverfull bransi,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson stýrði sínum mönnum í Víkingi til 5-1 sigurs á ÍA á Akranesi í dag. Arnar sagði frekar súrt að horfa upp á uppeldisfélag sitt tapa svo illa. ÍA komst yfir snemma leiks en Víkingar jöfnuðu fljótt og tóku öll völd á vellinum. Þeir voru svo með leikinn í höndum sér út leiktíman og uppskáru stórsigur. „Þetta var hrikalega flottur leikur í alla staði. Við nálguðumst leikinn mjög vel og mjög jákvætt þó að í sjálfu sér hefðum við bara að heiðrinum að keppa,“ sagði Arnar eftir leikinn, en Víkingur var búið að tryggja sæti sitt í efstu deild fyrir leikinn. „Þetta var bara virkilega flottur leikur, einn af okkar flottari í sumar. Alveg frá fyrstu mínútu þá vorum við með tögl og haldir í leiknum og lögðum hann vel upp. Við herjuðum á veikleika Skagamanna í þessum leik og það gekk upp.“ Arnar er uppalinn Skagamaður og spilaði fjölda leikja með ÍA á sínum tíma. Var þessi sigur sætari fyrir vikið, gegn hans gamla liði á gamla heimavellinum? „Nei, súrara eiginlega,“ sagði Arnar og hló. „Maður er alltaf Skagamaður, þetta er ekkert flóknara en það. Að keyra inn í bæinn með rútunni, það eru miklar minningar sem koma og það er ekkert gaman að sjá Skagann tapa svona stórt.“ „Ég skemmti mér ekkert sérlega vel, eða jú ég reyndar lýg því, fyrst að liðið mitt vann þá líður mér ágætlega.“ Tímabilið endaði á góðu nótunum hjá Víkingum, lokastaðan í deildinni er 7. sæti og fyrsti bikarmeistaratitillinn í áratugi vannst í sumar. Hvernig horfir sumarið við Arnari? „Sumarið er búið að vera í einu orði sagt geðveikt.“ „Það er ekki búið að vera frábært heldur bara geðveikt. Að því leiti að ég hef fylgst með fótbolta lengi og ég efast um að lið hafi farið í gegnum jafn miklar breytingar og Víkingur hefur gert á einu ári. Þegar ég tala um breytingar er ég ekki að tala um breytingar á leikkerfi eða eitthvað svoleiðis, heldur breytingar þar sem við erum að taka í gegn alla knattspyrnulega hugmyndafræði sem fyrirfinnst í einu félagi og gera það mjög vel.“ „Ekki bara ég og mitt þjálfarateymi, heldur leikmennirnir og stjórnin geta verið virkilega stolt af því hvernig sumarið hefur þróast og hvað við gerðum.“ „Fyrir mér eru örugglega tíu lið í deildinni sem myndu vilja skipta við okkur með hvernig sumarið gekk. Titill og 7. sæti í deild. Hin liðin eru Íslandsmeistarar KR og Víkingur, því við getum ekki skipt við sjálfa okkur. En hin liðin tíu myndu gjarnan vilja skipta við okkur hvernig sumarið þróaðist og hvað við stóðum fyrir.“ Í lok tímabils er hin klassíska spurning hvað verður um þjálfarann. Arnar sagðist ekki vita betur en að hann yrði áfram í Fossvoginum. „Ég er með samning næstu tvö árin svo ég er ekki að fara rassgat, ekki nema Víkingur reki mig.“ „En þetta er hverfull heimur. Þú sérð að núna eru vinir mínir að detta út úr starfi, margir hverjir á ósanngjarnan hátt. Gústi er að fara frá Breiðabliki eftir tvö ár í öðru sæti, það er helvíti hart. Valur líklega að skipta um þjálfara í brúnni sem er búinn að skila mörgum titlum, þetta er bara úrslitamiðað umhverfi og ég veit það, það er erfitt að vinna fótboltaleiki í dag, þetta er hverfull bransi,“ sagði Arnar Gunnlaugsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sjá meira