Hafa stofnað nokkurskonar fiskveiðistjórnunarkerfi fyrir ferðaþjónustuna Birgir Olgeirsson skrifar 27. september 2019 18:55 Megináherslan í nýrri framtíðarsýn og leiðarljósum ferðaþjónustunnar til ársins 2030 er sjálfbær þróun. Ferðamálaráðherra kynnti framtíðarsýnina í dag þar sem hún sagði að búið væri að skapa nokkurskonar fiskveiðistjórnunarkerfi utan um ferðaþjónustuna. Erlendir ferðamenn eru ánægðir með dvöl sína á Íslandi en þetta er meðal þess sem kom fram þegar ferðamálaráðherra kynnti framtíðarsýn ferðaþjónustunnar í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kynnti framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 sem unnið er af atvinnugreininni sjálfri og yfirvöldum. „Þar sem við erum búin að koma okkur saman um hvert við viljum stefna, það eru tímamót að við séum öll sammála um það,“ segir Þórdís Kolbrún. Þá kynnti ráðherra Jafnvægisás ferðamála sem er þolmarkagreining á ferðaþjónustunni. Er það í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt verkefni er unnið á landsvísu.Var þetta kynnt á Nordica-hótelinu í dag þar sem aðilar innan ferðaþjónustunnar létu sig ekki vanta.Vísir/Sigurjón„Við getum þá núna í dag séð hvar við stöndum. Þannig að við erum búin að ákveða hvert við ætlum að fara, erum með stöðuna eins og hún er núna og þá er þriðja og síðasta stigið að fara í aðgerðir til að komast þangað.“ Stefnt er að sjálfbærri ferðaþjónustu þar sem jafnvægi er á milli efnahags, umhverfis og samfélags. Þá er meiri áhersla lögð á arðsemi greinarinnar. „Við ætlum að byggja íslenska ferðaþjónustu þannig upp að landið allt njóti góðs af, við séum með ferðamenn út um allt land, allt árið um kring.“ Jafnvægisásinn metur áhrif ferðaþjónustunnar á umhverfi, innviði, samfélag og efnahag landsins. Einnig er lagt mat á hvort grípa þurfi til aðgerða varðandi svæðisstýringu eða vegaframkvæmdir. „Við ætlum að ná samfélagslegri sátt um ferðaþjónustuna og að Íslendingar séu tilbúnir að taka á móti gestum og svo framvegis. Við erum í rauninni að búa til nokkurskonar fiskveiðistjórnunarkerfið fyrir ferðaþjónustuna.“ Greiningin leiðir í ljós að ferðaþjónustan er með mjög hátt meðmælaskor frá ferðamönnum Þórdís segir að stórfyrirtæki geti mörg hver ekki látið sig dreyma um svo hátt skor. Er markmiðið að halda því. „Það er mjög krefjandi en við höfum öll tækifæri til að gera það. Erlendu ferðamennirnir sem koma til landsins eru langflestir alveg ótrúlega ánægðir með veru sína hér.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Megináherslan í nýrri framtíðarsýn og leiðarljósum ferðaþjónustunnar til ársins 2030 er sjálfbær þróun. Ferðamálaráðherra kynnti framtíðarsýnina í dag þar sem hún sagði að búið væri að skapa nokkurskonar fiskveiðistjórnunarkerfi utan um ferðaþjónustuna. Erlendir ferðamenn eru ánægðir með dvöl sína á Íslandi en þetta er meðal þess sem kom fram þegar ferðamálaráðherra kynnti framtíðarsýn ferðaþjónustunnar í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kynnti framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 sem unnið er af atvinnugreininni sjálfri og yfirvöldum. „Þar sem við erum búin að koma okkur saman um hvert við viljum stefna, það eru tímamót að við séum öll sammála um það,“ segir Þórdís Kolbrún. Þá kynnti ráðherra Jafnvægisás ferðamála sem er þolmarkagreining á ferðaþjónustunni. Er það í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt verkefni er unnið á landsvísu.Var þetta kynnt á Nordica-hótelinu í dag þar sem aðilar innan ferðaþjónustunnar létu sig ekki vanta.Vísir/Sigurjón„Við getum þá núna í dag séð hvar við stöndum. Þannig að við erum búin að ákveða hvert við ætlum að fara, erum með stöðuna eins og hún er núna og þá er þriðja og síðasta stigið að fara í aðgerðir til að komast þangað.“ Stefnt er að sjálfbærri ferðaþjónustu þar sem jafnvægi er á milli efnahags, umhverfis og samfélags. Þá er meiri áhersla lögð á arðsemi greinarinnar. „Við ætlum að byggja íslenska ferðaþjónustu þannig upp að landið allt njóti góðs af, við séum með ferðamenn út um allt land, allt árið um kring.“ Jafnvægisásinn metur áhrif ferðaþjónustunnar á umhverfi, innviði, samfélag og efnahag landsins. Einnig er lagt mat á hvort grípa þurfi til aðgerða varðandi svæðisstýringu eða vegaframkvæmdir. „Við ætlum að ná samfélagslegri sátt um ferðaþjónustuna og að Íslendingar séu tilbúnir að taka á móti gestum og svo framvegis. Við erum í rauninni að búa til nokkurskonar fiskveiðistjórnunarkerfið fyrir ferðaþjónustuna.“ Greiningin leiðir í ljós að ferðaþjónustan er með mjög hátt meðmælaskor frá ferðamönnum Þórdís segir að stórfyrirtæki geti mörg hver ekki látið sig dreyma um svo hátt skor. Er markmiðið að halda því. „Það er mjög krefjandi en við höfum öll tækifæri til að gera það. Erlendu ferðamennirnir sem koma til landsins eru langflestir alveg ótrúlega ánægðir með veru sína hér.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira