Rússneska almannavarnaráðuneytið bannaði í dag reykingar á svölum fjölbýlishúsa. Þetta kemur fram í nýjum brunavarnarreglum.
Í reglunum er tekið fram að hvers kyns eldur sé bannaður úti á svölum og flokkast sígarettur þar undir. Ef reykingamaður gerist uppvís að því að reykja á svölum sínum verður honum gert að greiða þrjú þúsund rúbla sekt, eða tæpar sex þúsund krónur.
Þar sem flestir Rússar í stórborgum búa í háum blokkum leitar reykingafólk almennt út á svalir og því þarf nú stór hluti Rússa að annað hvort hætta að reykja eða finna sér nýjan stað undir athæfið.
Banna reykingar úti á svölum
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar