„Incel-morðinginn“ í Kanada: Vildi drepa fleiri en sá ekki út um rúðuna Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2019 10:48 Minassian sagðist aldrei hafa átt kærustu og sagðist aldrei hafa lagt stundað ástarmök og sömuleiðis sagðist hann vonast til þess að hvetja til fleiri árása. Vísir/AP Skömmu eftir að Alek Minassian var handtekinn í Toronto í Kanada, sagði hann lögregluþjóni að hann hefði verið í samskiptum við tvo fjöldamorðingja sem aðhyllast „incel“ hugmyndafræðinni. Minassian játaði að hafa notað sendiferðabíl sem vopn og að hafa myrt tíu manns og sært 16 í apríl í fyrra. Þegar hann var spurður út í tilfinningar sínar gagnvart morðunum sagðist Minassian vera þeirrar skoðunar að hann hefði „lokið ætlunarverki“ sínu. Minassian sagðist aldrei hafa átt kærustu og sagðist aldrei hafa lagt stundað ástarmök og sömuleiðis sagðist hann vonast til þess að hvetja til fleiri árása. „Ég veit um nokkra aðra stráka á netinu sem eru samhuga mér,“ sagði Minassian en hann bætti við að hann teldi þá of mikla heigla til að gera árásir. Hann sagði sömuleiðis að hann hefði fyrst „öfgavæst“ eftir maður að nafni Elliot Rodger skaut sex til bana og særði fjórtán í Kaliforníu árið 2014. Rodger skilgreindi sig einnig sem Incel og er álitinn stofnandi hreyfingarinnar, ef svo má kalla, en hann beindi byssu sinni að sjálfum sér áður en hann var handtekinn. Þetta kemur fram á upptöku af viðtali rannsóknarlögreglumanns við Minassian sem opinberað var í morgun. Réttarhöldin yfir honum munu fara fram í byrjun næsta árs.Gat ekki „fengið á broddinn“ „Incel“ er stytting á „involuntary celibate“ eða sá sem er „þvingaður til skírlífis“ á íslensku. Þeir sem samsama sig við þessa skilgreiningu eru nær alfarið karlmenn. Á helsta spjallssvæði Incel-hreyfingarinnar er hún skilgreind sem samansafn fólks sem „getur ekki stundað kynlíf þrátt fyrir að það langi til þess.“ Að sama skapi sé þessum einstaklingum neitað um ánægjuna sem hlýst af rómantískum samböndum.Sjá einnig: Incel hreyfingin - Eitruð karlmennska sem getur endað með ofbeldiMinassian sagðist hafa átt í samskiptum við Rodger frá janúar 2014 og til maí, skömmu áður en Roger framdi áðurnefnt fjöldamorð. „Okkur fannst hvor annar áhugaverður,“ sagði Minassian, samkvæmt CBC í Kanada. „Við ræddum gremju okkar gagnvart samfélaginu og það að við gætum ekki fengið á broddinn.“Sjá einnig: Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninnMinassian sagðist einnig hafa átt í samskiptum við Chris Harper-Mercer, sem skaut níu manns til bana og særði átta í október 2015. Staðhæfingar hans um samskipti við Harper-Mercer og Rodger hafa þó ekki verið staðfestar. Minassian sagði lögregluþjóninum á einum tímapunkti að ástæða þess að hann hefði aldrei átt kærustu væri að hann væri „of almennilegur“. Hann sagði frá því að árið 2013 hefði hann verið í hrekkjavökupartí og þar hefðu konur sem hann reyndi að tala við, hlegið að honum. Hann hafði aðeins einu sinni boðið konu á stefnumót en hún hafnaði honum. Það tók verulega á, samkvæmt Minassian. Hann sagðist hafa orðið reiður yfir því að konur veittu stærri hrottum ást þeirra og umhyggju.Drykkur skettist á framrúðuna Minassian ræddi einnig árás sína við lögregluþjóninn og sagðist hafa undirbúið hana í um mánuð. Hann hafi sérstaklega leitað að sendiferðabíl sem væri ekki of stór og ekki of lítill. Hann hafi svo fundið sendiferðabíl sem var af „fullkominni stærði til að nota sem vopn mitt“. Hann ók eftir fjölfarinni götu í Toronto og eins og áður segir dóu tíu og sextán særðust. Eina ástæða þess að Minassian stöðvaði árás sína var að drykkur einhvers sem hann ók yfir hafði skvest á framrúðu sendiferðabílsins. „Ég vildi gera meira,“ sagði Minassian en bætti við að hann hefði ekki séð út um rúðuna og óttaðist að keyra á eitthvað. Kanada Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Skömmu eftir að Alek Minassian var handtekinn í Toronto í Kanada, sagði hann lögregluþjóni að hann hefði verið í samskiptum við tvo fjöldamorðingja sem aðhyllast „incel“ hugmyndafræðinni. Minassian játaði að hafa notað sendiferðabíl sem vopn og að hafa myrt tíu manns og sært 16 í apríl í fyrra. Þegar hann var spurður út í tilfinningar sínar gagnvart morðunum sagðist Minassian vera þeirrar skoðunar að hann hefði „lokið ætlunarverki“ sínu. Minassian sagðist aldrei hafa átt kærustu og sagðist aldrei hafa lagt stundað ástarmök og sömuleiðis sagðist hann vonast til þess að hvetja til fleiri árása. „Ég veit um nokkra aðra stráka á netinu sem eru samhuga mér,“ sagði Minassian en hann bætti við að hann teldi þá of mikla heigla til að gera árásir. Hann sagði sömuleiðis að hann hefði fyrst „öfgavæst“ eftir maður að nafni Elliot Rodger skaut sex til bana og særði fjórtán í Kaliforníu árið 2014. Rodger skilgreindi sig einnig sem Incel og er álitinn stofnandi hreyfingarinnar, ef svo má kalla, en hann beindi byssu sinni að sjálfum sér áður en hann var handtekinn. Þetta kemur fram á upptöku af viðtali rannsóknarlögreglumanns við Minassian sem opinberað var í morgun. Réttarhöldin yfir honum munu fara fram í byrjun næsta árs.Gat ekki „fengið á broddinn“ „Incel“ er stytting á „involuntary celibate“ eða sá sem er „þvingaður til skírlífis“ á íslensku. Þeir sem samsama sig við þessa skilgreiningu eru nær alfarið karlmenn. Á helsta spjallssvæði Incel-hreyfingarinnar er hún skilgreind sem samansafn fólks sem „getur ekki stundað kynlíf þrátt fyrir að það langi til þess.“ Að sama skapi sé þessum einstaklingum neitað um ánægjuna sem hlýst af rómantískum samböndum.Sjá einnig: Incel hreyfingin - Eitruð karlmennska sem getur endað með ofbeldiMinassian sagðist hafa átt í samskiptum við Rodger frá janúar 2014 og til maí, skömmu áður en Roger framdi áðurnefnt fjöldamorð. „Okkur fannst hvor annar áhugaverður,“ sagði Minassian, samkvæmt CBC í Kanada. „Við ræddum gremju okkar gagnvart samfélaginu og það að við gætum ekki fengið á broddinn.“Sjá einnig: Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninnMinassian sagðist einnig hafa átt í samskiptum við Chris Harper-Mercer, sem skaut níu manns til bana og særði átta í október 2015. Staðhæfingar hans um samskipti við Harper-Mercer og Rodger hafa þó ekki verið staðfestar. Minassian sagði lögregluþjóninum á einum tímapunkti að ástæða þess að hann hefði aldrei átt kærustu væri að hann væri „of almennilegur“. Hann sagði frá því að árið 2013 hefði hann verið í hrekkjavökupartí og þar hefðu konur sem hann reyndi að tala við, hlegið að honum. Hann hafði aðeins einu sinni boðið konu á stefnumót en hún hafnaði honum. Það tók verulega á, samkvæmt Minassian. Hann sagðist hafa orðið reiður yfir því að konur veittu stærri hrottum ást þeirra og umhyggju.Drykkur skettist á framrúðuna Minassian ræddi einnig árás sína við lögregluþjóninn og sagðist hafa undirbúið hana í um mánuð. Hann hafi sérstaklega leitað að sendiferðabíl sem væri ekki of stór og ekki of lítill. Hann hafi svo fundið sendiferðabíl sem var af „fullkominni stærði til að nota sem vopn mitt“. Hann ók eftir fjölfarinni götu í Toronto og eins og áður segir dóu tíu og sextán særðust. Eina ástæða þess að Minassian stöðvaði árás sína var að drykkur einhvers sem hann ók yfir hafði skvest á framrúðu sendiferðabílsins. „Ég vildi gera meira,“ sagði Minassian en bætti við að hann hefði ekki séð út um rúðuna og óttaðist að keyra á eitthvað.
Kanada Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira