Ákærður fyrir að hafa hótað starfsmanni TR: „Ég verð víst að heimsækja fjölskylduna þína aftur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2019 20:45 Lögregla fann einnig haglaskot í náttborðsskúffu á heimili mannsins. Vísir/Sigurjón. Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ýmis brot gegn valdstjórninni sem beindust fyrst og fremst að starfsmanni Tryggingastofnunnar ríkisins. Er honum gefið að sök að hafa hótað starfsmanninum líkamsmeiðingum, en starfsmaður hafði með mál mannsins að gera hjá stofnuninni. Meðal þess sem maðurinn er ákærður fyrir er að hafa að kvöldi 25. júlí á síðasta ári kastað brúsa með bensíni að heimili starfsmannsins. Fyrr um daginn hafði hann hótað sama starfsmanni líkamsmeiðingun. Í ákærunni er sagt að það hinn ákærði hafi gert þetta í því skyni að valda starfsmanninum ótta. Er honum gert að sök að hafa reynt að neyða starfsmanninn til þess að leiðrétta og endurgreiða bótagreiðslur mannsins. Þá er honum einnig gefið að sök að hafa hótað starfsmanninum ofbeldi með því að hafa sent starfsmanninum tölvupóst þann 23. febrúar síðastliðinn þar sem eftirfarandi skilaboð komu fram, sem að mati ákæruvaldsins flokkist sem brot gegn valdstjórninni:„ég verð víst að heimsækja fjölskylduna þína aftur, helvítis tussan þín..kannski B þingmaður langi til að nauðga þér ég vill allt annað...“ Er maðurinn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórnni með því að hafa sent sama starfsmanni annan tölvupóst, daginn eftir fyrri tölvupóstinn. Þar hótaði hann starfsmanninum ofbeldi með því að senda eftirfarandi skilaboð:„helvítis tussa sem ætti skilið eða dæturnar að vera stungnar með skítugri sprautunál...þið hatið mig og ég hata ykkur meira og veit hvar þið búið!!!“ Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni 0,38 grömm af marijúna sem lögreglan fann við leit á heimi hans í febrúar. Þar fann lögregla einnig tíu haglaskot af tegundini Winchester í ólæstro náttborðsskúffu við leit á heimili hans. Er maðurinn ákærður fyrir brot á vopnalögum fyrir að hafa haglaskotin í vörslu sinni án skotvopnaleyfis, sem og að hafa ekki geymt skotfærin á fullnægjandi hátt. Aðalmeðferð í málinu fer fram þann 17. október í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómsmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ýmis brot gegn valdstjórninni sem beindust fyrst og fremst að starfsmanni Tryggingastofnunnar ríkisins. Er honum gefið að sök að hafa hótað starfsmanninum líkamsmeiðingum, en starfsmaður hafði með mál mannsins að gera hjá stofnuninni. Meðal þess sem maðurinn er ákærður fyrir er að hafa að kvöldi 25. júlí á síðasta ári kastað brúsa með bensíni að heimili starfsmannsins. Fyrr um daginn hafði hann hótað sama starfsmanni líkamsmeiðingun. Í ákærunni er sagt að það hinn ákærði hafi gert þetta í því skyni að valda starfsmanninum ótta. Er honum gert að sök að hafa reynt að neyða starfsmanninn til þess að leiðrétta og endurgreiða bótagreiðslur mannsins. Þá er honum einnig gefið að sök að hafa hótað starfsmanninum ofbeldi með því að hafa sent starfsmanninum tölvupóst þann 23. febrúar síðastliðinn þar sem eftirfarandi skilaboð komu fram, sem að mati ákæruvaldsins flokkist sem brot gegn valdstjórninni:„ég verð víst að heimsækja fjölskylduna þína aftur, helvítis tussan þín..kannski B þingmaður langi til að nauðga þér ég vill allt annað...“ Er maðurinn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórnni með því að hafa sent sama starfsmanni annan tölvupóst, daginn eftir fyrri tölvupóstinn. Þar hótaði hann starfsmanninum ofbeldi með því að senda eftirfarandi skilaboð:„helvítis tussa sem ætti skilið eða dæturnar að vera stungnar með skítugri sprautunál...þið hatið mig og ég hata ykkur meira og veit hvar þið búið!!!“ Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni 0,38 grömm af marijúna sem lögreglan fann við leit á heimi hans í febrúar. Þar fann lögregla einnig tíu haglaskot af tegundini Winchester í ólæstro náttborðsskúffu við leit á heimili hans. Er maðurinn ákærður fyrir brot á vopnalögum fyrir að hafa haglaskotin í vörslu sinni án skotvopnaleyfis, sem og að hafa ekki geymt skotfærin á fullnægjandi hátt. Aðalmeðferð í málinu fer fram þann 17. október í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómsmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira