Mælti fyrir frumvarpi um ráðstafanir vegna Brexit Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2019 19:45 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hann segir mikilvægt að sem allra minnst röskun verði á viðskiptum Evrópuríkja vegna Brexit. Frumvarpið veitir íslenskum stjórnvöldum heimildir til að grípa til ýmissa úrræða vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, einkum er varða borgaraleg réttindi og viðskipti. „Hér erum við að leggja upp með frumvarp sem að gerir ráð fyrir að sama hvor sviðsmyndin komi upp, hvort þeir gangi út án samnings eða með þeim samningi sem að liggur á borðinu, að þá eru hagsmunir okkar vel tryggðir,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segist vona að Bretum takist að leysa sem fyrst þá flækju sem uppi er þar í landi vegna Brexit.Sjá einnig: Dómsmálaráðherra jós úr skálum reiði sinnar í umræðum um BrexitEn er yfir höfuð hægt að tryggja hagsmuni Íslands á þessari stundu á meðan staðan er eins og hún er í Bretlandi? „Já, og við erum búin að leggja gríðarlega mikla vinnu í undirbúninginn. Og við höfum ekki gert það bara ein, við höfum gert það í góðu samstarfi við bresk stjórnvöld, sömuleiðis við félaga okkar í EFTA-ríkjunum og EES og átt samskipti sömuleiðis við Evrópusambandið og ekki síst hagsmunaaðila hér á landi. Þannig að við höfum lagt mikið í undirbúninginn enda eru hér miklir hagsmunir í húfi,“ svarar ráðherra. Vinnunni sé þó ekki lokið þegar til þess loks kemur að Bretar gangi úr Evrópusambandinu, hvort sem útgangan verður með eða án samnings. „Hitt verkefnið það er að ganga frá framtíðarsamkomulagi og við höfum lagt mikla áherslu á það og fengið mjög góð viðbrögð frá breskum stjórnvöldum.“ Alþingi Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hann segir mikilvægt að sem allra minnst röskun verði á viðskiptum Evrópuríkja vegna Brexit. Frumvarpið veitir íslenskum stjórnvöldum heimildir til að grípa til ýmissa úrræða vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, einkum er varða borgaraleg réttindi og viðskipti. „Hér erum við að leggja upp með frumvarp sem að gerir ráð fyrir að sama hvor sviðsmyndin komi upp, hvort þeir gangi út án samnings eða með þeim samningi sem að liggur á borðinu, að þá eru hagsmunir okkar vel tryggðir,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segist vona að Bretum takist að leysa sem fyrst þá flækju sem uppi er þar í landi vegna Brexit.Sjá einnig: Dómsmálaráðherra jós úr skálum reiði sinnar í umræðum um BrexitEn er yfir höfuð hægt að tryggja hagsmuni Íslands á þessari stundu á meðan staðan er eins og hún er í Bretlandi? „Já, og við erum búin að leggja gríðarlega mikla vinnu í undirbúninginn. Og við höfum ekki gert það bara ein, við höfum gert það í góðu samstarfi við bresk stjórnvöld, sömuleiðis við félaga okkar í EFTA-ríkjunum og EES og átt samskipti sömuleiðis við Evrópusambandið og ekki síst hagsmunaaðila hér á landi. Þannig að við höfum lagt mikið í undirbúninginn enda eru hér miklir hagsmunir í húfi,“ svarar ráðherra. Vinnunni sé þó ekki lokið þegar til þess loks kemur að Bretar gangi úr Evrópusambandinu, hvort sem útgangan verður með eða án samnings. „Hitt verkefnið það er að ganga frá framtíðarsamkomulagi og við höfum lagt mikla áherslu á það og fengið mjög góð viðbrögð frá breskum stjórnvöldum.“
Alþingi Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira