Laugavegurinn áfram göngugata í vetur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2019 16:35 Laugavegur við Klapparstíg. Hann hefur verið lokaður fyrir bílaumferð í sumar og svo verður áfram í vetur. Vísir/Vilhelm Tillaga að fyrsta áfanga að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu, var samþykkt í auglýsingu í skipulags- og samgönguráði og fer hún fyrir borgarráð á morgun, 26. september. „Göngugötur efla samskipti og auka lífsgæði borgarbúa,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Reikna má með því að tillagan verði samþykkt í borgarráði á morgun. Í tillögunni felst að hlutar Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs verða gerðir að varanlegum göngugötum. Samhliða því verður unnið að hönnun ýmissa lausna til að bæta göturnar og umhverfið. Allt yfirborð, gróður, götugögn og lýsing verður endurnýjað en hönnun svæðisins verður unnin af Arkís arkitektum í samstarfi við Landhönnun. Fyrsti áfangi sem nú er í deiliskipulags- og forhönnunarferli er Laugavegur á milli Klapparstígs og Ingólfsstrætis og Skólavörðustígur á milli Bergstaðastrætis og Laugavegar. Gert er ráð fyrir að deiliskipulagið verði afgreitt á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020.Akstursstefnu á Laugaveginum fyrir neðan Frakkastíg hefur verið breytt. Nú ekur fólk upp Laugaveginum frá Klapparstíg.Vísir/Vilhelm742 stæði í bílastæðahúsum Í dag var einnig samþykkt tillaga um að Laugavegur frá Klapparstíg að Ingólfsstræti, Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti að Laugavegi og Bankastræti frá Skólavörðustíg að Þingholtsstræti verði áfram göngugötur í vetur eða frá 1.október 2019 til 1. maí 2020. Þessar götur verða opnar fyrir akstur vegna vöruafgreiðslu frá 7-11 virka daga 8-11 á laugardögum á tímabilinu. Önnur umferð ökutækja er óheimil á svæðinu á göngugötutímabilinu og allar bifreiðastöður einnig óheimilar. Minnt er á að 742 bílastæði má finna í bílastæðahúsum í miðborginni. Bílastæðum fyrir hreyfihamlaða verði fjlögað í hliðargötum við göngugötuna. „Sýnt hefur verið fram á að með þessari breytingu má skapa betra verslunarumhverfi og koma til móts við nýjar áskoranir í verslun þar sem upplifun og þjónusta eru stór þáttur. Gangandi vegfarendur fá betri hljóðvist á öllu svæðinu, minni mengun auk þess sem aðgengi fyrir alla er betrumbætt. Að breyta götum á svæðinu í göngugötur og færa þar með umferð akandi og bílastæði frá götunum er talið hafa margvísleg jákvæð umhverfisáhrif. Göngugötur eru sá áfangastaður borga sem flestir heimsækja til þess að dvelja á og eykur það mannlíf allan sólarhringinn og bætir upplifun,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Ekkert öngþveiti á göngugötum þó hreyfihamlaðir megi keyra þar Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir það sofandahátt hjá borginni að hafa ekki komið að athugasemdum um ný umferðarlög. 15. júlí 2019 06:00 Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. 4. júlí 2019 14:26 Ökumenn aka nú upp Laugaveg Klukkan átta í morgun var akstursstefnu bíla um Laugaveg breytt. Frá Klapparstíg má nú aka upp Laugaveginn. Með breytingunni er öryggi gangandi vegfarenda sett í fyrsta sæti. 14. júní 2019 20:00 Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Tillaga að fyrsta áfanga að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu, var samþykkt í auglýsingu í skipulags- og samgönguráði og fer hún fyrir borgarráð á morgun, 26. september. „Göngugötur efla samskipti og auka lífsgæði borgarbúa,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Reikna má með því að tillagan verði samþykkt í borgarráði á morgun. Í tillögunni felst að hlutar Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs verða gerðir að varanlegum göngugötum. Samhliða því verður unnið að hönnun ýmissa lausna til að bæta göturnar og umhverfið. Allt yfirborð, gróður, götugögn og lýsing verður endurnýjað en hönnun svæðisins verður unnin af Arkís arkitektum í samstarfi við Landhönnun. Fyrsti áfangi sem nú er í deiliskipulags- og forhönnunarferli er Laugavegur á milli Klapparstígs og Ingólfsstrætis og Skólavörðustígur á milli Bergstaðastrætis og Laugavegar. Gert er ráð fyrir að deiliskipulagið verði afgreitt á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020.Akstursstefnu á Laugaveginum fyrir neðan Frakkastíg hefur verið breytt. Nú ekur fólk upp Laugaveginum frá Klapparstíg.Vísir/Vilhelm742 stæði í bílastæðahúsum Í dag var einnig samþykkt tillaga um að Laugavegur frá Klapparstíg að Ingólfsstræti, Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti að Laugavegi og Bankastræti frá Skólavörðustíg að Þingholtsstræti verði áfram göngugötur í vetur eða frá 1.október 2019 til 1. maí 2020. Þessar götur verða opnar fyrir akstur vegna vöruafgreiðslu frá 7-11 virka daga 8-11 á laugardögum á tímabilinu. Önnur umferð ökutækja er óheimil á svæðinu á göngugötutímabilinu og allar bifreiðastöður einnig óheimilar. Minnt er á að 742 bílastæði má finna í bílastæðahúsum í miðborginni. Bílastæðum fyrir hreyfihamlaða verði fjlögað í hliðargötum við göngugötuna. „Sýnt hefur verið fram á að með þessari breytingu má skapa betra verslunarumhverfi og koma til móts við nýjar áskoranir í verslun þar sem upplifun og þjónusta eru stór þáttur. Gangandi vegfarendur fá betri hljóðvist á öllu svæðinu, minni mengun auk þess sem aðgengi fyrir alla er betrumbætt. Að breyta götum á svæðinu í göngugötur og færa þar með umferð akandi og bílastæði frá götunum er talið hafa margvísleg jákvæð umhverfisáhrif. Göngugötur eru sá áfangastaður borga sem flestir heimsækja til þess að dvelja á og eykur það mannlíf allan sólarhringinn og bætir upplifun,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Ekkert öngþveiti á göngugötum þó hreyfihamlaðir megi keyra þar Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir það sofandahátt hjá borginni að hafa ekki komið að athugasemdum um ný umferðarlög. 15. júlí 2019 06:00 Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. 4. júlí 2019 14:26 Ökumenn aka nú upp Laugaveg Klukkan átta í morgun var akstursstefnu bíla um Laugaveg breytt. Frá Klapparstíg má nú aka upp Laugaveginn. Með breytingunni er öryggi gangandi vegfarenda sett í fyrsta sæti. 14. júní 2019 20:00 Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ekkert öngþveiti á göngugötum þó hreyfihamlaðir megi keyra þar Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir það sofandahátt hjá borginni að hafa ekki komið að athugasemdum um ný umferðarlög. 15. júlí 2019 06:00
Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. 4. júlí 2019 14:26
Ökumenn aka nú upp Laugaveg Klukkan átta í morgun var akstursstefnu bíla um Laugaveg breytt. Frá Klapparstíg má nú aka upp Laugaveginn. Með breytingunni er öryggi gangandi vegfarenda sett í fyrsta sæti. 14. júní 2019 20:00
Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00