Innviðir kaupa 13 prósenta hlut í HS Veitum Hörður Ægisson skrifar 25. september 2019 07:00 Áætlaðar tekjur HS Veitna á þessu ári eru rúmlega 7,4 milljarðar. króna Framtakssjóðurinn Innviðir fjárfestingar, sem er að langstærstum hluta fjármagnaður af lífeyrissjóðum, gekk í síðasta mánuði frá kaupum á tæplega 38 prósenta hlut í HSV eignarhaldsfélagi, næststærsta hluthafa HS Veitna með um 34,4 prósenta hlut, samkvæmt heimildum Markaðarins. Samtals er því um að ræða um þrettán prósenta óbeinan hlut í HS Veitum en kaupverðið nam rúmlega þremur milljörðum króna. Seljendur voru einkum Akur fjárfestingar og TM, sem áttu saman um 30 prósenta hlut, en þá seldi Ursus, félag Heiðars Guðjónssonar forstjóra Sýnar, einnig meðal annars hluta af sínum bréfum í félaginu. Formlegt söluferli á hlut í HSV hófst í maí en það var fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hafði umsjón með ferlinu. Í fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem bar heitið Project Heat, kom fram að áætlaður hagnaður HS Veitna fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) fyrir árið 2019 yrði um 2,9 milljarðar og að tekjur myndu aukast um liðlega 500 milljónir og verða rúmlega 7,4 milljarðar. HS Veitur er með dreifikerfi á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Árborg og Vestmannaeyjum, sér um sölu og dreifingu á heitu og köldu vatni ásamt dreifingu á raforku. Aðrir hluthafar eru Reykjanesbær með 50,01 prósents hlut, Hafnarfjarðarbær 5,4 prósenta hlut og Sandgerðisbær með 0,1 prósents hlut. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Bjóða 15 prósenta hlut í HS Veitum til sölu Fjárfestar hyggjast selja tæplega 42 prósenta hlut í félagi sem er næststærsti hluthafinn í HS Veitum. Samtals er um að ræða nærri 15 prósenta óbeinan hlut í fyrirtækinu sem er að mestu í eigu sveitarfélaga. 8. maí 2019 07:15 Bætir ekki við sig í HS Veitum Bæjarráð Reykjanesbæjar ákvað á fundi sínum í lok síðasta mánaðar að gera ekki tilboð í hlut í HSV eignarhaldsfélagi, næststærsta hluthafa HS Veitna með ríflega þriðjungshlut, en tæplega 42 prósenta hlutur í eignarhaldsfélaginu var settur í opið söluferli í byrjun maímánaðar. 12. júní 2019 07:45 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Framtakssjóðurinn Innviðir fjárfestingar, sem er að langstærstum hluta fjármagnaður af lífeyrissjóðum, gekk í síðasta mánuði frá kaupum á tæplega 38 prósenta hlut í HSV eignarhaldsfélagi, næststærsta hluthafa HS Veitna með um 34,4 prósenta hlut, samkvæmt heimildum Markaðarins. Samtals er því um að ræða um þrettán prósenta óbeinan hlut í HS Veitum en kaupverðið nam rúmlega þremur milljörðum króna. Seljendur voru einkum Akur fjárfestingar og TM, sem áttu saman um 30 prósenta hlut, en þá seldi Ursus, félag Heiðars Guðjónssonar forstjóra Sýnar, einnig meðal annars hluta af sínum bréfum í félaginu. Formlegt söluferli á hlut í HSV hófst í maí en það var fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hafði umsjón með ferlinu. Í fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem bar heitið Project Heat, kom fram að áætlaður hagnaður HS Veitna fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) fyrir árið 2019 yrði um 2,9 milljarðar og að tekjur myndu aukast um liðlega 500 milljónir og verða rúmlega 7,4 milljarðar. HS Veitur er með dreifikerfi á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Árborg og Vestmannaeyjum, sér um sölu og dreifingu á heitu og köldu vatni ásamt dreifingu á raforku. Aðrir hluthafar eru Reykjanesbær með 50,01 prósents hlut, Hafnarfjarðarbær 5,4 prósenta hlut og Sandgerðisbær með 0,1 prósents hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Bjóða 15 prósenta hlut í HS Veitum til sölu Fjárfestar hyggjast selja tæplega 42 prósenta hlut í félagi sem er næststærsti hluthafinn í HS Veitum. Samtals er um að ræða nærri 15 prósenta óbeinan hlut í fyrirtækinu sem er að mestu í eigu sveitarfélaga. 8. maí 2019 07:15 Bætir ekki við sig í HS Veitum Bæjarráð Reykjanesbæjar ákvað á fundi sínum í lok síðasta mánaðar að gera ekki tilboð í hlut í HSV eignarhaldsfélagi, næststærsta hluthafa HS Veitna með ríflega þriðjungshlut, en tæplega 42 prósenta hlutur í eignarhaldsfélaginu var settur í opið söluferli í byrjun maímánaðar. 12. júní 2019 07:45 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bjóða 15 prósenta hlut í HS Veitum til sölu Fjárfestar hyggjast selja tæplega 42 prósenta hlut í félagi sem er næststærsti hluthafinn í HS Veitum. Samtals er um að ræða nærri 15 prósenta óbeinan hlut í fyrirtækinu sem er að mestu í eigu sveitarfélaga. 8. maí 2019 07:15
Bætir ekki við sig í HS Veitum Bæjarráð Reykjanesbæjar ákvað á fundi sínum í lok síðasta mánaðar að gera ekki tilboð í hlut í HSV eignarhaldsfélagi, næststærsta hluthafa HS Veitna með ríflega þriðjungshlut, en tæplega 42 prósenta hlutur í eignarhaldsfélaginu var settur í opið söluferli í byrjun maímánaðar. 12. júní 2019 07:45