Súru og söltu koddarnir horfnir af nammibarnum fyrir fullt og allt Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2019 21:13 Nammigrísir sjá fram á varanlega vöntun á súru og söltu koddunum, sem sjást hér á mynd. Aðsend mynd Framleiðslu á hinum vinsælu súru og söltu koddum, sem Íslendingar kannast eflaust margir við úr nammibörum landsins, hefur verið hætt. Umræður kviknuðu á Twitter fyrr í mánuðinum að umrætt sælgæti, sem er sænskt og gengur undir nafninu Super sura/salta puffar, hefði ekki fengist á nammibar hér á landi mánuðum saman. Lýstu margir yfir vonbrigðum þegar þeir kæmu að tómum kofanum hvað kodda varðar á nammibörum. Nammigrísir gæddu sér gjarnan á molunum í „samloku“, líkt og sjónvarps- og íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir hjá Ríkisútvarpinu sýnir hér að neðan í tísti sínu frá því í fyrra.Ég þakka OJ&Kaaber fyrir þessa góðu sendingu hingað á RÚV Þetta er bara djöfulli fínt! Ég er orðin áhrifavaldur í nammi, sem er í raun það eina sem ég vildi út úr þessu lífi! pic.twitter.com/8Y3MppGvU2— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) September 27, 2019 Nokkuð heitar umræður spunnust og lýstu margir Twitter-notendur yfir sárri vöntun á sælgætinu. Þá lýsti Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi söltu koddunum sem „ávanabindandi dópi“.Bleiku eru alveg fínir. Gráu eru hins vegar ávanabindandi dóp.— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) September 15, 2019 Árni Arnórsson markaðsstjóri heildsölunnar Innnes, sem flutti sælgætið inn, segir í svari við fyrirspurn Vísis að vörurnar hafi notið gríðarlegra vinsælda og því hafi það verið mikil vonbrigði þegar framleiðslu á þeim var hætt í upphafi þessa árs. „Við höfum fengið fjölda fyrirspurna bæði beint frá neytendum og í gegnum okkar viðskiptavini,“ segir Árni. Undir þetta tekur Vignir Þór Birgisson, vörustjóri matvöru hjá verslunum Hagkaups sem seldu sælgætið á nammibörum sínum. „Við höfum fengið persónulegar ábendingarnar frá vinum og vandamönnum sem elskuðu að fá sér „samloku“,“ segir Vignir. Þá bendir Árni á að keimlíkt bragð og af koddunum fáist í hauskúpuhlaupi frá sælgætisframleiðandanum BUBS, sem Innnes flytur einnig inn. Ábending þess efnis kom jafnframt upp í umræddum Twitter-þræði en við misjafnar undirtektir þó. Matur Neytendur Tímamót Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Framleiðslu á hinum vinsælu súru og söltu koddum, sem Íslendingar kannast eflaust margir við úr nammibörum landsins, hefur verið hætt. Umræður kviknuðu á Twitter fyrr í mánuðinum að umrætt sælgæti, sem er sænskt og gengur undir nafninu Super sura/salta puffar, hefði ekki fengist á nammibar hér á landi mánuðum saman. Lýstu margir yfir vonbrigðum þegar þeir kæmu að tómum kofanum hvað kodda varðar á nammibörum. Nammigrísir gæddu sér gjarnan á molunum í „samloku“, líkt og sjónvarps- og íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir hjá Ríkisútvarpinu sýnir hér að neðan í tísti sínu frá því í fyrra.Ég þakka OJ&Kaaber fyrir þessa góðu sendingu hingað á RÚV Þetta er bara djöfulli fínt! Ég er orðin áhrifavaldur í nammi, sem er í raun það eina sem ég vildi út úr þessu lífi! pic.twitter.com/8Y3MppGvU2— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) September 27, 2019 Nokkuð heitar umræður spunnust og lýstu margir Twitter-notendur yfir sárri vöntun á sælgætinu. Þá lýsti Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi söltu koddunum sem „ávanabindandi dópi“.Bleiku eru alveg fínir. Gráu eru hins vegar ávanabindandi dóp.— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) September 15, 2019 Árni Arnórsson markaðsstjóri heildsölunnar Innnes, sem flutti sælgætið inn, segir í svari við fyrirspurn Vísis að vörurnar hafi notið gríðarlegra vinsælda og því hafi það verið mikil vonbrigði þegar framleiðslu á þeim var hætt í upphafi þessa árs. „Við höfum fengið fjölda fyrirspurna bæði beint frá neytendum og í gegnum okkar viðskiptavini,“ segir Árni. Undir þetta tekur Vignir Þór Birgisson, vörustjóri matvöru hjá verslunum Hagkaups sem seldu sælgætið á nammibörum sínum. „Við höfum fengið persónulegar ábendingarnar frá vinum og vandamönnum sem elskuðu að fá sér „samloku“,“ segir Vignir. Þá bendir Árni á að keimlíkt bragð og af koddunum fáist í hauskúpuhlaupi frá sælgætisframleiðandanum BUBS, sem Innnes flytur einnig inn. Ábending þess efnis kom jafnframt upp í umræddum Twitter-þræði en við misjafnar undirtektir þó.
Matur Neytendur Tímamót Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira