Sorpa bíður niðurstöðu Seltjarnarnesbæjar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. september 2019 13:30 Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar Seltjarnanesbæjar segir bæjarstjórn ósátta með svör formanns stjórnar Sorpu og framkvæmdastjóra um málefni samlagsins. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort Seltjarnarnes samþykki lán Sorpu. Stjórn Sorpu skýrði frá því síðustu mánaðamót að gera þyrfti breytingar á fjárfestingaráætlun samlagsins vegna viðbótarkostnaðar upp á einn komm fjóra milljarða króna. Annars vegar var um að ræða viðbótarkostnað vegna byggingar nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi og síðan hafi gleymdist að setja 720 milljónir króna í áætlunina vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð. Fram kom að Sorpa ætlaði að mæta þessu með því að taka viðbótarlán upp á milljarð. Sorpa er byggðasamlag og eiga sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samlagið. Þannig lagði Reykjavík til tvo þriðju af stofnfé, Hafnarfjörður og Kópavogur lögðu til ríflega einn tíunda. Garðabær og Mosfellsbær fara með innan við 5% af stofnfénu, Seltjarnarnes um 3% og Bessastaðarhreppur innan við 1%. Sveitarfélögin þurfa öll að samþykkja viðbótarlánið og hafa þau öll samþykkt nema Seltjarnarnesbær. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur á að lánið verði samþykkt til að gera haldið áfram með framkvæmdir við gas-og jarðgerðarstöðina. Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness sagði í samtali við fréttastofu að bæjarstjórnin hafi ekki fundist skýringar Birkis Jóns Jónssonar formanns stjórnar Sorpu og Björn Halldórssonar framkvæmdastjóra á viðbótarkostnaðinum og mistökunum í fjárfestingaráætluninni nógu góðar á fundi í síðustu viku. Málinu hafi því verið frestað. Á fundinum hafi bæjarstjórn rætt um hvort ekki ætti að bíða eftir úttekt á málum Sorpu áður en ákvörðun verði tekin. Sorpa hafi sýnt slæmt fordæmi í rekstri. Hann segir enn fremur að á fimmtudaginn verði bæjarstjórnarfundur og málefni Sorpu séu ekki á dagskrá fundarins. Það þýði þó ekki að málið verði ekki tekið fyrir enda liggi á að leysa það. Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Stjórn Sorpu skýrði frá því síðustu mánaðamót að gera þyrfti breytingar á fjárfestingaráætlun samlagsins vegna viðbótarkostnaðar upp á einn komm fjóra milljarða króna. Annars vegar var um að ræða viðbótarkostnað vegna byggingar nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi og síðan hafi gleymdist að setja 720 milljónir króna í áætlunina vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð. Fram kom að Sorpa ætlaði að mæta þessu með því að taka viðbótarlán upp á milljarð. Sorpa er byggðasamlag og eiga sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samlagið. Þannig lagði Reykjavík til tvo þriðju af stofnfé, Hafnarfjörður og Kópavogur lögðu til ríflega einn tíunda. Garðabær og Mosfellsbær fara með innan við 5% af stofnfénu, Seltjarnarnes um 3% og Bessastaðarhreppur innan við 1%. Sveitarfélögin þurfa öll að samþykkja viðbótarlánið og hafa þau öll samþykkt nema Seltjarnarnesbær. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur á að lánið verði samþykkt til að gera haldið áfram með framkvæmdir við gas-og jarðgerðarstöðina. Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness sagði í samtali við fréttastofu að bæjarstjórnin hafi ekki fundist skýringar Birkis Jóns Jónssonar formanns stjórnar Sorpu og Björn Halldórssonar framkvæmdastjóra á viðbótarkostnaðinum og mistökunum í fjárfestingaráætluninni nógu góðar á fundi í síðustu viku. Málinu hafi því verið frestað. Á fundinum hafi bæjarstjórn rætt um hvort ekki ætti að bíða eftir úttekt á málum Sorpu áður en ákvörðun verði tekin. Sorpa hafi sýnt slæmt fordæmi í rekstri. Hann segir enn fremur að á fimmtudaginn verði bæjarstjórnarfundur og málefni Sorpu séu ekki á dagskrá fundarins. Það þýði þó ekki að málið verði ekki tekið fyrir enda liggi á að leysa það.
Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira