Hraðakstur og bágborið ástand bíls orsök banaslyss á Grindavíkurvegi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2019 16:32 Mynd úr skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Ökumaður Chevrolet-bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum í hálku á Grindavíkurvegi 12. janúar 2017 með þeim afleiðingum að hann ók framan á annan bíl, ók of hratt. Þá voru hjólbarðar lélegir, hemlabúnaður í bágbornu ástandi auk þess sem bifreiðin hafði misst styrk vegna ryðskemmda.Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hefur birt niðurstöðu rannsóknar sinnar. Ökumaður Chevrolet-bílsins lést í slysinu en um var að ræða átján ára stúlku. Bílnum var ekið á hraðanum 95-110 km/klst en leyfilegur hámarkshraði á veginum er 90 km/klst. Ökumaður fólksbifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku rétt fyrir klukkan níu umræddan morgun. Bifreiðin snérist og rann á hlið framan á aðra Mazda-bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Að sögn ökumanns Mazda bifreiðarinnar, sem komst hjálparlaust út úr bíl sínum og slasaðist ekki alvarlega, var of stuttur tími frá því að hann áttaði sig á aðsteðjandi hættu þar til áreksturinn varð til þess að hann næði að forða árekstri. Mözdunni var ekið á 77-83 km/klst hraða í aðdraganda árekstursins. Farþegi í Mözdunni hlaut alvarlega áverka þegar þungar farangurstöskur köstuðust aftan á sætisbak farþegasætisins í árekstrinum sem olli því að sætisbakið bognaði fram. Miðlína á veginum var þakin snjó þegar slysið átti sér stað. Frost var um 6 stig og myrkur, lítill vindur, um 4 m/s austlæg átt og lágt rakastig. Greining á veðri í aðdraganda slyssins leiddi í ljós að ólíklegt sé að staðbundin ísing hafi myndast á slysstað s.s. vegna raka frá Bláa Lóninu. Rannsakendur hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa minna á að akstursaðstæður að vetrarlagi á Íslandi geta verið varasamar. Þær geti breyst skyndilega og því nauðsynlegt að vera viðbúinn hálku og snjó. Afar mikilvægt sé að aka hægar ef grunur leikur á hálku á vegum til að minnka hættu á að missa stjórn á ökutækinu. Þá segir í ábendingum í skýrslunni að reglulega sé sett út á ástand hemla og hjólbarða í rannsóknum á ökutækjum eftir slys. Hjólbarðar og hemlakerfi annarrar bifreiðarinnar í þessu slysi hafi verið í bágbornu ástandi. „Mikilvægt er að ástand ökutækja í umferð sé gott svo ökumenn geti brugðist við óvæntum hættum og komist hjá slysum. Ráðlegt er að endurnýja hálfslitna hjólbarða frekar en að aka á hjólbörðum með mismörgum nöglum. Það ástand getur valdið því að veggrip hjólanna undir bifreiðinni er misjafnt sem veldur óstöðugleika í akstri,“ segir í ábendingum í skýrslunni. Grindavík Samgönguslys Tengdar fréttir Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Ökumaður Chevrolet-bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum í hálku á Grindavíkurvegi 12. janúar 2017 með þeim afleiðingum að hann ók framan á annan bíl, ók of hratt. Þá voru hjólbarðar lélegir, hemlabúnaður í bágbornu ástandi auk þess sem bifreiðin hafði misst styrk vegna ryðskemmda.Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hefur birt niðurstöðu rannsóknar sinnar. Ökumaður Chevrolet-bílsins lést í slysinu en um var að ræða átján ára stúlku. Bílnum var ekið á hraðanum 95-110 km/klst en leyfilegur hámarkshraði á veginum er 90 km/klst. Ökumaður fólksbifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku rétt fyrir klukkan níu umræddan morgun. Bifreiðin snérist og rann á hlið framan á aðra Mazda-bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Að sögn ökumanns Mazda bifreiðarinnar, sem komst hjálparlaust út úr bíl sínum og slasaðist ekki alvarlega, var of stuttur tími frá því að hann áttaði sig á aðsteðjandi hættu þar til áreksturinn varð til þess að hann næði að forða árekstri. Mözdunni var ekið á 77-83 km/klst hraða í aðdraganda árekstursins. Farþegi í Mözdunni hlaut alvarlega áverka þegar þungar farangurstöskur köstuðust aftan á sætisbak farþegasætisins í árekstrinum sem olli því að sætisbakið bognaði fram. Miðlína á veginum var þakin snjó þegar slysið átti sér stað. Frost var um 6 stig og myrkur, lítill vindur, um 4 m/s austlæg átt og lágt rakastig. Greining á veðri í aðdraganda slyssins leiddi í ljós að ólíklegt sé að staðbundin ísing hafi myndast á slysstað s.s. vegna raka frá Bláa Lóninu. Rannsakendur hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa minna á að akstursaðstæður að vetrarlagi á Íslandi geta verið varasamar. Þær geti breyst skyndilega og því nauðsynlegt að vera viðbúinn hálku og snjó. Afar mikilvægt sé að aka hægar ef grunur leikur á hálku á vegum til að minnka hættu á að missa stjórn á ökutækinu. Þá segir í ábendingum í skýrslunni að reglulega sé sett út á ástand hemla og hjólbarða í rannsóknum á ökutækjum eftir slys. Hjólbarðar og hemlakerfi annarrar bifreiðarinnar í þessu slysi hafi verið í bágbornu ástandi. „Mikilvægt er að ástand ökutækja í umferð sé gott svo ökumenn geti brugðist við óvæntum hættum og komist hjá slysum. Ráðlegt er að endurnýja hálfslitna hjólbarða frekar en að aka á hjólbörðum með mismörgum nöglum. Það ástand getur valdið því að veggrip hjólanna undir bifreiðinni er misjafnt sem veldur óstöðugleika í akstri,“ segir í ábendingum í skýrslunni.
Grindavík Samgönguslys Tengdar fréttir Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00
Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00