Silkeborg komst 2-1 yfir í leiknum en tvö mörk frá Gustav Marcussen í síðari hálfleik tryggðu Lyngby sigurinn og þeir eru komnir upp í tíunda sætið. Þeir eru nýliðar í deildinni.
Leikmenn Lyngby voru ánægðir með stuðningsmenn liðsins sem tóku túrinn til Silkeborg en það tekur rúma þrjá tíma að keyra frá Lyngby til Silkeborg.
Lasse Fosgaard setti inn á Facebook-síðu stuðningsmanna Lyngby eftir leikinn hvort að einn af stuðningsmönnunum sem væru í rútunni gæti sent sér reikningsnúmerið sitt.
Leikmennirnir vildu leggja sitt að mörkum og kaupa tvo kassa af bjór fyrir frábæran stuðning sem þeir fengu á útivelli.
#SammenForLyngbypic.twitter.com/Sg8ZxGMyyi
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) September 22, 2019