Skólastofan hrundi í fyrstu kennslustund Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2019 07:44 Frá vettvangi í morgun. Skjáskot Hið minnsta sjö börn eru talin hafa látist eftir að skólabygging í Naíróbí, höfuðborg Kenía, hrundi í morgun. Að sögn breska ríkisútvarpsins voru aðeins örfáar mínutur liðnar af fyrstu kennslustund dagsins þegar viðarbyggingin sem hýsti skólann Precious Talent Top School féll saman. Fregnirnar sem berast þaðan bera með sér að tugir barna gætu verið fastir í rústum byggingarinnar. Unnið er að björgun þeirra og er fjöldi slökkviliðis-, sjúkraflutninga- og björgunarsveitarmanna á vettvangi þessa stundina. Nú þegar er búið að flytja á sjötta tug barna á sjúkrahús til aðhlynningar. Viðbragðsaðilar eru þó sagðir eiga í vandræðum með að athafna sig vegna þess mikla fjölda fólks sem safnast hefur saman við rústir og skólans og boðið fram aðstoð sína. Moses Wainaina, sem sagður er vera eigandi skólans, lýsir atburðarás morgunsins sem óhappi. Sökin liggi hjá borgaryfirvöldum í Naíróbí sem hafi nýlega ráðist í lagnaframkvæmdir í bakgarði skólans. Það hafi orðið til þess að veikja undirstöður hans, með fyrrnefndum afleiðingum. Foreldrar barna söfnuðust saman við skólann í morgun og óskuðu útskýringa frá ráðamönnum. Þeir segjast áður hafa kvartað undan ástandi skólabyggingarinnar, án þess að nokkuð hafi verið gert. Hér að neðan má sjá myndband sem héraðsmiðillinn Daily Nation hefur tekið saman um slysið. Kenía Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Hið minnsta sjö börn eru talin hafa látist eftir að skólabygging í Naíróbí, höfuðborg Kenía, hrundi í morgun. Að sögn breska ríkisútvarpsins voru aðeins örfáar mínutur liðnar af fyrstu kennslustund dagsins þegar viðarbyggingin sem hýsti skólann Precious Talent Top School féll saman. Fregnirnar sem berast þaðan bera með sér að tugir barna gætu verið fastir í rústum byggingarinnar. Unnið er að björgun þeirra og er fjöldi slökkviliðis-, sjúkraflutninga- og björgunarsveitarmanna á vettvangi þessa stundina. Nú þegar er búið að flytja á sjötta tug barna á sjúkrahús til aðhlynningar. Viðbragðsaðilar eru þó sagðir eiga í vandræðum með að athafna sig vegna þess mikla fjölda fólks sem safnast hefur saman við rústir og skólans og boðið fram aðstoð sína. Moses Wainaina, sem sagður er vera eigandi skólans, lýsir atburðarás morgunsins sem óhappi. Sökin liggi hjá borgaryfirvöldum í Naíróbí sem hafi nýlega ráðist í lagnaframkvæmdir í bakgarði skólans. Það hafi orðið til þess að veikja undirstöður hans, með fyrrnefndum afleiðingum. Foreldrar barna söfnuðust saman við skólann í morgun og óskuðu útskýringa frá ráðamönnum. Þeir segjast áður hafa kvartað undan ástandi skólabyggingarinnar, án þess að nokkuð hafi verið gert. Hér að neðan má sjá myndband sem héraðsmiðillinn Daily Nation hefur tekið saman um slysið.
Kenía Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira