Pepsi Max-mörkin: Máni sagði ummæli Blika „algjört bull“ Anton Ingi Leifsson skrifar 23. september 2019 08:00 Liðin stilla sér upp fyrir leikinn í gær. vísir/skjáskot ÍBV og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í næst síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla í gær en leikið var í roki og rigningu í Vestmannaeyjum. Samkvæmt heimildum Pepsi Max-markanna vildu Blikarnir fresta en Eyjamenn sögðu nei. Því kom ekki til frestunar og leikurinn fór fram við haustlegar aðstæður, vægast sagt, í Eyjum í gær. „Það þarf að vera samþykkja beggja félaganna og þeir geta ekki fengið KSÍ til þess að fresta fyrir sig. Þeir hefðu þurft á byrja því að fá Eyjamenn í lið með sér til þess að færa leikinn,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „KSÍ myndi ekki taka ákvörðun fyrr en bæði lið hefðu sent inn eitthvað erindi eða slíkt. Ef dómarinn metur það svo að völlurinn sé ekki leikfær þá er einnig hægt að fresta.“Ágúst Gylfason sagði í viðtali eftir leikinn að leikmenn Blika hefðu verið ælandi eftir ferðina með Herjólfi en leikmenn Blika komu til Eyja daginn fyrir leik. Máni Pétursson gaf ekki mikið fyrir þessi ummæli. „Þeir fóru í gær (innsk. blm. laugardag) og síðan ferðu bara og leggur þig. Þetta er ekkert voða flókið. Ef Vestmanneyingar væru þannig að þeir gætu bara hringt í KSÍ og sagt að það væri vont í sjóinn þá væru fimmtán leikdagar sem ÍBV gæti spilað á sumrin,“ sagði Máni og hélt áfram: „Þetta er algjört bull og auðvitað átti að spila þennan leik. Ég hef spilað í miklu verra veðri en ég hreyfði mig reyndar ekki mikið í þeim leik. Við spiluðum þarna með Keflavík og þurftum að vera tvo aukadaga í Eyjum því það var ekki hægt að fara með bátnum.“Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um frestun í Eyjum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
ÍBV og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í næst síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla í gær en leikið var í roki og rigningu í Vestmannaeyjum. Samkvæmt heimildum Pepsi Max-markanna vildu Blikarnir fresta en Eyjamenn sögðu nei. Því kom ekki til frestunar og leikurinn fór fram við haustlegar aðstæður, vægast sagt, í Eyjum í gær. „Það þarf að vera samþykkja beggja félaganna og þeir geta ekki fengið KSÍ til þess að fresta fyrir sig. Þeir hefðu þurft á byrja því að fá Eyjamenn í lið með sér til þess að færa leikinn,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „KSÍ myndi ekki taka ákvörðun fyrr en bæði lið hefðu sent inn eitthvað erindi eða slíkt. Ef dómarinn metur það svo að völlurinn sé ekki leikfær þá er einnig hægt að fresta.“Ágúst Gylfason sagði í viðtali eftir leikinn að leikmenn Blika hefðu verið ælandi eftir ferðina með Herjólfi en leikmenn Blika komu til Eyja daginn fyrir leik. Máni Pétursson gaf ekki mikið fyrir þessi ummæli. „Þeir fóru í gær (innsk. blm. laugardag) og síðan ferðu bara og leggur þig. Þetta er ekkert voða flókið. Ef Vestmanneyingar væru þannig að þeir gætu bara hringt í KSÍ og sagt að það væri vont í sjóinn þá væru fimmtán leikdagar sem ÍBV gæti spilað á sumrin,“ sagði Máni og hélt áfram: „Þetta er algjört bull og auðvitað átti að spila þennan leik. Ég hef spilað í miklu verra veðri en ég hreyfði mig reyndar ekki mikið í þeim leik. Við spiluðum þarna með Keflavík og þurftum að vera tvo aukadaga í Eyjum því það var ekki hægt að fara með bátnum.“Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um frestun í Eyjum
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira