Fjórar nýjar ríkisstofnanir áformaðar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. september 2019 06:00 Meðal hlutverka nýrrar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verður að framfylgja stefnu stjórnvalda um aðgengi almennings að viðunandi húsnæði óháð efnahag og búsetu. Fréttablaðið/Ernir Fjórar nýjar ríkisstofnanir verða til á næstunni nái áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun og verður hinni nýju stofnun ætlað að „annast framkvæmd húsnæðis- og byggingarmála hér á landi og framfylgja þeirri stefnu stjórnvalda að almenningur hafi aðgengi að viðunandi og öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, sem er vistvænt, heilsusamlegt og uppfyllir nútímakröfur og hafi þannig raunverulegt val um búsetuform“, að því er fram kemur í þingmálaskrá félags- og húsnæðismálaráðherra. Frumvarp fjármálaráðherra um nýja Nýsköpunar- og umbótastofnun verður lagt fram í næsta mánuði. Gert er ráð fyrir að Ríkiskaup verði grunnur að nýrri stofnun á þessu sviði sem heildstæð nýsköpunar- og umbótastofnun á vegum ríkisins. Á vorþingi hyggst umhverfisráðherra setja á fót Þjóðgarðsstofnun sem ætlað er að taka við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Þá hyggst nýr dómsmálaráðherra leggja frumvarp um endurupptökudóm fram að nýju en frumvarp um sérstakan dómstól um endurupptöku mála var fyrst lagt fram í tíð Sigríðar Á. Andersen. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Í frumvarpinu er lagt til að endurupptökunefnd verði lögð niður og settur verði á fót sérdómstóll sem skeri úr um hvort heimila skuli endurupptöku mála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti. Samkvæmt frumvarpinu á hinn nýi dómstóll að hafa aðsetur hjá Dómstólasýslunni. Á næstu dögum verður lagt fram að nýju frumvarp fjármálaráðherra um Þjóðarsjóð. Sjóðnum verður ætlað að gegna því meginhlutverki að verða eins konar áfallavörn fyrir þjóðina þegar ríkissjóður verður fyrir fjárhagslegri ágjöf í tengslum við meiri háttar ófyrirséð áföll á þjóðarhag. Ekki er ljóst af frumvarpinu hvort og hve mikil yfirbygging Þjóðarsjóðs verður. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir áformin ekki til þess fallin að auka skilvirkni eða hagræðingu í kerfinu, það sé einfaldlega ekki innbyggt í ríkisstjórnina. „Það er alltaf gott að sameina ríkisstofnanir og reyna að ná sem mestri hagræðingu í ríkisrekstri en þessi ríkisstjórn er ekki að einfalda stjórnkerfið, hún er að flækja það,“ segir Þorgerður Katrín. „Ríkisstjórnin er ekki að spá í neitt annað en að halda sér saman, á meðan þenst ríkisbáknið út.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Fjórar nýjar ríkisstofnanir verða til á næstunni nái áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun og verður hinni nýju stofnun ætlað að „annast framkvæmd húsnæðis- og byggingarmála hér á landi og framfylgja þeirri stefnu stjórnvalda að almenningur hafi aðgengi að viðunandi og öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, sem er vistvænt, heilsusamlegt og uppfyllir nútímakröfur og hafi þannig raunverulegt val um búsetuform“, að því er fram kemur í þingmálaskrá félags- og húsnæðismálaráðherra. Frumvarp fjármálaráðherra um nýja Nýsköpunar- og umbótastofnun verður lagt fram í næsta mánuði. Gert er ráð fyrir að Ríkiskaup verði grunnur að nýrri stofnun á þessu sviði sem heildstæð nýsköpunar- og umbótastofnun á vegum ríkisins. Á vorþingi hyggst umhverfisráðherra setja á fót Þjóðgarðsstofnun sem ætlað er að taka við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Þá hyggst nýr dómsmálaráðherra leggja frumvarp um endurupptökudóm fram að nýju en frumvarp um sérstakan dómstól um endurupptöku mála var fyrst lagt fram í tíð Sigríðar Á. Andersen. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Í frumvarpinu er lagt til að endurupptökunefnd verði lögð niður og settur verði á fót sérdómstóll sem skeri úr um hvort heimila skuli endurupptöku mála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti. Samkvæmt frumvarpinu á hinn nýi dómstóll að hafa aðsetur hjá Dómstólasýslunni. Á næstu dögum verður lagt fram að nýju frumvarp fjármálaráðherra um Þjóðarsjóð. Sjóðnum verður ætlað að gegna því meginhlutverki að verða eins konar áfallavörn fyrir þjóðina þegar ríkissjóður verður fyrir fjárhagslegri ágjöf í tengslum við meiri háttar ófyrirséð áföll á þjóðarhag. Ekki er ljóst af frumvarpinu hvort og hve mikil yfirbygging Þjóðarsjóðs verður. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir áformin ekki til þess fallin að auka skilvirkni eða hagræðingu í kerfinu, það sé einfaldlega ekki innbyggt í ríkisstjórnina. „Það er alltaf gott að sameina ríkisstofnanir og reyna að ná sem mestri hagræðingu í ríkisrekstri en þessi ríkisstjórn er ekki að einfalda stjórnkerfið, hún er að flækja það,“ segir Þorgerður Katrín. „Ríkisstjórnin er ekki að spá í neitt annað en að halda sér saman, á meðan þenst ríkisbáknið út.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15