Fjórar nýjar ríkisstofnanir áformaðar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. september 2019 06:00 Meðal hlutverka nýrrar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verður að framfylgja stefnu stjórnvalda um aðgengi almennings að viðunandi húsnæði óháð efnahag og búsetu. Fréttablaðið/Ernir Fjórar nýjar ríkisstofnanir verða til á næstunni nái áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun og verður hinni nýju stofnun ætlað að „annast framkvæmd húsnæðis- og byggingarmála hér á landi og framfylgja þeirri stefnu stjórnvalda að almenningur hafi aðgengi að viðunandi og öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, sem er vistvænt, heilsusamlegt og uppfyllir nútímakröfur og hafi þannig raunverulegt val um búsetuform“, að því er fram kemur í þingmálaskrá félags- og húsnæðismálaráðherra. Frumvarp fjármálaráðherra um nýja Nýsköpunar- og umbótastofnun verður lagt fram í næsta mánuði. Gert er ráð fyrir að Ríkiskaup verði grunnur að nýrri stofnun á þessu sviði sem heildstæð nýsköpunar- og umbótastofnun á vegum ríkisins. Á vorþingi hyggst umhverfisráðherra setja á fót Þjóðgarðsstofnun sem ætlað er að taka við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Þá hyggst nýr dómsmálaráðherra leggja frumvarp um endurupptökudóm fram að nýju en frumvarp um sérstakan dómstól um endurupptöku mála var fyrst lagt fram í tíð Sigríðar Á. Andersen. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Í frumvarpinu er lagt til að endurupptökunefnd verði lögð niður og settur verði á fót sérdómstóll sem skeri úr um hvort heimila skuli endurupptöku mála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti. Samkvæmt frumvarpinu á hinn nýi dómstóll að hafa aðsetur hjá Dómstólasýslunni. Á næstu dögum verður lagt fram að nýju frumvarp fjármálaráðherra um Þjóðarsjóð. Sjóðnum verður ætlað að gegna því meginhlutverki að verða eins konar áfallavörn fyrir þjóðina þegar ríkissjóður verður fyrir fjárhagslegri ágjöf í tengslum við meiri háttar ófyrirséð áföll á þjóðarhag. Ekki er ljóst af frumvarpinu hvort og hve mikil yfirbygging Þjóðarsjóðs verður. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir áformin ekki til þess fallin að auka skilvirkni eða hagræðingu í kerfinu, það sé einfaldlega ekki innbyggt í ríkisstjórnina. „Það er alltaf gott að sameina ríkisstofnanir og reyna að ná sem mestri hagræðingu í ríkisrekstri en þessi ríkisstjórn er ekki að einfalda stjórnkerfið, hún er að flækja það,“ segir Þorgerður Katrín. „Ríkisstjórnin er ekki að spá í neitt annað en að halda sér saman, á meðan þenst ríkisbáknið út.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Fjórar nýjar ríkisstofnanir verða til á næstunni nái áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun og verður hinni nýju stofnun ætlað að „annast framkvæmd húsnæðis- og byggingarmála hér á landi og framfylgja þeirri stefnu stjórnvalda að almenningur hafi aðgengi að viðunandi og öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, sem er vistvænt, heilsusamlegt og uppfyllir nútímakröfur og hafi þannig raunverulegt val um búsetuform“, að því er fram kemur í þingmálaskrá félags- og húsnæðismálaráðherra. Frumvarp fjármálaráðherra um nýja Nýsköpunar- og umbótastofnun verður lagt fram í næsta mánuði. Gert er ráð fyrir að Ríkiskaup verði grunnur að nýrri stofnun á þessu sviði sem heildstæð nýsköpunar- og umbótastofnun á vegum ríkisins. Á vorþingi hyggst umhverfisráðherra setja á fót Þjóðgarðsstofnun sem ætlað er að taka við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Þá hyggst nýr dómsmálaráðherra leggja frumvarp um endurupptökudóm fram að nýju en frumvarp um sérstakan dómstól um endurupptöku mála var fyrst lagt fram í tíð Sigríðar Á. Andersen. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Í frumvarpinu er lagt til að endurupptökunefnd verði lögð niður og settur verði á fót sérdómstóll sem skeri úr um hvort heimila skuli endurupptöku mála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti. Samkvæmt frumvarpinu á hinn nýi dómstóll að hafa aðsetur hjá Dómstólasýslunni. Á næstu dögum verður lagt fram að nýju frumvarp fjármálaráðherra um Þjóðarsjóð. Sjóðnum verður ætlað að gegna því meginhlutverki að verða eins konar áfallavörn fyrir þjóðina þegar ríkissjóður verður fyrir fjárhagslegri ágjöf í tengslum við meiri háttar ófyrirséð áföll á þjóðarhag. Ekki er ljóst af frumvarpinu hvort og hve mikil yfirbygging Þjóðarsjóðs verður. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir áformin ekki til þess fallin að auka skilvirkni eða hagræðingu í kerfinu, það sé einfaldlega ekki innbyggt í ríkisstjórnina. „Það er alltaf gott að sameina ríkisstofnanir og reyna að ná sem mestri hagræðingu í ríkisrekstri en þessi ríkisstjórn er ekki að einfalda stjórnkerfið, hún er að flækja það,“ segir Þorgerður Katrín. „Ríkisstjórnin er ekki að spá í neitt annað en að halda sér saman, á meðan þenst ríkisbáknið út.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15