Björguðu ferðamanni sem keyrði út í Kaldaklofskvísl Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2019 23:20 Aðstæður voru erfiðar á vettvangi í kvöld. Skjáskot/Landsbjörg Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld til bjargar ferðamanni sem fest hafði bíl sinni út í Kaldaklofskvísl. Þegar björgunarsveitarfólkið kom á staðinn hafði hann komist sjálfur í land og beið þar eftir aðstoð. „Hann keyrði út í á á fullri ferð sem var allt of stór fyrir þennan bíl,“ segir Jón Hermannsson björgunarsveitarmaður hjá Landsbjörg í samtali við Vísi. „Hann stoppaði á stórum steinum sem eru þarna í ánni. Hann komst svo í land og gat hringt í okkur í landi.“ Jón segir að bíllinn hafi verið búinn að fljóta nokkra metra niður ánna. Ferðamaðurinn var á leið fjallabaksleið syðri þegar hann keyrði út í Kaldaklofskvísl og hafði enga þekkti ekki til á þessu svæði. „Hann var blautur og kaldur og bar sig vel. Hann hafði getað labbað fram og til baka á svæðinu umhverfis bílinn til þess að halda á sér hita. Hann var ekkert slasaður“ Hefði getað farið verr Fyrsta verk ferðamannsins var að fara á bílaleiguna og ná sér í annan bíl. Hann þurfti ekki að fara á sjúkrahús til aðhlynningar. Aðgerðum á vettvangi lauk nú á tíunda tímanum í kvöld. „Þær gengu bara ljómandi vel. Þetta var einn einstaklingur á litlum bílaleigubíl sem að ekki átti neitt erindi á þetta svæði þar sem hann var. Eins og sjá má í myndbandi sem Landsbjörg birti nú í kvöld, var rigning og rok á svæðinu þar sem ferðamaðurinn fór út í. „Það var líka djúpt vatnið í kringum bílinn. Við þurftum því að senda fólk í sérstökum göllum til þess að binda í bílinn. Við drógum bílinn úr ánni þannig að hann myndi ekki valda frekari skaða. Hann hefði getað flotið lengra niður með ánni og farið þar fram að fossbrún. Þá hefði farið að leka úr honum eldsneyti og olíur og þá hefði kannski aldrei verið hægt að ná honum úr hylnum.“ Aðgerðir tóku um klukkustund og segir Jón að þetta hefði getað farið mun verr hefði bíllinn ekki orðið fastur við steina þannig að ferðamaðurinn kæmist út. Bíllinn hefði getað farið fram af fossbrúninni. Jón ítrekar að fólk þurfi að vara sig á vatnavöxtum. „Ef að fólk hittir útlendinga sem að eru á ferðalagi og að hugsa til fjalla, þá er búið að rigna mikið síðustu daga og það er rigningarspá.“ Ferðamaðurinn sem þurfti að bjarga í kvöld var á Suzuki jeppling. Jón segir að fólk eigi ekki að vera að fara í slíkar ferðir á þessum minnstu bílum. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld til bjargar ferðamanni sem fest hafði bíl sinni út í Kaldaklofskvísl. Þegar björgunarsveitarfólkið kom á staðinn hafði hann komist sjálfur í land og beið þar eftir aðstoð. „Hann keyrði út í á á fullri ferð sem var allt of stór fyrir þennan bíl,“ segir Jón Hermannsson björgunarsveitarmaður hjá Landsbjörg í samtali við Vísi. „Hann stoppaði á stórum steinum sem eru þarna í ánni. Hann komst svo í land og gat hringt í okkur í landi.“ Jón segir að bíllinn hafi verið búinn að fljóta nokkra metra niður ánna. Ferðamaðurinn var á leið fjallabaksleið syðri þegar hann keyrði út í Kaldaklofskvísl og hafði enga þekkti ekki til á þessu svæði. „Hann var blautur og kaldur og bar sig vel. Hann hafði getað labbað fram og til baka á svæðinu umhverfis bílinn til þess að halda á sér hita. Hann var ekkert slasaður“ Hefði getað farið verr Fyrsta verk ferðamannsins var að fara á bílaleiguna og ná sér í annan bíl. Hann þurfti ekki að fara á sjúkrahús til aðhlynningar. Aðgerðum á vettvangi lauk nú á tíunda tímanum í kvöld. „Þær gengu bara ljómandi vel. Þetta var einn einstaklingur á litlum bílaleigubíl sem að ekki átti neitt erindi á þetta svæði þar sem hann var. Eins og sjá má í myndbandi sem Landsbjörg birti nú í kvöld, var rigning og rok á svæðinu þar sem ferðamaðurinn fór út í. „Það var líka djúpt vatnið í kringum bílinn. Við þurftum því að senda fólk í sérstökum göllum til þess að binda í bílinn. Við drógum bílinn úr ánni þannig að hann myndi ekki valda frekari skaða. Hann hefði getað flotið lengra niður með ánni og farið þar fram að fossbrún. Þá hefði farið að leka úr honum eldsneyti og olíur og þá hefði kannski aldrei verið hægt að ná honum úr hylnum.“ Aðgerðir tóku um klukkustund og segir Jón að þetta hefði getað farið mun verr hefði bíllinn ekki orðið fastur við steina þannig að ferðamaðurinn kæmist út. Bíllinn hefði getað farið fram af fossbrúninni. Jón ítrekar að fólk þurfi að vara sig á vatnavöxtum. „Ef að fólk hittir útlendinga sem að eru á ferðalagi og að hugsa til fjalla, þá er búið að rigna mikið síðustu daga og það er rigningarspá.“ Ferðamaðurinn sem þurfti að bjarga í kvöld var á Suzuki jeppling. Jón segir að fólk eigi ekki að vera að fara í slíkar ferðir á þessum minnstu bílum.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira