Ágúst um framhaldið: Veit ekki hvernig þetta endar en erum búnir að setjast niður og ræða málin Anton Ingi Leifsson og Einar Kárason skrifa 22. september 2019 21:45 Ágúst Gylfason á hliðarlínunni fyrr í sumar. vísir/daníel „Þetta var bara sanngjarnt fannst mér,” sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir jafntefli Blika gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. Það var mikið rok og grenjandi rigning er liðin mættust á Hásteinsvelli í dag og Ágúst var ekki hrifinn. „Erfiðar aðstæður sem menn vissu fyrir fram. Undirbúningurinn ömurlegur fyrir mitt lið, bara fyrir lið í fótbolta að búa sig undir. Að vera ælandi og spúandi kvöldi fyrir leik. Auðvitað eru Eyjamenn þessu vanir og hafa gert þetta mjög oft. En eins og ég segi er þetta ekki boðlegt að hafa þennan undirbúning. Aðstæður mjög erfiðar.” „Það er erfitt að halda boltanum niðri. Eins góð og fótboltaliðin á vellinum eru þá var þetta mikill háloftabolti og boltinn alltaf út fyrir endalínu. Þetta eru erfiðar aðstæður sem á ekki að bjóða fótboltafólki upp á.” Blikar komust yfir þrátt fyrir að ÍBV hafi sótt töluvert meira frá byrjun með vindinn í bakið. „Þetta var gott mark. Skyndisókn. Við fórum í 3-4 sóknir í fyrri hálfleik útaf aðstæðum og skoruðum úr einni þeirra. Þeir fá svo ódýrt víti sem þeir jafna úr. Seinni hálfleikurinn var aðeins daufari og kannski ekki okkar besti hálfleik. Vorum með vindinn í bakið en áttum erfitt með að hemja boltann. Niðurstaðan er sanngjörn.” „Hann segist ekki hafa látið sig detta,” sagði Ágúst um vítaspyrnudóminn þegar Sigurður Arnar Magnússon féll í teig Blika. „Það var kannski einhver hrinding þarna en hún var lítil og þetta var ódýrt víti.” „Ég kenni dálítið aðstæðum um að við náum ekki að hemja boltann og kannski mögulega ekki nógu vel gert hjá okkur heldur. Jafntefli í leik sem kannski ekki skipti öllu máli en við erum að tryggja okkur annað sætið í deildinni.” Mikið hefur verið rætt um framtíð Blika og aðspurður hvort að Ágúst verði áfram þjálfari liðsins svaraði hann: „Ég veit ekkert hvernig þetta endar en við erum búnir að setjast niður og erum að ræða málin. Það skýrist vonandi fljótlega,” sagði Ágúst að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 1-1 | Kópavogsliðið gulltryggði silfrið Síðasti heimaleikurinn í Vestmannaeyjum í Pepsi Max-deild karla í það minnsta þangað til 2021. 22. september 2019 16:30 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
„Þetta var bara sanngjarnt fannst mér,” sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir jafntefli Blika gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. Það var mikið rok og grenjandi rigning er liðin mættust á Hásteinsvelli í dag og Ágúst var ekki hrifinn. „Erfiðar aðstæður sem menn vissu fyrir fram. Undirbúningurinn ömurlegur fyrir mitt lið, bara fyrir lið í fótbolta að búa sig undir. Að vera ælandi og spúandi kvöldi fyrir leik. Auðvitað eru Eyjamenn þessu vanir og hafa gert þetta mjög oft. En eins og ég segi er þetta ekki boðlegt að hafa þennan undirbúning. Aðstæður mjög erfiðar.” „Það er erfitt að halda boltanum niðri. Eins góð og fótboltaliðin á vellinum eru þá var þetta mikill háloftabolti og boltinn alltaf út fyrir endalínu. Þetta eru erfiðar aðstæður sem á ekki að bjóða fótboltafólki upp á.” Blikar komust yfir þrátt fyrir að ÍBV hafi sótt töluvert meira frá byrjun með vindinn í bakið. „Þetta var gott mark. Skyndisókn. Við fórum í 3-4 sóknir í fyrri hálfleik útaf aðstæðum og skoruðum úr einni þeirra. Þeir fá svo ódýrt víti sem þeir jafna úr. Seinni hálfleikurinn var aðeins daufari og kannski ekki okkar besti hálfleik. Vorum með vindinn í bakið en áttum erfitt með að hemja boltann. Niðurstaðan er sanngjörn.” „Hann segist ekki hafa látið sig detta,” sagði Ágúst um vítaspyrnudóminn þegar Sigurður Arnar Magnússon féll í teig Blika. „Það var kannski einhver hrinding þarna en hún var lítil og þetta var ódýrt víti.” „Ég kenni dálítið aðstæðum um að við náum ekki að hemja boltann og kannski mögulega ekki nógu vel gert hjá okkur heldur. Jafntefli í leik sem kannski ekki skipti öllu máli en við erum að tryggja okkur annað sætið í deildinni.” Mikið hefur verið rætt um framtíð Blika og aðspurður hvort að Ágúst verði áfram þjálfari liðsins svaraði hann: „Ég veit ekkert hvernig þetta endar en við erum búnir að setjast niður og erum að ræða málin. Það skýrist vonandi fljótlega,” sagði Ágúst að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 1-1 | Kópavogsliðið gulltryggði silfrið Síðasti heimaleikurinn í Vestmannaeyjum í Pepsi Max-deild karla í það minnsta þangað til 2021. 22. september 2019 16:30 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 1-1 | Kópavogsliðið gulltryggði silfrið Síðasti heimaleikurinn í Vestmannaeyjum í Pepsi Max-deild karla í það minnsta þangað til 2021. 22. september 2019 16:30