Gary: Er samningsbundinn ÍBV en ef þeir vilja selja mig þá ráða þeir því Einar Kárason skrifar 22. september 2019 17:12 Viðtölin við Gary Martin klikkar aldrei. vísir/skjáskot „Í fyrsta lagi hefði þessi leikur aldrei átt að fara fram,” sagði Gary Martin, framherji ÍBV, eftir 1-1 jafntefli Eyjamanna gegn Breiðablik á heimavelli. „Reglurnar sögðu að hann þyrfti að vera spilaður þannig að hann fór fram. Við vörðumst allan seinni hálfleikinn en áttum fyrri hálfleikinn. Stig er stig svo við erum sáttir.” „Ég trúði því ekki (þegar Blikar komust yfir). Ég var bara sáttur að það var ekki Thomas (Mikkelsen) sem skoraði. Neinei, mér var sama hver skoraði. Það er aldrei gott að fá á sig mark. Við þurftum að bregðast við og ég náði inn mínu marki. Mér fannst þeir aldrei eiga að skora í fyrri hálfleik. Þeir fengu samt betri færi í fyrri hálfleik en þeim síðari. Við hefðum getað unnið. Ég hefði getað skorað mark í fyrri hálfleik en misreiknaði vindinn.” Gary er í baráttu um gullskóinn og fyrir leik var Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks búinn að skora einu marki fleiri en Gary. Hann var því ánægður með sitt lið í dag. „Vörnin ásamt markmanni var frábær í dag. Þeir unnu sína vinnu. Ég sagði við þá fyrir leik að það væri ekki nóg að ég myndi gera mitt heldur þyrftu þeir að halda Blikum í skefjum. Nú förum við í síðasta leikinn og reynum að vinna hann. Það að ná inn 12 mörkum í 14 leikjum í þessari deild er fáránlegt svo ég er ánægður með sjálfan mig. Ég væri til í að vinna gullskóinn.” „Ég vonast til að skora í síðasta leiknum. Ég þarf að skora til að vinna gullskóinn og Hilmar (Árni Halldórsson) þarf að taka því rólega. Ég fer í síðasta leikinn með markmið.” Margir furðuðu sig á því þegar Gary Martin samdi við ÍBV og en fleiri urðu hissa þegar hann samdi um áframhaldandi samstarf þar sem framherjinn myndi spila með liðinu í Inkasso deildinni næsta sumar. „Ég er samningsbundinn. Ég samdi við ÍBV vegna þess að ég skulda þeim. Þeir tóku við mér þegar ég var hugarfar mitt var á slæmum stað. Allir hafa verið að spyrja mig hvort ég ætli að spila í Inkasso að ári. Ég er samningsbundinn. Ef ÍBV vilja selja mig þá ráða þeir því. Þeir stjórna framhaldinu. Ég samdi við þá vegna þess að ÍBV hafa komið vel fram við mig og hafa verið frábærir. Það er ástæðan. Ég vildi borga þeim til baka.” „Ég er leikmaður ÍBV. Ef ég verð áfram leikmaður ÍBV verð ég ánægður. Þá hef ég það markmið að koma liðinu upp úr Inkasso deildinni að ári. Ef ekki, þá veit maður aldrei. En ég er leikmaður ÍBV og er samningsbundinn,” sagði Gary að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sjá meira
„Í fyrsta lagi hefði þessi leikur aldrei átt að fara fram,” sagði Gary Martin, framherji ÍBV, eftir 1-1 jafntefli Eyjamanna gegn Breiðablik á heimavelli. „Reglurnar sögðu að hann þyrfti að vera spilaður þannig að hann fór fram. Við vörðumst allan seinni hálfleikinn en áttum fyrri hálfleikinn. Stig er stig svo við erum sáttir.” „Ég trúði því ekki (þegar Blikar komust yfir). Ég var bara sáttur að það var ekki Thomas (Mikkelsen) sem skoraði. Neinei, mér var sama hver skoraði. Það er aldrei gott að fá á sig mark. Við þurftum að bregðast við og ég náði inn mínu marki. Mér fannst þeir aldrei eiga að skora í fyrri hálfleik. Þeir fengu samt betri færi í fyrri hálfleik en þeim síðari. Við hefðum getað unnið. Ég hefði getað skorað mark í fyrri hálfleik en misreiknaði vindinn.” Gary er í baráttu um gullskóinn og fyrir leik var Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks búinn að skora einu marki fleiri en Gary. Hann var því ánægður með sitt lið í dag. „Vörnin ásamt markmanni var frábær í dag. Þeir unnu sína vinnu. Ég sagði við þá fyrir leik að það væri ekki nóg að ég myndi gera mitt heldur þyrftu þeir að halda Blikum í skefjum. Nú förum við í síðasta leikinn og reynum að vinna hann. Það að ná inn 12 mörkum í 14 leikjum í þessari deild er fáránlegt svo ég er ánægður með sjálfan mig. Ég væri til í að vinna gullskóinn.” „Ég vonast til að skora í síðasta leiknum. Ég þarf að skora til að vinna gullskóinn og Hilmar (Árni Halldórsson) þarf að taka því rólega. Ég fer í síðasta leikinn með markmið.” Margir furðuðu sig á því þegar Gary Martin samdi við ÍBV og en fleiri urðu hissa þegar hann samdi um áframhaldandi samstarf þar sem framherjinn myndi spila með liðinu í Inkasso deildinni næsta sumar. „Ég er samningsbundinn. Ég samdi við ÍBV vegna þess að ég skulda þeim. Þeir tóku við mér þegar ég var hugarfar mitt var á slæmum stað. Allir hafa verið að spyrja mig hvort ég ætli að spila í Inkasso að ári. Ég er samningsbundinn. Ef ÍBV vilja selja mig þá ráða þeir því. Þeir stjórna framhaldinu. Ég samdi við þá vegna þess að ÍBV hafa komið vel fram við mig og hafa verið frábærir. Það er ástæðan. Ég vildi borga þeim til baka.” „Ég er leikmaður ÍBV. Ef ég verð áfram leikmaður ÍBV verð ég ánægður. Þá hef ég það markmið að koma liðinu upp úr Inkasso deildinni að ári. Ef ekki, þá veit maður aldrei. En ég er leikmaður ÍBV og er samningsbundinn,” sagði Gary að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sjá meira