Bíllausa gangan haldin í dag: „Allir velkomnir til að upplifa göturýmið öðruvísi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2019 09:45 Björn Hákon Sveinsson er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. FBL/Anton Brink „Það eru allir velkomnir til að upplifa göturýmið öðruvísi og fagna fjölbreyttum ferðamátum,“ segir Björn H. Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl sem standa fyrir Bíllausu göngunni til að fagna bíllausa deginum, sem er í dag. Dagurinn í dag markar lok evrópsku samgönguvikunnar en hápunktur hennar hér á landi verður Bíllausa gangan. Gangan hefst kl. 12.30 við Klambratún, á horni Lönguhlíðar og Miklubrautar. Haldið verður niður Miklubraut og endar gangan á Lækjartorgi þar sem heljarinnar dagskrá hefur verið skipulögð.Sjá einnig: Frítt í strætó í dag vegna bíllausa dagsinsÍ samtali við Vísi segist Björn vera nokkuð viss um að þetta sé í fyrsta sinn sem sambærileg skrúðganga er haldin á Íslandi, en fyrirmyndin er sótt erlendis frá. „Bíllausi dagurinn er haldinn um alla Evrópu og er rosalega stór í mörgum borgum. Þar er stórum svæðum lokað og opnað fyrir fólk. Þar er alls konar skipulag. Fólk er með líkamsræktartíma úti á götu, fer í lautarferðir og það eru skrúðgöngur og alls konar,“ segir Björn.Hjólaleigan Donkey Republic mun bjóða upp á 30 hjól sem fólk getur prófað í göngunni.ReykjavíkurborgHlóðlátir ferðamátar velkomnir Helsta fyrirmyndin er nýleg skrúðganga sem haldin var erlendis þar sem rafmagnsfarartækjum var gert hátt undr höfði. „Okkur langaði að gera eitthvað svipað en leyfa samt öllum að vera með, ekki bara þá sem eru á raftækjum,“ segir Björn. Þau sem eru gangandi, hlaupandi, á hlaupabretti, hjólaskautum, hjólum, rafhjólum, rafhlaupahjólum, nytjahjólum, burðarhjólum, hjólastólum og léttum bifhjól eru boðin innilega velkomin í gönguna. Einkabíllinn er hins vegar ekki velkominn í gönguna sjálfa, en þeir sem ferðast alla umjafna á slíkum bílum eru velkomnir. „Við erum að miða á hljóðláta ferðamáta þannig að mótorhjól eru kannski ekki beint velkomin heldur,“ segir Björn.Strætó tekur þátt í göngunni.Vísir/vilhelmSérstök upplifun að ganga eða hjóla á hraðbraut Markmið göngunnar er margþætt en Björn nefnir tvo þætti til sögunnar aðspurður um helstu markmið hennar. „Okkur langar bara að sýna fjölbreytileikann í samgöngumátum. Hvað er komið á markað í dag, hverjir möguleikarnir eru. Svo náttúrulega ef við fáum fólk á svæðið þá sýnum við hversu þéttleiki er í öðrum samgöngumátum, hversu margt fólkið kemst fyrir á svæðinu miðað við í einkabílnum,“ segir Björn. „Einnig að leyfa fólki að upplifa göturýmið öðruvísi. Það er náttúrulega svolítið öðruvísi upplifun og sérstök að vera úti á hraðbraut, gangandi og hjólandi,“ segir Björn. Gangan hefst sem fyrr segir klukkan 12.30 við Klambratún á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar en nánari upplýsingar um dagskránna má nálgast hér. Reykjavík Samgöngur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
„Það eru allir velkomnir til að upplifa göturýmið öðruvísi og fagna fjölbreyttum ferðamátum,“ segir Björn H. Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl sem standa fyrir Bíllausu göngunni til að fagna bíllausa deginum, sem er í dag. Dagurinn í dag markar lok evrópsku samgönguvikunnar en hápunktur hennar hér á landi verður Bíllausa gangan. Gangan hefst kl. 12.30 við Klambratún, á horni Lönguhlíðar og Miklubrautar. Haldið verður niður Miklubraut og endar gangan á Lækjartorgi þar sem heljarinnar dagskrá hefur verið skipulögð.Sjá einnig: Frítt í strætó í dag vegna bíllausa dagsinsÍ samtali við Vísi segist Björn vera nokkuð viss um að þetta sé í fyrsta sinn sem sambærileg skrúðganga er haldin á Íslandi, en fyrirmyndin er sótt erlendis frá. „Bíllausi dagurinn er haldinn um alla Evrópu og er rosalega stór í mörgum borgum. Þar er stórum svæðum lokað og opnað fyrir fólk. Þar er alls konar skipulag. Fólk er með líkamsræktartíma úti á götu, fer í lautarferðir og það eru skrúðgöngur og alls konar,“ segir Björn.Hjólaleigan Donkey Republic mun bjóða upp á 30 hjól sem fólk getur prófað í göngunni.ReykjavíkurborgHlóðlátir ferðamátar velkomnir Helsta fyrirmyndin er nýleg skrúðganga sem haldin var erlendis þar sem rafmagnsfarartækjum var gert hátt undr höfði. „Okkur langaði að gera eitthvað svipað en leyfa samt öllum að vera með, ekki bara þá sem eru á raftækjum,“ segir Björn. Þau sem eru gangandi, hlaupandi, á hlaupabretti, hjólaskautum, hjólum, rafhjólum, rafhlaupahjólum, nytjahjólum, burðarhjólum, hjólastólum og léttum bifhjól eru boðin innilega velkomin í gönguna. Einkabíllinn er hins vegar ekki velkominn í gönguna sjálfa, en þeir sem ferðast alla umjafna á slíkum bílum eru velkomnir. „Við erum að miða á hljóðláta ferðamáta þannig að mótorhjól eru kannski ekki beint velkomin heldur,“ segir Björn.Strætó tekur þátt í göngunni.Vísir/vilhelmSérstök upplifun að ganga eða hjóla á hraðbraut Markmið göngunnar er margþætt en Björn nefnir tvo þætti til sögunnar aðspurður um helstu markmið hennar. „Okkur langar bara að sýna fjölbreytileikann í samgöngumátum. Hvað er komið á markað í dag, hverjir möguleikarnir eru. Svo náttúrulega ef við fáum fólk á svæðið þá sýnum við hversu þéttleiki er í öðrum samgöngumátum, hversu margt fólkið kemst fyrir á svæðinu miðað við í einkabílnum,“ segir Björn. „Einnig að leyfa fólki að upplifa göturýmið öðruvísi. Það er náttúrulega svolítið öðruvísi upplifun og sérstök að vera úti á hraðbraut, gangandi og hjólandi,“ segir Björn. Gangan hefst sem fyrr segir klukkan 12.30 við Klambratún á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar en nánari upplýsingar um dagskránna má nálgast hér.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira