Viðar Örn Kjartansson spilaði fyrstu 75 mínúturnar er Rubin Kazan fékk skell gegn toppliði Zenit frá Pétursborg í rússnesku úrvalsdeildinni.
Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik opnuðust flóðgáttir eftir að Branislav Ivanovic skoraði fyrsta markið á 58. mínútu.
Rubin er í 10. sæti deildarinnar eftir tapið en Zenit er á toppnum.
Ragnar Sigurðsson stóð vaktina í vörn Rostov sem tapaði 2-1 fyrir FC Tambov á útivelli í sömu deild. Rostov komst yfir í leiknum en Tambov snéri við taflinu.
Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi Rostov en þeir eru í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig. Þremur stigum á eftir toppliði Zenit.
Viðar fékk skell og Ragnar tapaði á útivelli
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn




Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti