Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. september 2019 13:26 Í hádeginu hófst verkfall ungmenna á Austurvelli gegn loftslagsbreytingum og verður það haldið alla virka daga í næstu viku. Vísir/Einar Árnason Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. Dagurinn markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum. Forseti Stúdentaráðs segir málið brenna á ungmennum sem glími jafnvel við loftslagskvíða. Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal hér á landi. Milljónir barna ætla að taka þátt og fylgja fordæmi hinnar sænsku Gretu Thunberg, sem hóf mótmælaaðgerðir sínar með því að skrópa í skólanum í ágúst á síðasta ári. Í dag eru fullorðnir hvattir til að taka líka þátt. Í hádeginu hófst verkfall ungmenna á Austurvelli gegn loftslagsbreytingum og verður það haldið alla virka daga í næstu viku. Í Ráðhúsinu stendur myndlistarfólk fyrir listsmiðjum frá klukkan eitt og bjóða fólki uppá kennslu í skiltagerð og bolaprentun.Frá Austurvelli í hádeginu.Einar ÁrnasonGanga og svo kröfufundur á Austurvelli Jóna Þórey Pétursdóttir er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem er eitt fjögurra félaga sem skipuleggja dagskrá tengda loftslagsmálum sem stendur til 27. september. „Í dag hefst ganga frá Hallgrímskirkju klukkan fimm niður á Austurvöll og á Austurvelli verða ávörp og tónlistaratriði. Við erum búin að fá þjóðþekkta einstaklinga og tónlistarmenn til að koma þar fram,“ segir Jóna Þórey.Einar ÁrnasonAðgerða krafist Stjórnvöld þurfi að fara í markvissari aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. „Núna fer af stað undirskriftasöfnun sem við vinnum að með Landvernd – en það er hægt að nálgast hana á askorun.landvernd.is – þar sem við köllum á landsmenn að krefja stjórnvöld um aðgerðir í loftslagsmálum.“ Hún segir ungt fólk hafa miklar áhyggjur af lofstlagsbreytingum. „Ungt fólk og orðið loftlagskvíði er eitthvað sem er að verða stöðugt algengara í umræðunni. Það er þannig að framtíðin sem unga fólkið hafði séð fyrir sér er að breytast. Það eru alvarlegar afleiðingar sem verða ef það er ekki gripið til viðeigandi aðgerða,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir. Loftslagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. Dagurinn markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum. Forseti Stúdentaráðs segir málið brenna á ungmennum sem glími jafnvel við loftslagskvíða. Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal hér á landi. Milljónir barna ætla að taka þátt og fylgja fordæmi hinnar sænsku Gretu Thunberg, sem hóf mótmælaaðgerðir sínar með því að skrópa í skólanum í ágúst á síðasta ári. Í dag eru fullorðnir hvattir til að taka líka þátt. Í hádeginu hófst verkfall ungmenna á Austurvelli gegn loftslagsbreytingum og verður það haldið alla virka daga í næstu viku. Í Ráðhúsinu stendur myndlistarfólk fyrir listsmiðjum frá klukkan eitt og bjóða fólki uppá kennslu í skiltagerð og bolaprentun.Frá Austurvelli í hádeginu.Einar ÁrnasonGanga og svo kröfufundur á Austurvelli Jóna Þórey Pétursdóttir er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem er eitt fjögurra félaga sem skipuleggja dagskrá tengda loftslagsmálum sem stendur til 27. september. „Í dag hefst ganga frá Hallgrímskirkju klukkan fimm niður á Austurvöll og á Austurvelli verða ávörp og tónlistaratriði. Við erum búin að fá þjóðþekkta einstaklinga og tónlistarmenn til að koma þar fram,“ segir Jóna Þórey.Einar ÁrnasonAðgerða krafist Stjórnvöld þurfi að fara í markvissari aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. „Núna fer af stað undirskriftasöfnun sem við vinnum að með Landvernd – en það er hægt að nálgast hana á askorun.landvernd.is – þar sem við köllum á landsmenn að krefja stjórnvöld um aðgerðir í loftslagsmálum.“ Hún segir ungt fólk hafa miklar áhyggjur af lofstlagsbreytingum. „Ungt fólk og orðið loftlagskvíði er eitthvað sem er að verða stöðugt algengara í umræðunni. Það er þannig að framtíðin sem unga fólkið hafði séð fyrir sér er að breytast. Það eru alvarlegar afleiðingar sem verða ef það er ekki gripið til viðeigandi aðgerða,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir.
Loftslagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26