Emil fór í æfingaferð með Malmö til Suður-Afríku þar sem engir boltar voru með og sofið í tjöldum Anton Ingi Leifsson skrifar 20. september 2019 10:30 Emil Hallfreðsson á HM í Rússlandi síðasta sumar. vísir/getty Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var viðmælandi þáttarins Draumaliðsins þar sem þáttarstjórnandinn Jóhann Skúli fær til sín þekkta knattspyrnumenn. Í þættinum velja knattspyrnumennirnir þá ellefu leikmenn sem þeir hafa í sínu draumaliði en Emil er fimmti viðmælandinn í annarri seríu. Emil fer eðlilega yfir víðan völl en sagði meðal annars frá athyglisverðri sögu frá tíma sínum hjá Malmö. Hafnfirðingurinn lék þar á láni frá Tottenham árið 2006. „Við vorum með hörkulið en ég vil meina smá að þjálfarinn hafi verið í ruglinu. Það er ótrúlegt auðvelt að segja það hérna og auðvelt að kenna honum um,“ sagði Emil en þjálfari liðsins á þeim tímapunkti var Sören Åkeby.MOZZARELLA, MORTADELLA, MIT NUTELLA Þakka @EmmiHall kærlega fyrir að hafa gefið sér tíma til þess að kíkja á mig og ræða Draumaliðið sitt með mér. Gæði, glæsimenni og geggjaðir karakterar, það má enginn missa af þessum. https://t.co/hGBJRqbwCz — Jói Skúli (@joiskuli10) September 20, 2019 „Það lýsir því kannski best að í janúar á undirbúningstímabilinu fórum við í æfingaferð til Suður-Afríku án bolta. Við vorum að hlaupa og lyfta í tíu daga í einhverjum frumskógum.“ „Þetta er ein steiktasta æfingaferðin. Þeir tóku ekki boltanet með. Hann var fyrrum slökkviliðsmaður og hann vildi við byrjuðum tímabilið þarna.“ Það voru ekki bara boltalausar æfingar sem vöktu undrun Emils því einnig var sofið í tjöldum þar sem ljón voru nærri. „Við sváfum í tjöldum og það var vörður fyrir utan. Það var ekki klósett í tjöldunum svo ef þú þurftir að pissa þá þurfti gaurinn að fara með þér því annars hefði ljón getað komið. Þetta er sönn saga,“ sagði Emil og bætti við: „Þetta er klárlega ekki besti fótboltaþjálfari sem ég hef haft.“ Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan en þáttarstjórnandinn er Jóhann Skúli Jónsson. Ítalski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var viðmælandi þáttarins Draumaliðsins þar sem þáttarstjórnandinn Jóhann Skúli fær til sín þekkta knattspyrnumenn. Í þættinum velja knattspyrnumennirnir þá ellefu leikmenn sem þeir hafa í sínu draumaliði en Emil er fimmti viðmælandinn í annarri seríu. Emil fer eðlilega yfir víðan völl en sagði meðal annars frá athyglisverðri sögu frá tíma sínum hjá Malmö. Hafnfirðingurinn lék þar á láni frá Tottenham árið 2006. „Við vorum með hörkulið en ég vil meina smá að þjálfarinn hafi verið í ruglinu. Það er ótrúlegt auðvelt að segja það hérna og auðvelt að kenna honum um,“ sagði Emil en þjálfari liðsins á þeim tímapunkti var Sören Åkeby.MOZZARELLA, MORTADELLA, MIT NUTELLA Þakka @EmmiHall kærlega fyrir að hafa gefið sér tíma til þess að kíkja á mig og ræða Draumaliðið sitt með mér. Gæði, glæsimenni og geggjaðir karakterar, það má enginn missa af þessum. https://t.co/hGBJRqbwCz — Jói Skúli (@joiskuli10) September 20, 2019 „Það lýsir því kannski best að í janúar á undirbúningstímabilinu fórum við í æfingaferð til Suður-Afríku án bolta. Við vorum að hlaupa og lyfta í tíu daga í einhverjum frumskógum.“ „Þetta er ein steiktasta æfingaferðin. Þeir tóku ekki boltanet með. Hann var fyrrum slökkviliðsmaður og hann vildi við byrjuðum tímabilið þarna.“ Það voru ekki bara boltalausar æfingar sem vöktu undrun Emils því einnig var sofið í tjöldum þar sem ljón voru nærri. „Við sváfum í tjöldum og það var vörður fyrir utan. Það var ekki klósett í tjöldunum svo ef þú þurftir að pissa þá þurfti gaurinn að fara með þér því annars hefði ljón getað komið. Þetta er sönn saga,“ sagði Emil og bætti við: „Þetta er klárlega ekki besti fótboltaþjálfari sem ég hef haft.“ Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan en þáttarstjórnandinn er Jóhann Skúli Jónsson.
Ítalski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira