Kirkja og ríki hafi hag af aðskilnaði Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. september 2019 06:30 Tillagan gerir ráð fyrir fullum aðskilnaði fyrir árið 2034. Fréttablaðið/Ernir „Ég tel tímabært að hefja vinnu að því að skilja að fullu og öllu milli og ríkis og kirkju. Það er ljóst að kirkjan nýtur mikillar sérstöðu í samskiptum sínum við ríkið og fær stuðning langt umfram önnur trúar- og lífsskoðunarfélög,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Jón Steindór er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju og nýja heildarlöggjöf um starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga. Auk alls þingflokks Viðreisnar flytja málið tveir þingmenn frá hverjum flokki, Vinstri grænum, Pírötum og Samfylkingunni.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Tillagan gerir ráð fyrir að frumvörp verði unnin af forsætis-, fjármála- og dómsmálaráðherra og lögð fram eigi síðar en 2021 og kveði þau á um aðskilnað eigi síðar en árið 2034. „Þannig er gefinn mjög rúmur tími til að hnýta alla hnúta og ráðrúm fyrir kirkjuna að laga sig að breyttum aðstæðum. Ég geri ráð fyrir að kirkjan, ekki síður en ríkið, hefði hag af lagalegum og fjárhagslegum aðskilnaði,“ segir Jón Steindór. Hann segir jafnframt að ríki og kirkja eigi sér auðvitað langa og samofna sögu. Kirkjan hafi í senn haft trúarlegt, menningarlegt og samfélagslegt hlutverk sem beri að virða og viðurkenna. Það breyti því hins vegar ekki að miklar breytingar hafi orðið á síðustu áratugum á viðhorfi til trúar og hlutverks hennar í samfélaginu. „Það á ekki síst við um tengslin við ríkisvaldið og jafnræði milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og þeirra sem kjósa að standa utan slíkra félaga. Þá blasir við að mjög stór og vaxandi hluti landsmanna kýs að standa utan kirkjunnar.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
„Ég tel tímabært að hefja vinnu að því að skilja að fullu og öllu milli og ríkis og kirkju. Það er ljóst að kirkjan nýtur mikillar sérstöðu í samskiptum sínum við ríkið og fær stuðning langt umfram önnur trúar- og lífsskoðunarfélög,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Jón Steindór er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju og nýja heildarlöggjöf um starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga. Auk alls þingflokks Viðreisnar flytja málið tveir þingmenn frá hverjum flokki, Vinstri grænum, Pírötum og Samfylkingunni.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Tillagan gerir ráð fyrir að frumvörp verði unnin af forsætis-, fjármála- og dómsmálaráðherra og lögð fram eigi síðar en 2021 og kveði þau á um aðskilnað eigi síðar en árið 2034. „Þannig er gefinn mjög rúmur tími til að hnýta alla hnúta og ráðrúm fyrir kirkjuna að laga sig að breyttum aðstæðum. Ég geri ráð fyrir að kirkjan, ekki síður en ríkið, hefði hag af lagalegum og fjárhagslegum aðskilnaði,“ segir Jón Steindór. Hann segir jafnframt að ríki og kirkja eigi sér auðvitað langa og samofna sögu. Kirkjan hafi í senn haft trúarlegt, menningarlegt og samfélagslegt hlutverk sem beri að virða og viðurkenna. Það breyti því hins vegar ekki að miklar breytingar hafi orðið á síðustu áratugum á viðhorfi til trúar og hlutverks hennar í samfélaginu. „Það á ekki síst við um tengslin við ríkisvaldið og jafnræði milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og þeirra sem kjósa að standa utan slíkra félaga. Þá blasir við að mjög stór og vaxandi hluti landsmanna kýs að standa utan kirkjunnar.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent