Deila um virði Hótel Rangár Björn Þorfinnsson skrifar 30. september 2019 08:00 Friðrik Pálsson, aðaleigandi Hótel Rangár, verst nú kröfum fyrrverandi hluthafa í dómsal. Fréttablaðið/GVA Í næstu viku fer fram fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli fyrrverandi hluthafa í Hótel Rangá gegn núverandi eigendum. Björn Nygaard Kers átti 17 prósenta hlut í rekstrarfélagi Hótel Rangár, Hallgerði ehf., í gegnum félag sitt, Bob Borealis ehf. Hann kom að stofnun og uppbyggingu félagsins um árabil og starfaði sem framkvæmdastjóri hótelsins frá árinu 2003 til 2010. Rekstrarfélagið keypti hlut Björns árið 2013. Söluverð hlutarins var reiknað út frá rekstrarafkomu, eignum og væntum framtíðartekjum hótelsins. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi telur að þær tölulegu upplýsingar hafi verið rangar og kaupverðið hafi því verið alltof lágt. Heldur hann því fram að á sama tíma hafi meirihlutaeigendur verið að reyna að selja hótelið áhugasömum fjárfestum og þar hafi mun aðrar og mun hagstæðari rekstrartölur verið kynntar. Deilan hefur staðið yfir í nokkur ár án þess að náðst hafi sættir. Fyrir utan að stefna rekstrarfélaginu sjálfu fyrir dóm var Friðrik Pálssyni, stærsta eiganda félagsins, stefnt sem og dætrum hans, Mörtu Maríu og Ingibjörgu Guðnýju Friðriksdætrum. Í skriflegu svari frá Einari Þór Sverrissyni, lögmanni Friðriks og dætra hans, kemur fram að skjólstæðingar hans segi ásakanir Björns tilhæfulausar. „Mótaðilinn ákvað að fara með málið fyrir dómstóla og það verður rekið þar,“ segir í svarinu. Hótel Rangá er eitt þekktasta hótel landsins og rekstur þess hefur gengið vel. Fjölmargar erlendar stórstjörnur hafa gist þar og er hótelið vinsælt hjá erlendum kvikmyndaverum. Hótelið komst í heimsfréttirnar þegar Kardashian-systurnar og rapparinn Kanye West tóku þar upp þátt. Uppsafnaður hagnaður af starfseminni er um 650 milljónir króna síðan árið 2010 og arðgreiðslur til hluthafa numið 260 milljónum króna á tímabilinu. Friðrik Pálsson er langstærsti hluthafinn en eignarhlutur hans er 85 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Rangárþing eystra Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Í næstu viku fer fram fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli fyrrverandi hluthafa í Hótel Rangá gegn núverandi eigendum. Björn Nygaard Kers átti 17 prósenta hlut í rekstrarfélagi Hótel Rangár, Hallgerði ehf., í gegnum félag sitt, Bob Borealis ehf. Hann kom að stofnun og uppbyggingu félagsins um árabil og starfaði sem framkvæmdastjóri hótelsins frá árinu 2003 til 2010. Rekstrarfélagið keypti hlut Björns árið 2013. Söluverð hlutarins var reiknað út frá rekstrarafkomu, eignum og væntum framtíðartekjum hótelsins. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi telur að þær tölulegu upplýsingar hafi verið rangar og kaupverðið hafi því verið alltof lágt. Heldur hann því fram að á sama tíma hafi meirihlutaeigendur verið að reyna að selja hótelið áhugasömum fjárfestum og þar hafi mun aðrar og mun hagstæðari rekstrartölur verið kynntar. Deilan hefur staðið yfir í nokkur ár án þess að náðst hafi sættir. Fyrir utan að stefna rekstrarfélaginu sjálfu fyrir dóm var Friðrik Pálssyni, stærsta eiganda félagsins, stefnt sem og dætrum hans, Mörtu Maríu og Ingibjörgu Guðnýju Friðriksdætrum. Í skriflegu svari frá Einari Þór Sverrissyni, lögmanni Friðriks og dætra hans, kemur fram að skjólstæðingar hans segi ásakanir Björns tilhæfulausar. „Mótaðilinn ákvað að fara með málið fyrir dómstóla og það verður rekið þar,“ segir í svarinu. Hótel Rangá er eitt þekktasta hótel landsins og rekstur þess hefur gengið vel. Fjölmargar erlendar stórstjörnur hafa gist þar og er hótelið vinsælt hjá erlendum kvikmyndaverum. Hótelið komst í heimsfréttirnar þegar Kardashian-systurnar og rapparinn Kanye West tóku þar upp þátt. Uppsafnaður hagnaður af starfseminni er um 650 milljónir króna síðan árið 2010 og arðgreiðslur til hluthafa numið 260 milljónum króna á tímabilinu. Friðrik Pálsson er langstærsti hluthafinn en eignarhlutur hans er 85 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Rangárþing eystra Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira