„Óþolandi og lítilsvirðing við þingheim“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2019 15:55 Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins. Skjáskot/Stöð 2 Þingmenn Miðflokksins segja óþolandi hve langan tíma og hve erfitt það getur verið að fá upplýsingar frá ráðuneytum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun sagði umboðsmaður Alþingis að uppræta þurfi tregðu opinberra stofnanna við að veita almenning upplýsingar. Þingmenn eru þar engin undantekning en í pontu Alþingis í dag kvörtuðu báðir þeir Þorsteinn Sæmundsson og Birgir Þórarinsson, þingmenn Miðflokksins, yfir dræmum svörum frá fjármálaráðuneytinu vegna mála sem þeir höfðu kallað eftir upplýsingum um.Sjá einnig: Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar „Eftirlitsskylda þingmanna er gjörsamlega troðin í svaðið og þetta verður ekki þolað herra forseti og nú verðum við að fá forseta í lið með okkur um það að eftirlitsskylda þingmanna sé viðurkennd og hún sé höfð í heiðri,” sagði Þorsteinn undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Kvartaði hann meðal annars yfir seinagangi og tregðu fjármálaráðuneytisins við að veita honum upplýsingar um heildarkostnað Landsvirkjunar varðandi lagningu sæstrengs. Flokksbróðir hans tók í sama streng og hvatti þingheim og þingforseta til þess að taka alvarlega „þessar athugasemdir sem umboðsmaður Alþingis hefur komið á framfæri varðandi þann verulega drátt sem oft vill verða á því að fyrirspurnum alþingismanna sé svarað,” sagði Birgir. „Þetta er eins og háttvirtur þingmaður sagði óþolandi og lítilsvirðing við þingheim." Sagði Þorsteinn Sæmundsson. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók undir áhyggjur þingmannanna. „Forseti hefur heyrt hvað háttvirtir þingmenn segja og deilir áhyggjum með þeim af því að það er of mikill brögð af því að dragist að svara fyrirspurnum,” sagði Steingrímur. Alþingi Miðflokkurinn Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. 9. október 2019 11:30 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins segja óþolandi hve langan tíma og hve erfitt það getur verið að fá upplýsingar frá ráðuneytum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun sagði umboðsmaður Alþingis að uppræta þurfi tregðu opinberra stofnanna við að veita almenning upplýsingar. Þingmenn eru þar engin undantekning en í pontu Alþingis í dag kvörtuðu báðir þeir Þorsteinn Sæmundsson og Birgir Þórarinsson, þingmenn Miðflokksins, yfir dræmum svörum frá fjármálaráðuneytinu vegna mála sem þeir höfðu kallað eftir upplýsingum um.Sjá einnig: Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar „Eftirlitsskylda þingmanna er gjörsamlega troðin í svaðið og þetta verður ekki þolað herra forseti og nú verðum við að fá forseta í lið með okkur um það að eftirlitsskylda þingmanna sé viðurkennd og hún sé höfð í heiðri,” sagði Þorsteinn undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Kvartaði hann meðal annars yfir seinagangi og tregðu fjármálaráðuneytisins við að veita honum upplýsingar um heildarkostnað Landsvirkjunar varðandi lagningu sæstrengs. Flokksbróðir hans tók í sama streng og hvatti þingheim og þingforseta til þess að taka alvarlega „þessar athugasemdir sem umboðsmaður Alþingis hefur komið á framfæri varðandi þann verulega drátt sem oft vill verða á því að fyrirspurnum alþingismanna sé svarað,” sagði Birgir. „Þetta er eins og háttvirtur þingmaður sagði óþolandi og lítilsvirðing við þingheim." Sagði Þorsteinn Sæmundsson. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók undir áhyggjur þingmannanna. „Forseti hefur heyrt hvað háttvirtir þingmenn segja og deilir áhyggjum með þeim af því að það er of mikill brögð af því að dragist að svara fyrirspurnum,” sagði Steingrímur.
Alþingi Miðflokkurinn Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. 9. október 2019 11:30 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira
Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. 9. október 2019 11:30